Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Ari Brynjólfsson skrifar 26. mars 2019 07:30 Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshóps um starfsumhverfi smálánafyrirtækja. Meðlimur í starfshópi ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi fékk ótal óumbeðin sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu 1909. Fyrirtækið sem um ræðir er skráð í Danmörku en starfar á íslenskum markaði, það lánar aðeins í íslenskum krónum og er augljóslega ætlað íslenskum neytendum. Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins, hélt erindi í gær á fundi SFF og Umboðsmanns skuldara um stöðu ungs fólks á lánamarkaði þar sem skilaboðin bar á góma. „Þetta var sérstaklega gróft í þessu tilviki þar sem hlutaðeigandi aðili hafði afskráð sig af þessari síðu en hélt áfram að fá þessi skilaboð,“ segir Hákon. „Ég gerði þetta líka í tengslum við vinnuna í starfshópnum. Ég skráði mig þarna inn til að sjá hvaða kjör voru í boði og hverjir skilmálarnir eru. Svo afskráði ég mig og fór að fá þessi skilaboð.“ Skilaboðin bárust með reglulegu millibili og voru mjög markviss, til dæmis fékk viðkomandi skilaboð fyrir verslunarmannahelgina um að 1909 væri til í að greiða ferðakostnaðinn. Skjáskot úr skýrslu starfshópsins.Starfshópurinn veit ekki hver er á bak við fyrirtækið þar sem eignarhaldið sé vel falið í flóknum fléttum. Fyrirtækin eru fleiri, öll voru þau rekin hér á landi þangað til Alþingi setti lög um að samanlagður kostnaður lánþega megi aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni. Öll þessi fyrirtæki má nú finna á netinu með dönsku léni. Hákon segir að þrátt fyrir það gildi um þau íslensk lög. Hákon segir það skýrt í lögum að ekki megi gefa skuldara villandi upplýsingar um stöðu sína. Neytendasamtökin sendu erindi í haust á innheimtufyrirtækið Almenn innheimta, sem skráð er til húsa á Siglufirði en með pósthólf í Kópavogi. Fyrirtækið svaraði ekki erindinu. Sá sem svaraði í símann fyrir Almenna innheimtu vildi ekki tjá sig um hvort fyrirtækið sæi um innheimtu fyrir 1909. Þegar spurt var hvort fyrirtækið upplýsti um að samanlagður kostnaður lánþega vegna vaxta og innheimtu af lánum megi aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni, var blaðamaður beðinn um kennitölu og að endurtaka erindið í tölvupósti. Ekkert svar barst frá Almennri innheimtu.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Fréttablaðið/SigtryggurLántakendur leiti til Umboðsmanns skuldara Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að um sé að ræða ólögleg lán upp á mörg hundruð prósent. Brýnir hún fyrir þeim sem hafa tekið slík lán að greiða ekki af þeim fyrr en ljóst er hvort þeir hafi greitt meira til baka en sem nemur höfuðstól og löglegum vöxtum. „Neytendur eru búnir að greiða þessum fyrirtækjum ólöglega okurvexti um árabil, hvort sem er í formi lána með flýtigjaldi eða rafbók. Afar litlar líkur er á því að ofgreiddir vextir fáist endurgreiddir. Þeir sem eru í vanda ættu að geta leitað til Umboðsmanns skuldara sem hefur það hlutverk að aðstoða lántakendur í vanda.“ Brynhildur segir Neytendasamtökin furða sig á linkind stjórnvalda gagnvart þessum fyrirtækjum sem svo grímulaust brjóti lög og komist upp með það. „Hugsanlega hefði verið gengið harðar fram ef þessir ósvífnu viðskiptahættir bitnuðu á góðborgurum þessa lands.“ Brynhildur þekkir ýmis skuggaleg dæmi um framferði smálánafyrirtækjanna, til dæmis þegar tekið var lán út á kennitölu þriðja aðila sem átti óafvitandi að greiða lán upp á 100 þúsund krónur með vöxtum upp á mörg hundruð prósent. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samkeppnismál Smálán Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Meðlimur í starfshópi ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi fékk ótal óumbeðin sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu 1909. Fyrirtækið sem um ræðir er skráð í Danmörku en starfar á íslenskum markaði, það lánar aðeins í íslenskum krónum og er augljóslega ætlað íslenskum neytendum. Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins, hélt erindi í gær á fundi SFF og Umboðsmanns skuldara um stöðu ungs fólks á lánamarkaði þar sem skilaboðin bar á góma. „Þetta var sérstaklega gróft í þessu tilviki þar sem hlutaðeigandi aðili hafði afskráð sig af þessari síðu en hélt áfram að fá þessi skilaboð,“ segir Hákon. „Ég gerði þetta líka í tengslum við vinnuna í starfshópnum. Ég skráði mig þarna inn til að sjá hvaða kjör voru í boði og hverjir skilmálarnir eru. Svo afskráði ég mig og fór að fá þessi skilaboð.“ Skilaboðin bárust með reglulegu millibili og voru mjög markviss, til dæmis fékk viðkomandi skilaboð fyrir verslunarmannahelgina um að 1909 væri til í að greiða ferðakostnaðinn. Skjáskot úr skýrslu starfshópsins.Starfshópurinn veit ekki hver er á bak við fyrirtækið þar sem eignarhaldið sé vel falið í flóknum fléttum. Fyrirtækin eru fleiri, öll voru þau rekin hér á landi þangað til Alþingi setti lög um að samanlagður kostnaður lánþega megi aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni. Öll þessi fyrirtæki má nú finna á netinu með dönsku léni. Hákon segir að þrátt fyrir það gildi um þau íslensk lög. Hákon segir það skýrt í lögum að ekki megi gefa skuldara villandi upplýsingar um stöðu sína. Neytendasamtökin sendu erindi í haust á innheimtufyrirtækið Almenn innheimta, sem skráð er til húsa á Siglufirði en með pósthólf í Kópavogi. Fyrirtækið svaraði ekki erindinu. Sá sem svaraði í símann fyrir Almenna innheimtu vildi ekki tjá sig um hvort fyrirtækið sæi um innheimtu fyrir 1909. Þegar spurt var hvort fyrirtækið upplýsti um að samanlagður kostnaður lánþega vegna vaxta og innheimtu af lánum megi aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni, var blaðamaður beðinn um kennitölu og að endurtaka erindið í tölvupósti. Ekkert svar barst frá Almennri innheimtu.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Fréttablaðið/SigtryggurLántakendur leiti til Umboðsmanns skuldara Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að um sé að ræða ólögleg lán upp á mörg hundruð prósent. Brýnir hún fyrir þeim sem hafa tekið slík lán að greiða ekki af þeim fyrr en ljóst er hvort þeir hafi greitt meira til baka en sem nemur höfuðstól og löglegum vöxtum. „Neytendur eru búnir að greiða þessum fyrirtækjum ólöglega okurvexti um árabil, hvort sem er í formi lána með flýtigjaldi eða rafbók. Afar litlar líkur er á því að ofgreiddir vextir fáist endurgreiddir. Þeir sem eru í vanda ættu að geta leitað til Umboðsmanns skuldara sem hefur það hlutverk að aðstoða lántakendur í vanda.“ Brynhildur segir Neytendasamtökin furða sig á linkind stjórnvalda gagnvart þessum fyrirtækjum sem svo grímulaust brjóti lög og komist upp með það. „Hugsanlega hefði verið gengið harðar fram ef þessir ósvífnu viðskiptahættir bitnuðu á góðborgurum þessa lands.“ Brynhildur þekkir ýmis skuggaleg dæmi um framferði smálánafyrirtækjanna, til dæmis þegar tekið var lán út á kennitölu þriðja aðila sem átti óafvitandi að greiða lán upp á 100 þúsund krónur með vöxtum upp á mörg hundruð prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samkeppnismál Smálán Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira