Biskup Íslands fundar með múslimum í moskunni í Skógarhlíð Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2019 11:38 Karim Askari er ákaflega ánægður með að Agnes biskup hafi komið í moskuna til fundar. visir/vilhelm „Þetta var mjög góður fundur. Og mjög gott fyrir okkur muslima á Íslandi að hitta biskupinn. Okkur var heiður sýndur með heimsókn hennar. Var mjög fallegt af henni,“ segir Karim Askari framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi í samtali við Vísi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi fór til fundar við múslima í moskunni í Skógarhlíð í gær. Þar var harmleikurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi ræddur sérstaklega. „Við erum afar hrygg vegna þess atburðar sem er ekki ásættanlegur. Vont fyrir mannkyn allt,“ segir Karim. „Þetta ofbeldi ekki er hægt að þola.“Fundurinn var sögulegur því þetta er í fyrsta skipti sem biskup kemur til fundar í moskunni í Skógarhlíð.visir/VilhelmAgnes biskup segir, á Facebook-síðu Biskupsembættisins, að harmleikurinn hafi vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi friðar í samfélagi okkar. Og ræða þurfi til hvaða aðgerða megi grípa svo við megum búa í friðsömum heimi.„Kristið fólk og múslimar standa saman og sýna þannig að við erum á móti hvers konar ofbeldi. „Eitt af gildum múslima sem skráð eru á veggspjald í moskunni þeirra er að þeir vilji vera góðir samfélagsþegnar og lifa í friði og sátt við samferðafólk sitt. Kristið fólk deilir þessum sama hugsunarhætti. Samtalið er lykillinn að lausn allra mála. Með samtali vex skilningur og samheldni og löngunin til að gera gott samfélag betra,“ segir Agnes. Fundurinn er sögulegur, að sögn Karims, því þetta er í fyrsta skipti sem biskup Íslands stígur fæti sínum í moskuna í Skógarhlíð.Múslimar og kristnir vilja taka höndum saman og fordæma þann gjörning sem leiddi til harmleiksins í Christchurch.visir/Vilhelm Hryðjuverk í Christchurch Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þetta var mjög góður fundur. Og mjög gott fyrir okkur muslima á Íslandi að hitta biskupinn. Okkur var heiður sýndur með heimsókn hennar. Var mjög fallegt af henni,“ segir Karim Askari framkvæmdastjóri Stofnunar múslima á Íslandi í samtali við Vísi. Agnes M. Sigurðardóttir biskup yfir Íslandi fór til fundar við múslima í moskunni í Skógarhlíð í gær. Þar var harmleikurinn í Christchurch á Nýja-Sjálandi ræddur sérstaklega. „Við erum afar hrygg vegna þess atburðar sem er ekki ásættanlegur. Vont fyrir mannkyn allt,“ segir Karim. „Þetta ofbeldi ekki er hægt að þola.“Fundurinn var sögulegur því þetta er í fyrsta skipti sem biskup kemur til fundar í moskunni í Skógarhlíð.visir/VilhelmAgnes biskup segir, á Facebook-síðu Biskupsembættisins, að harmleikurinn hafi vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi friðar í samfélagi okkar. Og ræða þurfi til hvaða aðgerða megi grípa svo við megum búa í friðsömum heimi.„Kristið fólk og múslimar standa saman og sýna þannig að við erum á móti hvers konar ofbeldi. „Eitt af gildum múslima sem skráð eru á veggspjald í moskunni þeirra er að þeir vilji vera góðir samfélagsþegnar og lifa í friði og sátt við samferðafólk sitt. Kristið fólk deilir þessum sama hugsunarhætti. Samtalið er lykillinn að lausn allra mála. Með samtali vex skilningur og samheldni og löngunin til að gera gott samfélag betra,“ segir Agnes. Fundurinn er sögulegur, að sögn Karims, því þetta er í fyrsta skipti sem biskup Íslands stígur fæti sínum í moskuna í Skógarhlíð.Múslimar og kristnir vilja taka höndum saman og fordæma þann gjörning sem leiddi til harmleiksins í Christchurch.visir/Vilhelm
Hryðjuverk í Christchurch Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira