Formaður VR: Auðsvarað hvort fresta eigi verkföllum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. mars 2019 12:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR mæta til fundar hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Vísir/Vilhelm Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Samningafundi í kjaraviðræðum sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins var frestað um hálftíma eftir að þær hófust í morgun að beiðni samtakanna vegna stöðunnar sem uppi er vegna WOW Air. Lögð var fram beiðni um frestun á boðuðum verkföllum sem eiga hefjast eftir tvo daga. Samningafundi verkalýðsfélaganna sex, Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Grindavíkur, Landssambands íslenskra verslunarmanna og Framsýn á Húsavík við Samtök atvinnulífsins hófust klukkan tíu í morgun en fundi þessara aðila var frestað í gær að beiðni Samtakanna, vegna óvissunnar sem er uppi vegna flugfélagsins WOW Air. Ljóst var strax í morgun að fundurinn yrði ekki langur en eftir rúmar þrjátíu mínútur var fundinum frestað. Það mátti greina óþreyju hjá formönnum verkalýðsfélaganna eftir að fundinum lauk. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í húsakynnum Ríkissáttasemjara í morgunVísir/VilhelmUndarlegt að fresta viðræðum vegna WOW AirHafið þið þolinmæði gagnvart því að samtökin séu að fresta fundi vegna WOW Air? „Mér finnst það undarlegt. Ég verð að segja það. Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólks þannig að já ég verða að segja að mér finnst það undarlegt að við getum en, eftir allan þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er frá því að samningar voru lausir að þá erum við enn ekki farin að ræða launalið,“ sagði Sólveg Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar að loknum fundi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram beiðni á fundinum. „SA fóru fram á að við myndum fresta verkfallsaðgerðum og því var auðsvarað að það komi ekki til greina nema að við fáum eitthvað að borðinu til þess að geta tekið afstöðu til, það er að segja launaliðinn. það hefur ekki enn gerst þrátt fyrir alla þessa fundi. Þetta var fimmtándi fundurinn okkar hjá ríkissáttasemjara og við erum ekki enn komin á þann stað sem að við teljum okkur þurfa til þess að geta tekið afstöðu,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VRVídir/VilhelmFormaður VR á von á harðari aðgerðum á fimmtudag og föstudag Ragnar Þór á von á harðari aðgerðum í boðuðum verkföllum. „Já ég á von á því. Við nýttum tímann mjög vel til þess að kortleggja aðgerðirnar síðast og sáum svona hvar brotalamir voru og hvar þarf að skerpa bæði á vörslu og eftirliti,“ sagði Ragnar Þór. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins vonar að verkföllum verði frestað í ljósi stöðunnar. „Ef að þessi óvissa heldur áfram að þá komi nú okkar viðsemjendur til baka og ljái máls á því að það verði gert. Við lítum á það sem svona eðlilega og ábyrga aðgerð í raun og veru að gefa færi á slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fundarherbergi Ríkissáttasemjara í morgunVísir/Vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira