„Mikil gróska og kraftur er í faginu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2019 16:30 Kristín Eva segir að kraftur sé í faginu. Ljósmynd/Magnús Elvar Jónsson Alls voru 370 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2019. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói miðvikudaginn 27. mars. Öll verðlaunuð og viðurkennd verk verða til sýnis í Hafnarhúsinu í kringum HönnunarMars. „Tilnefningum fjölgar töluvert á milli ára og ljóst að mikil gróska og kraftur er í faginu,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara. „Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT, enda skipta tilnefningarnar máli því öll tilnefnd verkefni öðlast þátttökurétt í Evrópuverðlunum fagfélega ADCE (Art Directors Club of Europe).“ Tilnefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar. Má þar nefna skjágrafík, vefhönnun, prentverk, hönnun auglýsinga og myndlýsingar. Að auki eru veitt sérstök verðlaun til þess verks sem þótti skara fram úr á meðal allra verðlaunaðra verka. Formenn dómnefnda í ár voru Arnar Ólafsson (skjáhönnun), Atli Hilmarsson (mörkun), Hildur Siguðardóttir (prent) og Hjörvar Harðarsson (auglýsingar).Hönnunarmars Félag íslenskra teiknara stendur fyrir veglegri samsýningu á HönnunarMars sem sýnd verður í porti Listasafns Reykjavíkur-Hafnarhúsi, þriðja árið í röð og hefur viðburðurinn verið einn sá mest sótti yfir hátíðina undanfarin ár. Viðburðurinn markar upphaf HönnunarMars sem verður haldinn 28. til 31. mars. Becky Forsythe verður listrænn stjórnandi sýningar FÍT 2019 í Hafnarhúsinu en hún starfar sem sýningarstjóri og rithöfundur. Félag íslenskra teiknara er félagsskapur grafískra hönnuða og myndhöfunda á Íslandi. Aðalmarkmið FÍT er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna. Formaður FÍT er Kristín Eva Ólafsdóttir. HönnunarMars Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Alls voru 370 verk innsend til FÍT-verðlaunanna 2019. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri en verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói miðvikudaginn 27. mars. Öll verðlaunuð og viðurkennd verk verða til sýnis í Hafnarhúsinu í kringum HönnunarMars. „Tilnefningum fjölgar töluvert á milli ára og ljóst að mikil gróska og kraftur er í faginu,“ segir Kristín Eva Ólafsdóttir, formaður Félags íslenskra teiknara. „Keppnin nýtur sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT, enda skipta tilnefningarnar máli því öll tilnefnd verkefni öðlast þátttökurétt í Evrópuverðlunum fagfélega ADCE (Art Directors Club of Europe).“ Tilnefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar. Má þar nefna skjágrafík, vefhönnun, prentverk, hönnun auglýsinga og myndlýsingar. Að auki eru veitt sérstök verðlaun til þess verks sem þótti skara fram úr á meðal allra verðlaunaðra verka. Formenn dómnefnda í ár voru Arnar Ólafsson (skjáhönnun), Atli Hilmarsson (mörkun), Hildur Siguðardóttir (prent) og Hjörvar Harðarsson (auglýsingar).Hönnunarmars Félag íslenskra teiknara stendur fyrir veglegri samsýningu á HönnunarMars sem sýnd verður í porti Listasafns Reykjavíkur-Hafnarhúsi, þriðja árið í röð og hefur viðburðurinn verið einn sá mest sótti yfir hátíðina undanfarin ár. Viðburðurinn markar upphaf HönnunarMars sem verður haldinn 28. til 31. mars. Becky Forsythe verður listrænn stjórnandi sýningar FÍT 2019 í Hafnarhúsinu en hún starfar sem sýningarstjóri og rithöfundur. Félag íslenskra teiknara er félagsskapur grafískra hönnuða og myndhöfunda á Íslandi. Aðalmarkmið FÍT er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna. Formaður FÍT er Kristín Eva Ólafsdóttir.
HönnunarMars Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira