Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. mars 2019 16:08 Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“ Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. „Ég horfi sérstaklega til heilbrigðisstofnana, til starfsfólks þar, til stóru kvennastéttanna sem hafa verið undir miklu álagi frá hruni og þessar köldu kveðju sem verið er að senda þeim,“ segir Oddný en samningar BSRB og BHM eru að losna. „Ríkisstjórnin hæstvirt sendir þeim tóninn í gegnum fjármálaáætlunina með því að gera ráð fyrir því að ef þær semji um laun sem gefi þeim meira en 3,8% launahækkun í aðra hönd þá verði stofnanirnar sem þær starfa hjá að bera þann kostnað eða ráðuneytið sem þær heyra undir til að fjármagna launahækkanirnar.“ Oddný spurði hvort það hefði verið reiknað út eða kortlagt hvað slíkur niðurskurður myndi þýða fyrir stofnanir ríkisins. Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, svaraði því að slík sviðsmynd hefði ekki verið teiknuð upp en bætti við að það yrði mögulega á meðal verkefna nefndar. Ríkið muni þó að sjálfsögðu standa við þá kjarasamninga sem verða gerðir og borga laun samkvæmt þeim. Hann sagði að sú stefna sem væri mörkuð væri að: „Í opinberum innkaupum og í opinberum launum þá eigi menn að leita hagræðis yfir tíma meðal annars með því að auka skilvirkni í veitingu opinberrar þjónustu með því að innleiða tæknilausnir sem mögulega geta líka leitt til aukins hagræðis og í því felst ekkert annað en nútímavæðing opinberrar þjónustu á meðan sumir vilja kannski hanga í gamalli.“ Oddný segir að það sé til skammar að setja fram aðhaldskröfu án þess að haga hugmynd um hvað hún muni þýða fyrir þá sem þurfi á þjónustu ríkisins að halda. „Geri þeir [ríkisstarfsmenn] góða samninga sem þeir væntanlega eru að vonast til þá þurfi stofnanirnar og ráðuneytið sem þeir vinna hjá að bera umframkostnaðinn sem fer yfir 3,8% og ég heyri það á máli háttvirts þingmanns að hann veit það ekkert frekar en ég, frekar en nokkur hér inni hversu hár sá reikningur verður og hvernig á aða taka hann af þjónustunni og hverjir þurfa að bera kostnaðinn og er ekki líklegt að það verði blanda af niðurskurði og álagi á ríkisstarfsmenn? Þessu svara stjórnarliðar bara ekki.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tók í sama streng og Oddný og sagði skilaboð ríkisstjórnarinnar til ríkisstarfsmanna vera skýr: „Ef þið farið fram á meiri launahækkanir en þetta þá verður ykkur sagt upp af því að ráðuneytum og stofnunum verður gert að hagræða sem því nemur.“
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira