Aukin upplýsingaskylda lögð á herðar Alþingis og dómstóla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. mars 2019 12:15 Alþingi hefur hingað til verið undanþegið upplýsingalögum. Hingað til hafa Alþingi og dómstólar verið undanþegin ákvæðum upplýsingalaga. Það þýðir meðal annars að erfiðara er að óska eftir gögnum frá þessum stofnunum á grundvelli laganna. Þetta gæti breyst ef frumvarp um breytingar á upplýsingalögum nær fram að ganga. Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um breytingar á lögunum. Stefnt er á að leggja frumvarpið fram á Alþingi fyrir mánaðarmót. Markmið frumvarpsins er að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. „Stóra breytingin er annars vegar sú að lögin taki til Alþingis og dómstóla,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Það er auðvitað stór breyting. Þannig mætti segja að það gildi sömu efnisreglur hvað þessar greinar ríkisvaldsins varðar sem hingað til hafa gilt um framkvæmdavaldið.“ Einnig er kveðið skýrar á um skyldu ráðuneyta til að birta upplýsingar úr málaskrám að eigin frumkvæði. Sérstakur ráðgjafi mun taka til starfa samhliða úrskurðarnefnd upplýsingamála með það að markmiði að bæta upplýsingamiðlun og hraða afgreiðslu mála. „Verði þetta samþykkt erum við að feta í fótspor Norðmanna sem hafa staðið mjög framarlega í upplýsingarétti,“ segir Katrín. „Þetta kallar auðvitað á aukna vinnu ráðuneytanna en á sama tíma ætti þetta að auka gagnsæi um alla stjórnsýsluna.“ Stj.mál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Hingað til hafa Alþingi og dómstólar verið undanþegin ákvæðum upplýsingalaga. Það þýðir meðal annars að erfiðara er að óska eftir gögnum frá þessum stofnunum á grundvelli laganna. Þetta gæti breyst ef frumvarp um breytingar á upplýsingalögum nær fram að ganga. Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um breytingar á lögunum. Stefnt er á að leggja frumvarpið fram á Alþingi fyrir mánaðarmót. Markmið frumvarpsins er að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. „Stóra breytingin er annars vegar sú að lögin taki til Alþingis og dómstóla,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Það er auðvitað stór breyting. Þannig mætti segja að það gildi sömu efnisreglur hvað þessar greinar ríkisvaldsins varðar sem hingað til hafa gilt um framkvæmdavaldið.“ Einnig er kveðið skýrar á um skyldu ráðuneyta til að birta upplýsingar úr málaskrám að eigin frumkvæði. Sérstakur ráðgjafi mun taka til starfa samhliða úrskurðarnefnd upplýsingamála með það að markmiði að bæta upplýsingamiðlun og hraða afgreiðslu mála. „Verði þetta samþykkt erum við að feta í fótspor Norðmanna sem hafa staðið mjög framarlega í upplýsingarétti,“ segir Katrín. „Þetta kallar auðvitað á aukna vinnu ráðuneytanna en á sama tíma ætti þetta að auka gagnsæi um alla stjórnsýsluna.“
Stj.mál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00