Aukin upplýsingaskylda lögð á herðar Alþingis og dómstóla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. mars 2019 12:15 Alþingi hefur hingað til verið undanþegið upplýsingalögum. Hingað til hafa Alþingi og dómstólar verið undanþegin ákvæðum upplýsingalaga. Það þýðir meðal annars að erfiðara er að óska eftir gögnum frá þessum stofnunum á grundvelli laganna. Þetta gæti breyst ef frumvarp um breytingar á upplýsingalögum nær fram að ganga. Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um breytingar á lögunum. Stefnt er á að leggja frumvarpið fram á Alþingi fyrir mánaðarmót. Markmið frumvarpsins er að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. „Stóra breytingin er annars vegar sú að lögin taki til Alþingis og dómstóla,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Það er auðvitað stór breyting. Þannig mætti segja að það gildi sömu efnisreglur hvað þessar greinar ríkisvaldsins varðar sem hingað til hafa gilt um framkvæmdavaldið.“ Einnig er kveðið skýrar á um skyldu ráðuneyta til að birta upplýsingar úr málaskrám að eigin frumkvæði. Sérstakur ráðgjafi mun taka til starfa samhliða úrskurðarnefnd upplýsingamála með það að markmiði að bæta upplýsingamiðlun og hraða afgreiðslu mála. „Verði þetta samþykkt erum við að feta í fótspor Norðmanna sem hafa staðið mjög framarlega í upplýsingarétti,“ segir Katrín. „Þetta kallar auðvitað á aukna vinnu ráðuneytanna en á sama tíma ætti þetta að auka gagnsæi um alla stjórnsýsluna.“ Stj.mál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Hingað til hafa Alþingi og dómstólar verið undanþegin ákvæðum upplýsingalaga. Það þýðir meðal annars að erfiðara er að óska eftir gögnum frá þessum stofnunum á grundvelli laganna. Þetta gæti breyst ef frumvarp um breytingar á upplýsingalögum nær fram að ganga. Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um breytingar á lögunum. Stefnt er á að leggja frumvarpið fram á Alþingi fyrir mánaðarmót. Markmið frumvarpsins er að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. „Stóra breytingin er annars vegar sú að lögin taki til Alþingis og dómstóla,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Það er auðvitað stór breyting. Þannig mætti segja að það gildi sömu efnisreglur hvað þessar greinar ríkisvaldsins varðar sem hingað til hafa gilt um framkvæmdavaldið.“ Einnig er kveðið skýrar á um skyldu ráðuneyta til að birta upplýsingar úr málaskrám að eigin frumkvæði. Sérstakur ráðgjafi mun taka til starfa samhliða úrskurðarnefnd upplýsingamála með það að markmiði að bæta upplýsingamiðlun og hraða afgreiðslu mála. „Verði þetta samþykkt erum við að feta í fótspor Norðmanna sem hafa staðið mjög framarlega í upplýsingarétti,“ segir Katrín. „Þetta kallar auðvitað á aukna vinnu ráðuneytanna en á sama tíma ætti þetta að auka gagnsæi um alla stjórnsýsluna.“
Stj.mál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00