Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:16 Baldvin Þorsteinsson var ekki par hrifinn af því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má Baldvinsson eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk á milli þeirra. Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Már kom fyrir nefndina í morgun þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis.Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Hópur fólks varð vitni að atvikinu, þar á meðal Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, sem lýsti því í hádegisfréttum Bylgjunnar að greinilegt hefði verið að mönnum var heitt í hamsi. Þannig gerðist það tvisvar sinnum á fundinum að Þorsteinn Már kallaði að fundarmönnum. Slíkt hefur sjaldan eða aldrei gerst að sögn starfsmanns nefndasviðs sem fréttastofa ræddi við að fólk sem sé viðstatt opinn fund nefnda Alþingis hrópi að þeim sem sitja fyrir svörum. Þorsteinn Már sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann væri ekki sáttur við þær skýringar sem seðlabankastjóri gaf á aðgerðum Seðlabankans. „Hann þvældi bara eins og venjulega. Hann getur aldrei komið sér að efninu. Eins og oftast áður kemur hann bara með tómar rangfærslur og er að reyna að bera þær á borð fyrir fólk,“ sagði Þorsteinn en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í klippunni neðst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Már kom fyrir nefndina í morgun þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis.Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Hópur fólks varð vitni að atvikinu, þar á meðal Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, sem lýsti því í hádegisfréttum Bylgjunnar að greinilegt hefði verið að mönnum var heitt í hamsi. Þannig gerðist það tvisvar sinnum á fundinum að Þorsteinn Már kallaði að fundarmönnum. Slíkt hefur sjaldan eða aldrei gerst að sögn starfsmanns nefndasviðs sem fréttastofa ræddi við að fólk sem sé viðstatt opinn fund nefnda Alþingis hrópi að þeim sem sitja fyrir svörum. Þorsteinn Már sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann væri ekki sáttur við þær skýringar sem seðlabankastjóri gaf á aðgerðum Seðlabankans. „Hann þvældi bara eins og venjulega. Hann getur aldrei komið sér að efninu. Eins og oftast áður kemur hann bara með tómar rangfærslur og er að reyna að bera þær á borð fyrir fólk,“ sagði Þorsteinn en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í klippunni neðst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00