Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2019 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019 - 2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. vísir/vilhelm Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Ríkið mun styrkja uppbyggingu innviða og önnur verkefni á 130 fjölförnum stöðum á landinu á næstu þremur árum og að auki setja 1,3 milljarða til landvörslu. Markmiðið er halda áfram uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingu ferðamannastaða. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu í morgun úthlutun vegna Landsáætlunar um uppbyggingu innviða fyrir árin 2019-2021 og úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir 2019. Verkefni á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið hljóta styrki upp á 3,5 milljarða á næstu þremur árum og 1,3 milljarðar að auki fara sérstaklega til landvörslu. Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. „Það eru náttúrlega verkefni á stöðum innan þjóðgarðanna sem eru talsvert stór. Bæði Þingvallaþjóðgarðs, Snæfellsjökulsþjóðgarðs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Síðan eru svæði eins og Gullfoss og Geysir og önnur svæði sem eru mjög fjölsótt sem eru að fá talsverðar upphæðir á næstu þremur árum,” segir Guðmundur Ingi.Frá Gullfossi.Vísir/VilhelmAllt frá salernum til göngu- hjóla- og reiðstíga Verkefnin séu margvísleg eins og til dæmis að leggja stíga til að verja staði fyrir ágangi ferðamanna eða bygging salernishúsa. Þá verði unnið í ákveðnum gönguleiðum eins og Laugarvegi frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk og í nýrri hjóla- og reiðleið frá Ásbyrgi að Dettifossi. Verkefnin dreifist um allt land. Sums staðar sé um hreinar björgunaraðgerðir að ræða á svæðum sem farið hafi illa vegna ágangs. „Það eru algerlega þannig verkefni. Það er hægt að nefna sem dæmi Látrabjarg, Fjaðrárgljúfur. Einnig gjána inn í Þjórsárdal og miklu fleiri verkefni þar sem einmitt er verið að bregðast við bráðavanda,” segir umhverfisráðherra. Nú séu að verða vatnaskil í þessum málum og hægt að horfa bjartari augum til framtíðar. „Með því að koma þessu fjármagni núna í vinnu erum við að horfa til þess að á næstu árum verði náttúruperlurnar okkar í fyrsta lagi betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum. Í öðru lagi erum við líka að setja fjármagn í að hönnun þessarra innviða sé með þeim hætti að það hafi sem minnst neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna af náttúrunni. Í þriðja lagi erum við líka að bæta í landvörslu. Sem skiptir miklu máli við að stýra umferð á þessum svæðum. Skiptir máli þegar kemur að jákvæðri upplifun ferðamanna vegan fræðslu og upplýsingagjafar og þar fram eftir götunum,” segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir 3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
3,5 milljarðar til 130 ferðamannastaða Alls verður 3,5 milljörðum króna úthlutað úr ríkissjóði til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 ferðamannastaða á næstu þremur árum. 27. mars 2019 11:03