Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2019 21:30 Húnavallaleið styttir leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar um 14 kílómetra. Grafík/Google Earth/Tótla. Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun en undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. Ráðamenn á Blönduósi leggjast hins vegar eindregið gegn málinu, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2. Áhugamenn um Húnavallaleið segja þessa fjórtán kílómetra styttingu eina arðsömustu vegagerð sem ráðast megi í hérlendis. Þeir hafa sent erindi til Alþingis í nafni Samgöngufélagsins og undirskriftasöfnun lýkur þann 1. apríl. Á Blönduósi er andstaða gegn styttingu hringvegarins framhjá bænum.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar.Stöð 2/Einar Árnason. „Ég hef nú sagt að þetta er rangur misskilningur að mörgu leyti. Af því að ef þjóðvegurinn ætti að vera bara stysta leið frá A til B þá væri hann ekkert að standa undir nafni. Auðvitað er þjóðvegur að fara fyrir alla landsmenn svona í gegnum helstu þéttbýliskjarna. Og hann hefur verið hérna frá fornu fari,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Ætla mætti að einhverjum íbúum þætti kannski gott að losna við umferðarþungann, eins og þeim á Heilbrigðisstofnuninni, sem er við Blöndubrú við hliðina á veginum. Væri þá ekki betra að færa þjóðveginn út í sveit? „Nei, við skulum ekki færa hann. Þá verðum við svolítið afskipt sko. Þá náttúrulega líka missum við störf. Hér er þjónusta, þjónustustörf,“ segir Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Blönduósi.Ásdís Arinbjörnsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að það sé nú sjálfkrafa komin ný lausn á þessu með nýjum Þverárfjallsvegi yfir til Sauðárkróks og þaðan mögulega með gangnagerð yfir til Eyjafjarðarsvæðis. Tengja saman Eyjafjarðarsvæðið og Skagafjörðinn og með betri tengingu hérna á milli Blönduóss og Skagafjarðar. Þá dettur þessi umræða um sjálft sig,“ segir Valdimar sveitarstjóri. Jónas Guðmundsson, forsvarsmaður Samgöngufélagsins, hefur sagt slík göng ekki raunhæf vegna óheyrilegs kostnaðar og fjarlægan draum sem ekki eigi erindi í umræðu dagsins. Hann telur árlegan sparnað samfélagsins með Húnavallaleið ekki undir 500 milljónum króna. Frá Blönduósi. Íbúar óttast að störf tapist verði hringvegurinn lagður framhjá bænum.Stöð 2/Einar Árnason.Aðrir hagsmunir eru á Blönduósi. „Ef þjóðvegurinn færi ekki hér í gegn þá myndi fólk ekki koma hér í sund eða koma við á veitingastöðunum eða í búðinni. Það skiptir máli fyrir svona samfélag að hafa þjóðbraut hér í gegn, sko,“ segir Ásdís. „Þannig að: Nei, við viljum ekki færa hann,“ segir hún og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húnavatnshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00 Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Hætt við styttingu hringvegar Innanríkisráðherra hefur fallist á sjónarmið sveitarfélaga sem lagst hafa gegn hugmyndum um styttingu hringvegarins. Blönduós og Varmahlíð verða áfram við hringveginn. Vegamálastjóri sendi bréf í vikunni. 19. apríl 2012 11:00
Blönduóssbúar gegn styttingu hringvegar Eindregin andstaða kom fram á íbúafundi á Blönduósi í gærkvöldi gegn ósk Vegagerðarinnar um að stytta hringveginn framhjá bænum. Bæjarstjórnin tekur málið fyrir í næstu viku en ljóst þykir að enginn bæjarfulltrúi styður málið. 3. febrúar 2010 12:06