Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 10:07 Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi eftir að WOW air hætti starfsemi að fullu. Vísir/Vilhelm Ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar hafa fundað í allan morgun vegna stöðunnar sem upp er komin og búið sé að mynda viðbragðsteymi vegna þessara fregna. Hún segir helsta forgangsmál Vinnumálastofnunar að þjónusta það starfsfólk sem hafi misst vinnuna vegna þessa. Hún segir Vinnumálastofnun hafa upplýsingar um að 1.100 manns hafi starfað hjá WOW air. Síðan sé óljóst hversu margir til viðbótar muni vinna vissa vinnuna sem störfuðu hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu WOW Air. Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynning um hópuppsögn frá WOW air en Unnur segist vita til þess að starfsmenn WOW séu á fundi með stjórnendum fyrirtækisins.Vinnumálastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessara fregna: Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar. Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist. Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.Allar upplýsingar er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú. Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum. Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar hafa fundað í allan morgun vegna stöðunnar sem upp er komin og búið sé að mynda viðbragðsteymi vegna þessara fregna. Hún segir helsta forgangsmál Vinnumálastofnunar að þjónusta það starfsfólk sem hafi misst vinnuna vegna þessa. Hún segir Vinnumálastofnun hafa upplýsingar um að 1.100 manns hafi starfað hjá WOW air. Síðan sé óljóst hversu margir til viðbótar muni vinna vissa vinnuna sem störfuðu hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu WOW Air. Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynning um hópuppsögn frá WOW air en Unnur segist vita til þess að starfsmenn WOW séu á fundi með stjórnendum fyrirtækisins.Vinnumálastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessara fregna: Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar. Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist. Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.Allar upplýsingar er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú. Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum. Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira