Hugur ráðherra hjá starfsfólki WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 12:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira