Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 22-19 | Mosfellingar misstu dampinn á lokamínútunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. mars 2019 18:45 Haukar fagna sigrinum í dag. vísir/bára Afturelding þarf að bíða enn lengur eftir næsta sigurleik í Olísdeild karla en liðið hefur ekki unnið leik í henni síðan 10. febrúar. Í dag tapðaði liðið fyrir meistaraefnunum í Haukum í Hafnarfirði með þriggja marka mun. Lengi vel stefndi í öruggan sigur Hauka, sem komust í sex marka forystu snemma í síðari hálfleik. En eftir að Pálmar Pétursson kom inn á og varði vítakast á 35. mínútu snerist leikurinn algerlega við og Afturelding skoraði sjö mörk á næstu tíu mínútum leiksins. Mosfellingar náðu að jafna metin þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka en þá skoruðu Haukar tvö mörk í röð. Þrátt fyrir að hafa fengið mörg tækifæri til að koma sér aftur almennilega inn í leikinn tókst það ekki og Haukar fögnuðu að lokum þriggja marka sigri. Leikurinn var þó hnífjafn fram á síðustu stundu en Afturelding hefði getað jafnað metin þegar rúm mínúta var til leiksloka. En Grétar Ari Guðjónsson varði skot Júlísar Þóris Stefánssonar og Haukar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins.Af hverju unnu Haukar? Á góðum varnarleik og ekki síst frábærri markvörslu Grétars Ara. Haukar héldu heimamönnum í sex mörkum á fyrstu 26 mínútum leiksins sem lagði grunninn að sigrinum. Mosfellingar fengu þó færi í fyrri hálfleik en nýttu þau illa, ekki síst þar sem Grétar Ari var í miklu stuði í dag.Hverjir stóðu upp úr? Markverðirnir báðir. Grétar Ari sem fyrr segir átti frábæran leik en Arnór Freyr Stefánsson átti ekki mikið síðri dag. Hann hélt sínum mönnum á floti í fyrri hálfleik þegar allt gekk hjá afturfótunum hjá gestunum.Hvað gekk illa? Afturelding var allt of lengi í gang í þessum leik. Mosfellingar sýndu eins og svo oft áður hversu öflugir þeir geta verið en sá kafli var of stuttur í dag. Þetta hefur oft staðið tæpt hjá Aftureldingu í vetur en það var tækifæri til staðar fyrir Mosfellinga í dag sem þeir nýttu sér ekki.Hvað gerist næst? Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með jafntefli eða sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag. Á sama tíma tekur Afturelding á móti Fram í leik sem Mosfellingar þurfa nauðsynlega að vinna.Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/BáraGunnar: Mjög erfitt í dag Gunnari Magnússyni, þjálfari Hauka, var létt eftir sigur Hauka gegn Aftureldingu en boðið var upp á spennandi lokamínútur í dag. „Við vorum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Afturelding spilaði frábæra vörn og Arnór í markinu varði mjög vel, sem dró úr okkur tennurnar. Þetta var mjög erfitt og þeir öflugir í dag,“ sagði Gunnar. „En við vorum stórkostlegir hinum megin á vellinum, fengum bara nítján mörk á okkur og það lagði grunninn að þessum sigri hjá okkur - vörn og markvarsla.“ Gunnar hefði kosið að stinga Aftureldingu af þegar tækifæri gafst til þess. „Ég hefði viljað nýta þessi færi sem við fengum betur en Arnór tók þetta allt saman. Engu að síður er ég ánægður með karakterinn hjá strákunum, sérstaklega síðustu 5-10 mínútur leiksins þegar þeir kláruðu leikinn.“ Haukar eru einu stigi frá deildarmeistaratitlinum og geta því tryggt sér titilinn í næstu umferð. „Við eigum erfitt verkefni í Eyjum og það verður gaman að takast á við það.“Grétar Ari spilaði frábærlega í dag.Vísir/BáraGrétar Ari: Reiknuðum með sveiflukenndum leik Grétar Ari Guðjónsson varði vel í marki Haukanna í dag og frammistaða hans í fyrri hálfleik lagði að stórum hluta grunninn að sigri hans manna. „Við vissum vel að Afturelding myndi spila vel í dag. Þeir eiga alltaf sína bestu leiki hér. Við reiknuðum með sveiflukenndum leik og þetta fór nokkurn veginn eins og við bjuggumst við,“ sagði markvörðurinn sem átti frábæran dag. „Ég er sáttur. Vörnin var góð og við héldum okkar mjög vel í fyrri hálfleik og stóran hluta seinni hálfleiks, þó svo að þetta hafi aðeins dottið niður hjá okkur snemma í þeim síðari. Við eigum til að gera það þegar við erum að vinna.“ Grétar Ari getur ekki bent á hvað nákvæmlega gekk vel þegar Haukar spiluðu sem besti í fyrri hálfleik. „Ég þarf að horfa á þetta aftur og svara þessu þá. Ég sé meira að segja mjög lítið hvað vörnin er að gera, ég er bara að hugsa um aðra hluti,“ sagði Grétar hreinskilinn. Haukar hafa nú unnið átta leiki í röð og eru á mikilli siglingu. „Ég sagði við sjálfan mig fyrir tímabilið að við myndum ekki tapa leik. Svo töpum við fyrsta leik með ellefu mörkum. Maður veit aldrei neitt í þessu og það getur allt gerst enn.“Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar.Vísir/BáraEinar Andri: Getur allt gerst í úrslitakeppninni Þrátt fyrir vonbrigði dagsins telur Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, að hans menn séu á ágætri leið. „Mér fannst við meðvitundarlausir í fyrri hálfleik en Arnór hélt okkur á floti með markvörslu sinni. Við fórum vel yfir þetta og spiluðum frábæran seinni hálfleik, sérstaklega á 20 mínútna kafla,“ sagði Einar Andri. „En það var því miður ekki nóg.“ Einar Andri segir að hans menn þurfi að spila vel í 60 mínútur gegn öllum liðum til að vinna leiki, ekki síst Hauka á Ásvöllum. „Annan leikinn í röð lendum við í því að klúðra mörgum dauðafærum í upphafi leiks sem dregur úr okkur tennurnar. Við vorum bara ekki klárir í slaginn í fyrri hálfleik, hverju sem um er að kenna,“ sagði hann. Afturelding hefur ekki unnið leik síðan snemma í febrúar en Einar Andri vonar að það sé ekki að setjast á sálina hjá hans mönnum. „Við erum nýbúnir að gera jafntefli við Val og FH. Þetta er allt í okkar höndum og við þurfum helst að ná í 2-4 stig til að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina. Mér finnst vera stutt í þetta hjá okkur en það er líka margt sem við þurfum að laga.“ Einar Andri neitar því ekki að tímabilið hafi verið erfitt, mörg stig hafi farið í súginn í jöfnum leikjum. „Það á líka að gefa okkur sjálfstraust, okkur hefur gengið vel með bestu liðin. Við höfum spilað góða leiki og getan er til staðar. Við þurfum bara að koma okkur í úrslitakeppnina og ég tel að það getur allt gerst þar.“ Olís-deild karla
Afturelding þarf að bíða enn lengur eftir næsta sigurleik í Olísdeild karla en liðið hefur ekki unnið leik í henni síðan 10. febrúar. Í dag tapðaði liðið fyrir meistaraefnunum í Haukum í Hafnarfirði með þriggja marka mun. Lengi vel stefndi í öruggan sigur Hauka, sem komust í sex marka forystu snemma í síðari hálfleik. En eftir að Pálmar Pétursson kom inn á og varði vítakast á 35. mínútu snerist leikurinn algerlega við og Afturelding skoraði sjö mörk á næstu tíu mínútum leiksins. Mosfellingar náðu að jafna metin þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka en þá skoruðu Haukar tvö mörk í röð. Þrátt fyrir að hafa fengið mörg tækifæri til að koma sér aftur almennilega inn í leikinn tókst það ekki og Haukar fögnuðu að lokum þriggja marka sigri. Leikurinn var þó hnífjafn fram á síðustu stundu en Afturelding hefði getað jafnað metin þegar rúm mínúta var til leiksloka. En Grétar Ari Guðjónsson varði skot Júlísar Þóris Stefánssonar og Haukar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins.Af hverju unnu Haukar? Á góðum varnarleik og ekki síst frábærri markvörslu Grétars Ara. Haukar héldu heimamönnum í sex mörkum á fyrstu 26 mínútum leiksins sem lagði grunninn að sigrinum. Mosfellingar fengu þó færi í fyrri hálfleik en nýttu þau illa, ekki síst þar sem Grétar Ari var í miklu stuði í dag.Hverjir stóðu upp úr? Markverðirnir báðir. Grétar Ari sem fyrr segir átti frábæran leik en Arnór Freyr Stefánsson átti ekki mikið síðri dag. Hann hélt sínum mönnum á floti í fyrri hálfleik þegar allt gekk hjá afturfótunum hjá gestunum.Hvað gekk illa? Afturelding var allt of lengi í gang í þessum leik. Mosfellingar sýndu eins og svo oft áður hversu öflugir þeir geta verið en sá kafli var of stuttur í dag. Þetta hefur oft staðið tæpt hjá Aftureldingu í vetur en það var tækifæri til staðar fyrir Mosfellinga í dag sem þeir nýttu sér ekki.Hvað gerist næst? Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með jafntefli eða sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag. Á sama tíma tekur Afturelding á móti Fram í leik sem Mosfellingar þurfa nauðsynlega að vinna.Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka.Vísir/BáraGunnar: Mjög erfitt í dag Gunnari Magnússyni, þjálfari Hauka, var létt eftir sigur Hauka gegn Aftureldingu en boðið var upp á spennandi lokamínútur í dag. „Við vorum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Afturelding spilaði frábæra vörn og Arnór í markinu varði mjög vel, sem dró úr okkur tennurnar. Þetta var mjög erfitt og þeir öflugir í dag,“ sagði Gunnar. „En við vorum stórkostlegir hinum megin á vellinum, fengum bara nítján mörk á okkur og það lagði grunninn að þessum sigri hjá okkur - vörn og markvarsla.“ Gunnar hefði kosið að stinga Aftureldingu af þegar tækifæri gafst til þess. „Ég hefði viljað nýta þessi færi sem við fengum betur en Arnór tók þetta allt saman. Engu að síður er ég ánægður með karakterinn hjá strákunum, sérstaklega síðustu 5-10 mínútur leiksins þegar þeir kláruðu leikinn.“ Haukar eru einu stigi frá deildarmeistaratitlinum og geta því tryggt sér titilinn í næstu umferð. „Við eigum erfitt verkefni í Eyjum og það verður gaman að takast á við það.“Grétar Ari spilaði frábærlega í dag.Vísir/BáraGrétar Ari: Reiknuðum með sveiflukenndum leik Grétar Ari Guðjónsson varði vel í marki Haukanna í dag og frammistaða hans í fyrri hálfleik lagði að stórum hluta grunninn að sigri hans manna. „Við vissum vel að Afturelding myndi spila vel í dag. Þeir eiga alltaf sína bestu leiki hér. Við reiknuðum með sveiflukenndum leik og þetta fór nokkurn veginn eins og við bjuggumst við,“ sagði markvörðurinn sem átti frábæran dag. „Ég er sáttur. Vörnin var góð og við héldum okkar mjög vel í fyrri hálfleik og stóran hluta seinni hálfleiks, þó svo að þetta hafi aðeins dottið niður hjá okkur snemma í þeim síðari. Við eigum til að gera það þegar við erum að vinna.“ Grétar Ari getur ekki bent á hvað nákvæmlega gekk vel þegar Haukar spiluðu sem besti í fyrri hálfleik. „Ég þarf að horfa á þetta aftur og svara þessu þá. Ég sé meira að segja mjög lítið hvað vörnin er að gera, ég er bara að hugsa um aðra hluti,“ sagði Grétar hreinskilinn. Haukar hafa nú unnið átta leiki í röð og eru á mikilli siglingu. „Ég sagði við sjálfan mig fyrir tímabilið að við myndum ekki tapa leik. Svo töpum við fyrsta leik með ellefu mörkum. Maður veit aldrei neitt í þessu og það getur allt gerst enn.“Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar.Vísir/BáraEinar Andri: Getur allt gerst í úrslitakeppninni Þrátt fyrir vonbrigði dagsins telur Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, að hans menn séu á ágætri leið. „Mér fannst við meðvitundarlausir í fyrri hálfleik en Arnór hélt okkur á floti með markvörslu sinni. Við fórum vel yfir þetta og spiluðum frábæran seinni hálfleik, sérstaklega á 20 mínútna kafla,“ sagði Einar Andri. „En það var því miður ekki nóg.“ Einar Andri segir að hans menn þurfi að spila vel í 60 mínútur gegn öllum liðum til að vinna leiki, ekki síst Hauka á Ásvöllum. „Annan leikinn í röð lendum við í því að klúðra mörgum dauðafærum í upphafi leiks sem dregur úr okkur tennurnar. Við vorum bara ekki klárir í slaginn í fyrri hálfleik, hverju sem um er að kenna,“ sagði hann. Afturelding hefur ekki unnið leik síðan snemma í febrúar en Einar Andri vonar að það sé ekki að setjast á sálina hjá hans mönnum. „Við erum nýbúnir að gera jafntefli við Val og FH. Þetta er allt í okkar höndum og við þurfum helst að ná í 2-4 stig til að tryggja okkur inn í úrslitakeppnina. Mér finnst vera stutt í þetta hjá okkur en það er líka margt sem við þurfum að laga.“ Einar Andri neitar því ekki að tímabilið hafi verið erfitt, mörg stig hafi farið í súginn í jöfnum leikjum. „Það á líka að gefa okkur sjálfstraust, okkur hefur gengið vel með bestu liðin. Við höfum spilað góða leiki og getan er til staðar. Við þurfum bara að koma okkur í úrslitakeppnina og ég tel að það getur allt gerst þar.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti