Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2019 20:00 Vinnumálastofnun. Vísir/Vilhelm Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina, en félagsmálaráðherra segir að það sé meðal annars hugsað til að koma í veg fyrir flöskuhálsa. 315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Um helmingur starfsemi flugafgreiðsluþjónustu Airport Associates snéri að verkefnum tengdum WOW air og því varð ljóst strax í gær að gera þyrfti miklar breytingar en um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu. „Það eru 315 sem eru að fá uppsagnarbréf og stór hluti af því fólki fær boð um eitthvað annað,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates. „Við erum að segja upp stórum hluta, við þurfum að breyta vöktum og jafnvel að breyta starfshlutfalli. Við erum að reyna að milda þetta högg með því að halda fleirum í vinnu sem þýðir það að starfshlutfall hjá einhverjum gæti skerst.“ Ljóst er að brotthvarf WOW air hafa gríðarleg áhrif á samfélagið á Suðurnesjum en ætla má að um sex til sjö hundruð störf séu húfi á svæðinu. „Dagurinn í dag og dagurinn í gær eru svona hluti af einhverju sorgarferli. Augljóslega þá erum við ekki bara með okkar fólk sem er í hálfgerðu sjokki heldur er líka fullt af fólki sem er að missa vinnuna í kringum okkur. Við vorum búin að vinna lengi með WOW og starfsfólki WOW og ég held að allir þekki einhvern, og sérstaklega hérna á þessu svæði á Suðurnesjum, þá kemur þetta við flestar fjölskyldur. Það er einhver í fjölskyldunni sem er tengdur einhverjum sem er að missa vinnuna.“Umsóknum um atvinnuleysisbætur fjölgar ört Fleiri hópuppsagnir hafa verið í dag en til dæmis sagði Byggingafélag Gylfa og Gunnars upp 40 starfsmönnum og líklegt þykir að fleiri fyrirtæki grípi til uppsagna. Frá því í gærmorgun og til klukkan fjögur í dag höfðu 679 sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun, þar af 554 sem störfuðu hjá WOW air. Talan fer ört hækkandi. „Við höfum bent fólki á að fara bara inn á heimasíðu Vinnumálastofnunar og sækja um þar, það er einfaldast,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fundaði í dag með fulltrúum verkalýðsfélaga, Vinnumálastofnunar og sveitarfélaganna á Suðurnesjum í dag en félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið veita Vinnumálastofnun 80 milljónir í tímabundið framlag og þar af fara 15 milljónir til þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. „Við höfum aldrei á einum degi séð eins margar umsóknir um atvinnuleysisbætur á einum degi heldur eins og var í gær, eðli málsins samkvæmt,“ segir Ásmundur. Fjármagnið sé hugsað til þess að styrkja þjónustuskrifstofur stofnunarinnar til að koma í veg fyrir flöskuhálsa.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Sjá meira
Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Gera síðan kröfu í ábyrgðarsjóð launa. 29. mars 2019 15:57
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00