„Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ í nýrri herferð Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 10:30 Lieke Martens í leik með Barcelona. Vísir/Getty Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Barcelona sendu frá sér myndband í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á dögunum en Lionel Messi og félagar eru ekki eina fótboltalið FC Barcelona. Myndbandið frá Barcelona Femení kemur með nýtt sjónarhorn í umræðuna um jafnrétti kynjanna í fótboltaheiminum og á við á Spáni alveg eins og hér á Íslandi. Fyrsta yfirlýsingin í auglýsingunni stuðar kannski einhverja því hún er „Fótbolti er ekki fyrir stelpur“ en þú þarf ekki að horfa mikið lengur til að skilja skilaboðin frá stelpunum í Barcelona. „Fótbolti er ekki fyrir stelpur og fótbolti er ekki fyrir stráka. Fótbolti er fyrir fótboltafólk,“ segir meðal annars í myndbandinu. Myndbandið gengur annars út á það að leikmenn Barcelona liðsins tala um að það eigi ekki að kynkenna fótboltann. Fótboltaleikur kvenna er þannig bara fótboltaleikur, kvenkyns fótboltamaður er bara fótboltamaður, skot er bara skot og tækling er bara tækling hvort sem það gerist í karla- eða kvennaleik. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er enska landsliðskonan Toni Duggan sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2017. Þar má líka sjá hollensku landsliðskonuna Lieke Martens, sem var kosin besti í heimi fyrir árið 2017 og kom til Barcelona í júlí 2017. Barcelona liðið er í harðri baráttu við Atletico Madrid en Barca-stelpurnar eru eins og er í öðru sætinu. Þær hafa lent í öðru sæti undanfarin þrjú tímabil eftir að hafa orðið spænskir meistarar fjögur ár í röð frá 2012 til 2015. Átakið notar myllumerkið #WeAreFootballers og heitir „Football is for footballers“ á ensku en á spænsku og katalónísku er nafnið „El fútbol es para futbolistas“ og „El futbol és per a futbolistes“. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan af Instagram síðu Barcelona. View this post on InstagramFootball is for all..... #IWD @fcbfemeni A post shared by Toni Duggan (@toniduggan) on Mar 8, 2019 at 9:37am PST
Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira