Ætla að styðja við bakið á gamla Liverpool manninum eftir baulið um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 16:30 Philippe Coutinho. Vísir/Getty Philippe Coutinho hefur upplifað skemmtilegri tíma á sínum fótboltaferli en í leik Barcelona og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Barcelona vann leikinn 3-1 en áhorfendur á Nývangi bauluðu á Brasilíumanninn og hann var á endanum tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.Concern from teammates. Lacking confidence. Looking lost in front of goal. Things aren't going well for Coutinho at @FCBarcelona.https://t.co/UeagxWWBonpic.twitter.com/mFxEV23AgW — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 10, 2019Philippe Coutinho hefur „aðeins“ skorað þrjú mörk síðan í október og það er ekki mikið fyrir mann sem Barcelona gæti á endanum þurft að borga 142 milljónir punda fyrir. Coutinho var frábær með Liverpool liðinu en hefur gengið frekar illa að fóta sig meðal stórstjarnanna í Barcelona. Hann er 26 ára gamall og ætti því að vera detta inn í sín bestu ár sem knattspyrnumaður. Stuðningsmenn Barcelona sýna hins vegar engan miskunn og það er erfitt að spila við hlið snillinga eins og Lionel Messi sem skekkja mat flestra á því hvað sé góður fótboltamaður. Lionel Messi hefur komið að 53 mörkum Barcelona á leiktíðinni (34 mörk og 19 stoðsendingar) eða 40 mörkum fleiri en Philippe Coutinho.Piqué sale en defensa de Coutinho tras los pitos que recibió el brasileno en el Camp Nou https://t.co/oEIePYkFbo#BarçaRayo — MARCA (@marca) March 10, 2019„Við verðum að sætta okkur við viðbrögð stuðningsmannanna en við verðum að styðja við bakið á honum innan liðsins,“ sagði Gerard Pique. „Þetta er búið að vera gott tímabil hjá Philippe,“ sagði Pique í viðtalinu við Marca. „Augljóslega kostaði hann félagið mjög mikinn pening og það eru því mun meiri væntingar. Svona er þetta bara,“ sagði Pique. „Við þurfum á honum að halda í sínu besta formi á lokakaflanum og ég er viss um að hann verður í því,“ sagði Pique. Philippe Coutinho hefur spilað 39 leiki í öllum keppnum og er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í þeim. Hann síðasta deildarmark kom aftur á móti í lok október og hann hefur ekki átt þátt í deildarmarki síðan 13. janúar. Stoðsending hans á Luis Suárez á móti Eivar 13. janúar er eina markið sem þessi sóknarmaður hefur komið að í spænsku deildinni í síðustu fimmtán leikjum sínum með Börsungum. Coutinho kom að 13 mörkum (7 mörk og 6 stoðsendingar) í 14 deildarleikjum með Liverpool 2017-18 og tímabilið á undan var hann með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.EL PUFO "Un día más en la oficina para Coutinho. Otro partido decepcionante, intrascendente. Si Valverde recupera al brasileno para esta temporada será casi un milagro" https://t.co/UBzOkUVS57pic.twitter.com/jCvankKdNf — MARCA (@marca) March 9, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Philippe Coutinho hefur upplifað skemmtilegri tíma á sínum fótboltaferli en í leik Barcelona og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Barcelona vann leikinn 3-1 en áhorfendur á Nývangi bauluðu á Brasilíumanninn og hann var á endanum tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.Concern from teammates. Lacking confidence. Looking lost in front of goal. Things aren't going well for Coutinho at @FCBarcelona.https://t.co/UeagxWWBonpic.twitter.com/mFxEV23AgW — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 10, 2019Philippe Coutinho hefur „aðeins“ skorað þrjú mörk síðan í október og það er ekki mikið fyrir mann sem Barcelona gæti á endanum þurft að borga 142 milljónir punda fyrir. Coutinho var frábær með Liverpool liðinu en hefur gengið frekar illa að fóta sig meðal stórstjarnanna í Barcelona. Hann er 26 ára gamall og ætti því að vera detta inn í sín bestu ár sem knattspyrnumaður. Stuðningsmenn Barcelona sýna hins vegar engan miskunn og það er erfitt að spila við hlið snillinga eins og Lionel Messi sem skekkja mat flestra á því hvað sé góður fótboltamaður. Lionel Messi hefur komið að 53 mörkum Barcelona á leiktíðinni (34 mörk og 19 stoðsendingar) eða 40 mörkum fleiri en Philippe Coutinho.Piqué sale en defensa de Coutinho tras los pitos que recibió el brasileno en el Camp Nou https://t.co/oEIePYkFbo#BarçaRayo — MARCA (@marca) March 10, 2019„Við verðum að sætta okkur við viðbrögð stuðningsmannanna en við verðum að styðja við bakið á honum innan liðsins,“ sagði Gerard Pique. „Þetta er búið að vera gott tímabil hjá Philippe,“ sagði Pique í viðtalinu við Marca. „Augljóslega kostaði hann félagið mjög mikinn pening og það eru því mun meiri væntingar. Svona er þetta bara,“ sagði Pique. „Við þurfum á honum að halda í sínu besta formi á lokakaflanum og ég er viss um að hann verður í því,“ sagði Pique. Philippe Coutinho hefur spilað 39 leiki í öllum keppnum og er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í þeim. Hann síðasta deildarmark kom aftur á móti í lok október og hann hefur ekki átt þátt í deildarmarki síðan 13. janúar. Stoðsending hans á Luis Suárez á móti Eivar 13. janúar er eina markið sem þessi sóknarmaður hefur komið að í spænsku deildinni í síðustu fimmtán leikjum sínum með Börsungum. Coutinho kom að 13 mörkum (7 mörk og 6 stoðsendingar) í 14 deildarleikjum með Liverpool 2017-18 og tímabilið á undan var hann með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.EL PUFO "Un día más en la oficina para Coutinho. Otro partido decepcionante, intrascendente. Si Valverde recupera al brasileno para esta temporada será casi un milagro" https://t.co/UBzOkUVS57pic.twitter.com/jCvankKdNf — MARCA (@marca) March 9, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira