Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 19:45 Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira