Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Ari Brynjólfsson skrifar 12. mars 2019 08:00 Efling hóf verkfallsaðgerðir á föstudaginn með verkfalli þerna á hótelum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. Aðgerðirnar fara svo stigvaxandi út apríl. Samtök atvinnulífsins hafa kært aðgerðirnar, sérstaklega vinnutruflanir sem ganga út á að takmarka vinnu á vinnutíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kæru ekki koma á óvart. „Við erum algjörlega til í þann slag. Það er margt í sambandi við verkfallsboðanir þar sem eru ekki fordæmi fyrir hendi og það er sjálfsagt að fá úr því skorið.“ Aðgerðirnar snúa að hópbifreiðafyrirtækjum og ýmsum hótelum á höfuðborgarsvæðinu og í kring. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir boðaðar verkfallsaðgerðir þegar hafa valdið skaða. „Það má ætla að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna á dag.“ Jóhannes segir svigrúmið lítið til launahækkana hjá ferðaþjónustunni. „Ástæða þess að meðallaun eru lægri í ferðaþjónustu en sumum öðrum greinum er meðal annars sú að greinin krefst margra handa, það er að segja, fleiri eru á lægri töxtum, og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru langflest lítil og stjórnendur og eigendur þeirra taka því ekki jafn há laun og í samanburðarstörfum.“ Viðar segist hafa sterklega á tilfinningunni að boðaðar verkfallsaðgerðir skapi hvata til þess að gera boðlegan kjarasamning. Jóhannes telur að aðgerðirnar valdi nú þegar miklum þrýstingi. „Ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá liggur beint við að farið verður í hagræðingaraðgerðir, það þýðir uppsagnir og færri störf,“ segir Jóhannes. Viðar segir boðaðar verkfallsaðgerðir skipulagðar þannig að hámarksáhrif komi ekki fram strax. „Menn hafa nú ráðrúm til að koma með tilboð áður en það kemur til hámarksáhrifa,“ segir Viðar Þorsteinsson. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. Aðgerðirnar fara svo stigvaxandi út apríl. Samtök atvinnulífsins hafa kært aðgerðirnar, sérstaklega vinnutruflanir sem ganga út á að takmarka vinnu á vinnutíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kæru ekki koma á óvart. „Við erum algjörlega til í þann slag. Það er margt í sambandi við verkfallsboðanir þar sem eru ekki fordæmi fyrir hendi og það er sjálfsagt að fá úr því skorið.“ Aðgerðirnar snúa að hópbifreiðafyrirtækjum og ýmsum hótelum á höfuðborgarsvæðinu og í kring. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, segir boðaðar verkfallsaðgerðir þegar hafa valdið skaða. „Það má ætla að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna króna á dag.“ Jóhannes segir svigrúmið lítið til launahækkana hjá ferðaþjónustunni. „Ástæða þess að meðallaun eru lægri í ferðaþjónustu en sumum öðrum greinum er meðal annars sú að greinin krefst margra handa, það er að segja, fleiri eru á lægri töxtum, og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru langflest lítil og stjórnendur og eigendur þeirra taka því ekki jafn há laun og í samanburðarstörfum.“ Viðar segist hafa sterklega á tilfinningunni að boðaðar verkfallsaðgerðir skapi hvata til þess að gera boðlegan kjarasamning. Jóhannes telur að aðgerðirnar valdi nú þegar miklum þrýstingi. „Ef fallist verður á ýtrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar þá liggur beint við að farið verður í hagræðingaraðgerðir, það þýðir uppsagnir og færri störf,“ segir Jóhannes. Viðar segir boðaðar verkfallsaðgerðir skipulagðar þannig að hámarksáhrif komi ekki fram strax. „Menn hafa nú ráðrúm til að koma með tilboð áður en það kemur til hámarksáhrifa,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira