Önnur lægð á leiðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2019 07:31 Næsta lægð er heldur grynnri en sú sem gengur nú yfir landið. Vísir/Hanna Djúpa lægðin sem olli ofsaveðri í gær er enn skammt suður af landinu og á leiðinni suðaustur á bóginn. Lægir í kvöld en svo er von á annarri lægð, þó heldur grynnri. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Þær gilda fram undir hádegi á Suður-, Suðausturlandi og Breiðafirði en fram eftir degi og inn í kvöldið á Austurlandi, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum. Verulega hefur dregið úr vindi síðan í gær, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en vegna lægðarinnar ríkir hvöss norðaustanátt í morgunsárið og sums staðar stormur eða rok. Víða verður snjókoma eða slydda fyrir norðan og austan og rigning við sjávarsíðuna, annars þurrt að kalla, en dregur síðan smám saman úr vindi og úrkomu. Eftir miðnætti verður áðurnefnd lægð svo úr sögunni og lægir þá víðast hvar og rofar til. Íslendingar eiga þó von á annarri lægð, þó ekki jafn ofsafenginni og þeirri sem nú gengur yfir landið. „Önnur lægð, heldur grynnri, er í farvatninu og fer hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land. Lægðin veldur því að snýst í austan- og suðaustankalda með slyddu eða rigningu sunnan og austan til á morgun. Hægari vindar fyrir norðan og austan og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Vegir á Suðurlandi enn þá lokaðir Vegurinn milli Jökulsárlóns og Lómagnúps var enn lokaður skömmu eftir klukkan sjö í morgun og sömu sögu var að segja um veginn milli Hvolsvallar og Víkur, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Vopnafjarðarheiði. Þá er ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Annars er greiðfært á flestum stöðum á landinu en víða er hálka eða hálkublettir á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Austan- og suðaustan 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum S- og V-lands, hvassast við ströndina, annars skýjað en él austast. Hiti 0 til 4 stig S-til, en annars kringum frostmark. Á fimmtudag:Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Dálítil slydda eða snjókoma á V-landi, rigning með S-ströndinni, en annars úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig, en vægt frost NA-til. Á föstudag:Austlægar áttir og slydda eða rigning syðst, en dálítil él í öðrum landshlutum. Hiti kringum frostmark. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum á víð og dreif og fremur svalt veður. Á mánudag:Líklega vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt fyrir norðan. Veður Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Djúpa lægðin sem olli ofsaveðri í gær er enn skammt suður af landinu og á leiðinni suðaustur á bóginn. Lægir í kvöld en svo er von á annarri lægð, þó heldur grynnri. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Þær gilda fram undir hádegi á Suður-, Suðausturlandi og Breiðafirði en fram eftir degi og inn í kvöldið á Austurlandi, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum. Verulega hefur dregið úr vindi síðan í gær, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en vegna lægðarinnar ríkir hvöss norðaustanátt í morgunsárið og sums staðar stormur eða rok. Víða verður snjókoma eða slydda fyrir norðan og austan og rigning við sjávarsíðuna, annars þurrt að kalla, en dregur síðan smám saman úr vindi og úrkomu. Eftir miðnætti verður áðurnefnd lægð svo úr sögunni og lægir þá víðast hvar og rofar til. Íslendingar eiga þó von á annarri lægð, þó ekki jafn ofsafenginni og þeirri sem nú gengur yfir landið. „Önnur lægð, heldur grynnri, er í farvatninu og fer hún inn á Grænlandshaf í nótt og síðan til austurs fyrir sunnan land. Lægðin veldur því að snýst í austan- og suðaustankalda með slyddu eða rigningu sunnan og austan til á morgun. Hægari vindar fyrir norðan og austan og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Vegir á Suðurlandi enn þá lokaðir Vegurinn milli Jökulsárlóns og Lómagnúps var enn lokaður skömmu eftir klukkan sjö í morgun og sömu sögu var að segja um veginn milli Hvolsvallar og Víkur, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Vopnafjarðarheiði. Þá er ófært á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Annars er greiðfært á flestum stöðum á landinu en víða er hálka eða hálkublettir á fjallvegum. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:Austan- og suðaustan 8-15 m/s og rigning eða slydda með köflum S- og V-lands, hvassast við ströndina, annars skýjað en él austast. Hiti 0 til 4 stig S-til, en annars kringum frostmark. Á fimmtudag:Suðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Dálítil slydda eða snjókoma á V-landi, rigning með S-ströndinni, en annars úrkomulítið. Hiti víða 0 til 4 stig, en vægt frost NA-til. Á föstudag:Austlægar áttir og slydda eða rigning syðst, en dálítil él í öðrum landshlutum. Hiti kringum frostmark. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum á víð og dreif og fremur svalt veður. Á mánudag:Líklega vaxandi sunnanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt fyrir norðan.
Veður Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira