Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Ritstjórn skrifar 12. mars 2019 10:23 Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra Fréttablaði/Ernir Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipan í Landsrétt heldur skipti fjórum sem tilnefndir voru í Landsrétt út fyrir fjóra umsækjendur. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig, sem Sigríður skipti út, miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Maður, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður skipaði þvert á tillögur nefndarinnar. Áður höfðu héraðsdómur og Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður hefði mátt dæma í málinu. Þessu voru fimm af sjö dómurum við Mannréttindadómstólinn ekki sammála. Skipanin var ólögmæt og voru manninum dæmdar tvær milljónir króna í bætur.Vísir mun fylgjast með gangi málsins í dag í vaktinni hér að neðan.
Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipan í Landsrétt heldur skipti fjórum sem tilnefndir voru í Landsrétt út fyrir fjóra umsækjendur. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig, sem Sigríður skipti út, miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Maður, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir margvísleg brot, leitaði til MDE því hann taldi sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur sem dómara við réttinn. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður skipaði þvert á tillögur nefndarinnar. Áður höfðu héraðsdómur og Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður hefði mátt dæma í málinu. Þessu voru fimm af sjö dómurum við Mannréttindadómstólinn ekki sammála. Skipanin var ólögmæt og voru manninum dæmdar tvær milljónir króna í bætur.Vísir mun fylgjast með gangi málsins í dag í vaktinni hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17