Gerir ráð fyrir því að dómsmálaráðherra njóti stuðnings hjá samstarfsflokkum í ríkisstjórn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 11:43 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðu MDE hvorki hrófla við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðu hans. Vísir/vilhelm Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, njóti áfram stuðnings hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ljósi þess að öll álitamál og ágreiningsefni hafi legið fyrir um langt skeið. Birgir segir að dómur MDE hrófli hvorki við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðum hans. Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með skipan dómara í Landsrétt. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á meðal fimmtán tilnefndra af hæfisnefnd út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Birgir segir að Sigríður njóti stuðnings Sjálfstæðisflokksins í málinu sem fyrr og fullyrðir að það sé enginn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem kalli eftir því að hún stigi til hliðar. „Allar þessar línur hafa legið fyrir og gerðu það síðast þegar stjórnarandstaðan reyndi að knýja fram vantraust á dómsmálaráðherrann fyrir ári,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríði njóta áfram stuðnings Sjálfstæðisflokksins og á ekki von á öðru en að samstarfsflokkar í ríkisstjórn séu sama sinnis.Vísir/Egill Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og MDE Birgir Ármannsson segist vera ósammála niðurstöðu MDE í málinu. „Það vekur athygli mína að minnihluti dómsins – tveir dómarar – eru með sérálit þar sem þeir í raun gagnrýna aðferðafræði og niðurstöðu meirihlutans harðlega og það undirstrikar þau lögfræðilegu álitamál sem þarf að takast á við í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hann segir að ágreiningsatriðin hafi legið fyrir um langt skeið. „Niðurstaða dómsins er auðvitað ekki bindandi að öðru leyti en því að þarna er gert ráð fyrir um það bil tveggja milljóna greiðslu í málskostnað af hálfu íslenska ríkisins en hins vegar þá finnst mér svona almennt talað að það liggi fyrir eins og raunar hefur gert um nokkurt skeið að við þurfum að fara yfir þær reglur og þau lagaákvæði sem hér á landi gilda um skipan dómara og komast að niðurstöðu með skýrum hætti um það hvar vald á að liggja og hvar ábyrgð á að liggja í þeim efnum,“ segir Birgir um valdmörk og hlutverkaskipan dómnefndar, dómsmálaráherra og Alþingis. Hann segir að skerpa þurfi á valdmörkum. „Það er mikilvægt að skerpa á því og raunar hygg ég að sú vinna hafi nú hafist fyrir nokkru, óháð þessum dómi í dag.“ Birgir segir að engin formleg skref verði tekin í framhaldinu en bætir við að honum finnist líklegt að niðurstaða MDE verði rædd í nefndum þingsins í dag. Þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ákalli til dæmis Helgu Völu um afsögn vegna málsins segir Birgir: „Helga Vala hefur nú áður beitt sér fyrir vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra vegna sama máls þannig að sú afstaða Helgu Völu kemur ekkert á óvart. Það er auðvitað bara þannig að öll efnisatriði og allur ágreiningur í þessum efnum lá fyrir, fyrir ári síðan þegar stjórnarandstaðan bar fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og þingið tók auðvitað afstöðu til þess á þeim tíma.“ Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gerir ráð fyrir því að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, njóti áfram stuðnings hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn í ljósi þess að öll álitamál og ágreiningsefni hafi legið fyrir um langt skeið. Birgir segir að dómur MDE hrófli hvorki við skipan dómara við Landsrétt né niðurstöðum hans. Sigríður braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, með skipan dómara í Landsrétt. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun. Ráðherra fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á meðal fimmtán tilnefndra af hæfisnefnd út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Birgir segir að Sigríður njóti stuðnings Sjálfstæðisflokksins í málinu sem fyrr og fullyrðir að það sé enginn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem kalli eftir því að hún stigi til hliðar. „Allar þessar línur hafa legið fyrir og gerðu það síðast þegar stjórnarandstaðan reyndi að knýja fram vantraust á dómsmálaráðherrann fyrir ári,“ segir Birgir í samtali við fréttastofu. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríði njóta áfram stuðnings Sjálfstæðisflokksins og á ekki von á öðru en að samstarfsflokkar í ríkisstjórn séu sama sinnis.Vísir/Egill Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar og MDE Birgir Ármannsson segist vera ósammála niðurstöðu MDE í málinu. „Það vekur athygli mína að minnihluti dómsins – tveir dómarar – eru með sérálit þar sem þeir í raun gagnrýna aðferðafræði og niðurstöðu meirihlutans harðlega og það undirstrikar þau lögfræðilegu álitamál sem þarf að takast á við í þessu sambandi,“ segir Birgir. Hann segir að ágreiningsatriðin hafi legið fyrir um langt skeið. „Niðurstaða dómsins er auðvitað ekki bindandi að öðru leyti en því að þarna er gert ráð fyrir um það bil tveggja milljóna greiðslu í málskostnað af hálfu íslenska ríkisins en hins vegar þá finnst mér svona almennt talað að það liggi fyrir eins og raunar hefur gert um nokkurt skeið að við þurfum að fara yfir þær reglur og þau lagaákvæði sem hér á landi gilda um skipan dómara og komast að niðurstöðu með skýrum hætti um það hvar vald á að liggja og hvar ábyrgð á að liggja í þeim efnum,“ segir Birgir um valdmörk og hlutverkaskipan dómnefndar, dómsmálaráherra og Alþingis. Hann segir að skerpa þurfi á valdmörkum. „Það er mikilvægt að skerpa á því og raunar hygg ég að sú vinna hafi nú hafist fyrir nokkru, óháð þessum dómi í dag.“ Birgir segir að engin formleg skref verði tekin í framhaldinu en bætir við að honum finnist líklegt að niðurstaða MDE verði rædd í nefndum þingsins í dag. Þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ákalli til dæmis Helgu Völu um afsögn vegna málsins segir Birgir: „Helga Vala hefur nú áður beitt sér fyrir vantrauststillögu gegn dómsmálaráðherra vegna sama máls þannig að sú afstaða Helgu Völu kemur ekkert á óvart. Það er auðvitað bara þannig að öll efnisatriði og allur ágreiningur í þessum efnum lá fyrir, fyrir ári síðan þegar stjórnarandstaðan bar fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra og þingið tók auðvitað afstöðu til þess á þeim tíma.“
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Sannfærð um að dómsmálaráðherra segi af sér í dag: „Við erum að tala um algjöra réttaróvissu í landinu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ekki sé annað í boði en að Sigríður Andersen segi af sér. 12. mars 2019 10:17