Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 14:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að of mikið sé í húfi til að hægt sé að réttlæta skotgrafir. FBL/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. Þetta segir Þorgerður Katrín í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni um dóm sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun þess efnis að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði með dómaraskipun sinni við Landsrétt brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. „Það ríkir óvissa í íslensku réttarkerfi – og það að óþörfu. Landsréttur, ein dýrmætasta réttarbót síðari ára, hefur verið settur í uppnám. Það er því afar erfitt að fylgjast með dómsmálaráðherra fara fjallabaksleiðir til að tortryggja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.“ Þorgerður Katrín segir að dómsmálaráðherra ætli sér að viðhalda óvissunni í marga mánuði eða jafnvel ár með því að halda málinu áfram en í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði dómsmálaráðherra að það væri til skoðunar að skjóta málinu áfram til yfirdómstóls en hún hefur þrjá mánuði til stefnu. „Það er óásættanlegt og óafsakanlegt. Í stað þess að viðurkenna af auðmýkt grafalvarlega stöðu málsins og ætla sér að gera eitthvað í því og það strax,“ skrifar Þorgerður Katrín. „Við þurfum að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Í því felst að þingið verði þvert á flokka, að koma að málinu og vinna það hratt og vel,“ segir Þorgerður Katrín sem bendir á að réttarríkið sé í húfi. „Þar liggur okkar ábyrgð og er mikilvægasta verkefni okkar allra á Alþingi núna eftir niðurstöðu dómsins. Pólitískur einstrengingsháttur eru það ekki. Það þarf að leysa úr málinu – og það strax.“ Dómstólar Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. Þetta segir Þorgerður Katrín í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni um dóm sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun þess efnis að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði með dómaraskipun sinni við Landsrétt brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. „Það ríkir óvissa í íslensku réttarkerfi – og það að óþörfu. Landsréttur, ein dýrmætasta réttarbót síðari ára, hefur verið settur í uppnám. Það er því afar erfitt að fylgjast með dómsmálaráðherra fara fjallabaksleiðir til að tortryggja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.“ Þorgerður Katrín segir að dómsmálaráðherra ætli sér að viðhalda óvissunni í marga mánuði eða jafnvel ár með því að halda málinu áfram en í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði dómsmálaráðherra að það væri til skoðunar að skjóta málinu áfram til yfirdómstóls en hún hefur þrjá mánuði til stefnu. „Það er óásættanlegt og óafsakanlegt. Í stað þess að viðurkenna af auðmýkt grafalvarlega stöðu málsins og ætla sér að gera eitthvað í því og það strax,“ skrifar Þorgerður Katrín. „Við þurfum að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Í því felst að þingið verði þvert á flokka, að koma að málinu og vinna það hratt og vel,“ segir Þorgerður Katrín sem bendir á að réttarríkið sé í húfi. „Þar liggur okkar ábyrgð og er mikilvægasta verkefni okkar allra á Alþingi núna eftir niðurstöðu dómsins. Pólitískur einstrengingsháttur eru það ekki. Það þarf að leysa úr málinu – og það strax.“
Dómstólar Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23