Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 14:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að of mikið sé í húfi til að hægt sé að réttlæta skotgrafir. FBL/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. Þetta segir Þorgerður Katrín í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni um dóm sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun þess efnis að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði með dómaraskipun sinni við Landsrétt brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. „Það ríkir óvissa í íslensku réttarkerfi – og það að óþörfu. Landsréttur, ein dýrmætasta réttarbót síðari ára, hefur verið settur í uppnám. Það er því afar erfitt að fylgjast með dómsmálaráðherra fara fjallabaksleiðir til að tortryggja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.“ Þorgerður Katrín segir að dómsmálaráðherra ætli sér að viðhalda óvissunni í marga mánuði eða jafnvel ár með því að halda málinu áfram en í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði dómsmálaráðherra að það væri til skoðunar að skjóta málinu áfram til yfirdómstóls en hún hefur þrjá mánuði til stefnu. „Það er óásættanlegt og óafsakanlegt. Í stað þess að viðurkenna af auðmýkt grafalvarlega stöðu málsins og ætla sér að gera eitthvað í því og það strax,“ skrifar Þorgerður Katrín. „Við þurfum að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Í því felst að þingið verði þvert á flokka, að koma að málinu og vinna það hratt og vel,“ segir Þorgerður Katrín sem bendir á að réttarríkið sé í húfi. „Þar liggur okkar ábyrgð og er mikilvægasta verkefni okkar allra á Alþingi núna eftir niðurstöðu dómsins. Pólitískur einstrengingsháttur eru það ekki. Það þarf að leysa úr málinu – og það strax.“ Dómstólar Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. Þetta segir Þorgerður Katrín í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni um dóm sem Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp í morgun þess efnis að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði með dómaraskipun sinni við Landsrétt brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. „Það ríkir óvissa í íslensku réttarkerfi – og það að óþörfu. Landsréttur, ein dýrmætasta réttarbót síðari ára, hefur verið settur í uppnám. Það er því afar erfitt að fylgjast með dómsmálaráðherra fara fjallabaksleiðir til að tortryggja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.“ Þorgerður Katrín segir að dómsmálaráðherra ætli sér að viðhalda óvissunni í marga mánuði eða jafnvel ár með því að halda málinu áfram en í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði dómsmálaráðherra að það væri til skoðunar að skjóta málinu áfram til yfirdómstóls en hún hefur þrjá mánuði til stefnu. „Það er óásættanlegt og óafsakanlegt. Í stað þess að viðurkenna af auðmýkt grafalvarlega stöðu málsins og ætla sér að gera eitthvað í því og það strax,“ skrifar Þorgerður Katrín. „Við þurfum að setja almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Í því felst að þingið verði þvert á flokka, að koma að málinu og vinna það hratt og vel,“ segir Þorgerður Katrín sem bendir á að réttarríkið sé í húfi. „Þar liggur okkar ábyrgð og er mikilvægasta verkefni okkar allra á Alþingi núna eftir niðurstöðu dómsins. Pólitískur einstrengingsháttur eru það ekki. Það þarf að leysa úr málinu – og það strax.“
Dómstólar Landsréttarmálið Viðreisn Tengdar fréttir Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda