Bíður eftir viðbrögðum forsætisráðherra: „Það er gott símasamband við útlönd“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 17:04 Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. „Ég er að bíða eftir viðbrögðum forsætisráðherra. Hún hlýtur að fara að tjá sig fljótlega. Við getum ekki beðið bara af því hún er í útlöndum. Það er gott símasamband við útlönd. Þetta er bara þess háttar mál að það verður að bregðast við. Hvað með alla einstaklingana sem eiga mál í þessum dómi? Hvað með alla einstaklingana sem búið er að dæma?“ spyr Helga Vala sem var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Helga Vala segir að það myndi óneitanlega vekja athygli ef Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nyti áfram stuðnings frá meirihlutanum. „Það að enginn stjórnarliði hafi látið ná í sig frá því Birgir Ármannsson [þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins] tjáði sig örlítið í morgun, og mér skilst að hann sé hættur að láta ná í sig núna, […] sýnir að það er augljóst að það hriktir mjög í þessum stoðum,“ segir Helga Vala um ríkisstjórnarsamstarfið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Segir málið miklu stærra en starf dómsmálaráðherra Helga Vala segir að í húfi sé svo miklu meira en starf Sigríðar Andersen. „Nú snýst þetta auðvitað ekki um Sigríði Á Andersen sem persónu og hvað hún ætlar að starfa við á morgun. Þetta snýst um það að landsréttur sem er mjög svo mikilvægt millidómstig sem okkur tókst loksins að koma á laggirnar er óstarfhæft. Það hefur verið felld niður öll dagskrá þar út vikuna á meðan fundið er út úr því hvernig þetta dómstig eigi að starfa áfram eftir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun.“ Hún segir að niðurstaða MDE sé svo langt yfir alla flokkspólitík hafin að þingmenn verði að láta flokkspólitíkina til hliðar og átta sig á alvarleika málsins. „Staðan er sú að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hafi ekki verið í samræmi við lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu sem snýr að sjálfstæðum dómstólum og réttlátri málsmeðferð og þá erum við að tala um alla þá dóma og úrskurði sem hafa fallið í Landsrétti frá 1. janúar 2018 þannig að við erum að tala um síðustu 14 mánuði.“ Réttaróvissa framundan og fjölmörgum spurningum ósvarað Aðspurð hvort skipa þurfi í dóminn á nýjan leik svarar Helga Vala því til að sumir lögspekingar telji að slíkt sé nauðsynlegt. „Í rauninni segja lögin að við víkjum ekki dómurum nema með dómi. Dómarar eru skipaðir ótímabundið og þú getur ekki vikið dómurum til hliðar nema ef þeir missa hæfi sitt – það er að segja ef þeir verða gjaldþrota eða gerast brotlegir við lög – að þá er hægt að víkja þeim úr embætti en svo er auðvitað spurningin sem allir spyrja sig núna, bíddu ef skipan þeirra var ekki í samræmi við lög, er hún þá gild? Þarf að fara í fimmtán dómsmál til að víkja þeim úr embætti? Þetta eru bara þessar risastóru spurningar sem núna eru uppi.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segist fyrst og fremst vera að bíða eftir viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við dómi MDE sem féll í morgun. „Ég er að bíða eftir viðbrögðum forsætisráðherra. Hún hlýtur að fara að tjá sig fljótlega. Við getum ekki beðið bara af því hún er í útlöndum. Það er gott símasamband við útlönd. Þetta er bara þess háttar mál að það verður að bregðast við. Hvað með alla einstaklingana sem eiga mál í þessum dómi? Hvað með alla einstaklingana sem búið er að dæma?“ spyr Helga Vala sem var til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Katrín, forsætisráðherra, er stödd í New York á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst hún ekki tjá sig um dóm MDE fyrr en hún kemur aftur til landsins á morgun. Helga Vala segir að það myndi óneitanlega vekja athygli ef Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nyti áfram stuðnings frá meirihlutanum. „Það að enginn stjórnarliði hafi látið ná í sig frá því Birgir Ármannsson [þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins] tjáði sig örlítið í morgun, og mér skilst að hann sé hættur að láta ná í sig núna, […] sýnir að það er augljóst að það hriktir mjög í þessum stoðum,“ segir Helga Vala um ríkisstjórnarsamstarfið. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst ekki segja af sér vegna niðurstöðu MDE.Vísir/Egill Segir málið miklu stærra en starf dómsmálaráðherra Helga Vala segir að í húfi sé svo miklu meira en starf Sigríðar Andersen. „Nú snýst þetta auðvitað ekki um Sigríði Á Andersen sem persónu og hvað hún ætlar að starfa við á morgun. Þetta snýst um það að landsréttur sem er mjög svo mikilvægt millidómstig sem okkur tókst loksins að koma á laggirnar er óstarfhæft. Það hefur verið felld niður öll dagskrá þar út vikuna á meðan fundið er út úr því hvernig þetta dómstig eigi að starfa áfram eftir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í morgun.“ Hún segir að niðurstaða MDE sé svo langt yfir alla flokkspólitík hafin að þingmenn verði að láta flokkspólitíkina til hliðar og átta sig á alvarleika málsins. „Staðan er sú að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan dómara hafi ekki verið í samræmi við lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu sem snýr að sjálfstæðum dómstólum og réttlátri málsmeðferð og þá erum við að tala um alla þá dóma og úrskurði sem hafa fallið í Landsrétti frá 1. janúar 2018 þannig að við erum að tala um síðustu 14 mánuði.“ Réttaróvissa framundan og fjölmörgum spurningum ósvarað Aðspurð hvort skipa þurfi í dóminn á nýjan leik svarar Helga Vala því til að sumir lögspekingar telji að slíkt sé nauðsynlegt. „Í rauninni segja lögin að við víkjum ekki dómurum nema með dómi. Dómarar eru skipaðir ótímabundið og þú getur ekki vikið dómurum til hliðar nema ef þeir missa hæfi sitt – það er að segja ef þeir verða gjaldþrota eða gerast brotlegir við lög – að þá er hægt að víkja þeim úr embætti en svo er auðvitað spurningin sem allir spyrja sig núna, bíddu ef skipan þeirra var ekki í samræmi við lög, er hún þá gild? Þarf að fara í fimmtán dómsmál til að víkja þeim úr embætti? Þetta eru bara þessar risastóru spurningar sem núna eru uppi.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33 Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59 Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Sjá meira
Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. 12. mars 2019 13:33
Þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum til að vernda réttarríkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að þingmenn þurfi að fara upp úr skotgröfunum í Landsréttarmálinu svokallaða til að vernda réttarríkið, láta dómskerfið virka og eyða óvissu sem sé uppi um Landsrétt, hið nýja dómsstig vegna nýfallins dóms MDE. 12. mars 2019 14:59
Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15
Vaktin: Spjótin beinast að ráðherra eftir dóm Mannréttindadómstólsins Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. 12. mars 2019 10:23