Erfitt að segja til um endanleg áhrif dóms MDE að svo stöddu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2019 20:00 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent