Erfitt að segja til um endanleg áhrif dóms MDE að svo stöddu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2019 20:00 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“ Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir daginn vera svartan dag í sögu réttarfars- og stjórnmálasögu á Íslandi og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir að huga þurfi að stöðu Landsréttar til framtíðar.Dómaraskipun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í Landsrétti braut í bága við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Þetta er niðurstaða mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í morgun í máli manns sem hlaut dóm í Landsrétti í mars í fyrra en hann taldi sig ekki hafa hlotið sanngjarna málsmeðferð þar sem ólöglega hafi verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, sem dæmdi í máli hans. Arnfríður var ein fjögurra umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir, þvert á tillögur hæfnisnefndar haustið 2017. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands segir útilokað að segja til um það á þessari stundu hvaða áhrif dómurinn muni hafa á réttarkerfið „Þetta er auðvitað fyrst og fremst nokkuð áfall fyrir okkur og kannski fyrst og fremst fyrir íslensk stjórnvöld og skapar vandamál sem við þurfum að leysa en það er ekki hægt að segja á þessu stigi með hvaða hætti við förum að því,“ segir Ingibjörg. Hún telur óvíst hvort að niðurstaða MDE hafi áhrif á aðra dóma sem fallið hafa í Landsrétti síðan rétturinn tók til starfa. „Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að dómararnir eru skipaðir af forseta samkvæmt lögum og þeirra staða er í sjálfu sér trygg og þeim verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, og það er í fljótu bragði ekki sýnilegt að þetta þurfi endilega að hafa svo mikil áhrif á þær dómsniðurstöður sem nú liggja fyrir. En til framtíðar þurfum við að huga að stöðu dómsins,“ segir Ingibjörg. Hún segir að víða um Evrópu hafi menn talsverðar áhyggjur af dómskerfinu og tilburðum stjórnvalda víða til að hafa áhrif á dómsvaldið. „Það er kannski í því ljósi sem að einhverju leiti þessi dómur og þessi tímasetning fyrir okkar vandamál hér innanlands er óheppileg fyrir okkur því auðvitað er þessum dómi ætlað að tala til fleiri en Íslendinga,“ segir Ingibjörg. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður.Vísir/Baldur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur niðurstöðuna alvarlega fyrir íslenskt réttarkerfi. „Þetta er að sjálfsögðu frekar svartur dagur í bæði réttarfarssögu okkar og stjórnmálasögu,“ segir Ragnar. „Ég tel að það þurfi að stokka upp, ég held að þessir fjórir dómarar eigi erfitt með að sitja áfram í Landsrétti og það þýðir einhvers konar endurstokkun þar. Og þetta þýðir líka að Alþingi þarf að taka til í sínum húsum og átta sig á því að við búum í réttarríki og ef að við setjum lög þá eigum við að fara eftir þeim en ekki sniðganga þau þegar okkur hentar.“
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira