Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 19:48 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. vísir/hanna Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem ræddu við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Að sögn Helgu Völu kemur dómurinn ekki á óvart en hún hafi samt vonast til þess að niðurstaðan væri öðruvísi. Niðurstaðan sé þó mjög afdráttarlaus. „Hún er mjög afgerandi og dómurinn tekur á öllum þeim álitamálum sem hafa verið uppi.“ Þórhildur Sunna sagði niðurstöðuna mjög skýra og ljóst væri að aðferðarfræði dómsmálaráðherra við skipun dómara hafi spilað þar stærsta hlutverkið. Brot hennar í starfi sé svívirðilegt. „Þá snúa helstu athugasemdirnar að því hvernig dómsmálaráðherra hagaði sínum embættisgjörðum og mér finnst mjög skýrt af dómsorðinu og því sem dómstóllinn segir að aðferðarfræðin sem Sigríður Andersen notaði við skipan dómstóla er undirstaðan.“ „Ástæðan fyrir því að dómstóllinn telur sér unnt að komast að annarri niðurstöðu en Hæstiréttur þegar kemur að því hvort að þessir dómarar séu löglega skipaðir er vegna þess að brot Sigríðar var svo svívirðilegt,“ sagði Þórhildur og bætir við að Sigríður hafi farið á svig við stjórnsýslulög, þvert á ábendingar. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Tölvupóstur ráðuneytisstjóra mjög skýr um að ráðherra hefði átt að fara aðra leið Helga Vala sagði ráðherra hafa vald til þess að breyta þeim skilyrðum sem umsækjendur þurfa að uppfylla en til þess hefði hún þurft að rannsaka umsækjendur upp á nýtt og fara í sjálfstæða rannsókn á þeim þáttum. Það hafi hún ekki gert „Það sést alveg á því sem gerðist að hún tekur út einstakling með meiri dómstólareynslu og setur inn annan með minni.“ Þá sagði Helga Vala að margir hafi ráðlagt dómsmálaráðherra að fara aðra leið en hún fór. Það liggi fyrir tölvupóstur frá ráðuneytisstjóra þar sem kemur mjög skýrt fram að sú leið sem ráðherra fór hafi ekki verið valmöguleiki. „Henni er eindregið ráðlagt frá því að gera þetta svona og það er tölvupóstur frá ráðuneytisstjóranum sem segir beinlínis: „Þú getur farið leið A, B eða C en þú getur allavega ekki farið þessa leið sem þú ætlar að fara“ og það er það sem Mannréttindadómstóllinn bendir á að þar hafi hún sýnt þennan einbeitta vilja að sveigja fram hjá þessum reglum.“ Sigríður hafi gefið lítið fyrir ábendingar þess efnis og meðal annars svarað fyrir þær á opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Við spurðum hana út í þetta á opna fundinum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og þá bara svaraði hún því til að hún væri sérfræðingurinn og að hún þyrfti ekki að fara eftir leiðbeiningum annarra.“ Alþingi fór ekki eftir lögum um dómstóla Þórhildur Sunna sagði niðurstöðu dómsins sýna að vegna þess að Sigríður bar ekki þá fjóra umsækjendur sem urðu fyrir valinu við aðra fimmtán með þeim stöðlum sem hún setti hafi hún gert Alþingi ókleift að uppfylla sínar skyldur. „Vegna þess að hún framkvæmdi ekki þetta mat að þá gerði það Alþingi ókleift að uppfylla sínar skyldur gagnvart vali á dómaraefnum. Þetta er eitthvað sem kemur mjög skýrt fram hjá Mannréttindadómstólnum líka.“ Aðspurð hvers vegna Alþingi hafi ekki farið eftir dómstólalögum um að kjósa ætti um hvert og eitt dómaraefnanna segir Þórhildur að skrifstofa forseta og forseti sjálfur hafi sagt að það væri venjan að afgreiða mætti málið á þennan hátt, hið sama hafi komið fram í minnisblaði frá skrifstofustjóra Alþingis. Hún segir það hafa verið mistök að lögunum hafi ekki verið fylgt og Alþingi hefði átt að vera betur meðvitað um það sem stóð í lögunum. Stjórnarandstaðan hafi þó farið fram á frávísunartillögu. „Stjórnarandstaðan á þessum tíma lagði fram frávísunartillögu til dómsmálaráðherra um að hún fengi málið aftur til sín og hún myndi vinna málið betur. Því var vísað frá með minnsta mögulega meirihluta, 31 gegn 30 þingmönnum,“ sagði Þórhildur og bendir á að Sigríður hafi verið úrslitaatkvæði í því. Helga Vala benti á að dómstólalögin væru sérlög og að mati margra lögfróðra manna og greinilega Mannréttindadómstólsins standi þau skör ofar en þingskapalögin. Hún segir málið ekki hafa fengið rétta meðferð í þinginu. „Þau áttu að greiða atkvæði um hvern og einn og þau gerðu það ekki.“ Engir dómar verða kveðnir upp í Landsrétti í vikunni.Vísir/Vilhelm Réttarkerfið stórkostlega laskað vegna málsins Helga Vala segist hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif niðurstaðan hafi á dómskerfið. Dómar verða ekki kveðnir upp í Landsrétti í þessari viku eftir niðurstöðu morgunsins og líta dómarar við réttinn svo á að niðurstaðan eigi við um þá alla, ekki aðeins þá sem voru skipaðir þvert á tillögur hæfnisnefndar. „Það er hellingur af málum sem eru undir, það eru fullt af persónulegum hagsmunum,“ sagði Helga Vala og benti á að mörg hver varði fjölskyldur, börn og jafnvel brotamenn. Það sé því ljóst að ansi mörg mál séu í húfi miðað við þá tölfræði sem hún hafi nálgast. „Hver og einn er með 150 mál á þessum 14 mánuðum, dómurinn er fjölskipaður þannig það eru þrír í hverju máli þannig það er einhver skörun,“ sagði Helga Vala en bætti við að málið væru engu að síður mjög alvarlegt. „Við erum með réttarkerfið sem er bara stórkostlega laskað.“ Þá sagði hún mikilvægt að Alþingi myndi bregðast við sem fyrst. „Þurfum að bregðast við á morgun og Sigríður Andersen getur ekki verið í tiltektinni eftir sjálfa sig, það er alveg á hreinu.“ Alþingi Dómstólar Ísland í dag Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem ræddu við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Að sögn Helgu Völu kemur dómurinn ekki á óvart en hún hafi samt vonast til þess að niðurstaðan væri öðruvísi. Niðurstaðan sé þó mjög afdráttarlaus. „Hún er mjög afgerandi og dómurinn tekur á öllum þeim álitamálum sem hafa verið uppi.“ Þórhildur Sunna sagði niðurstöðuna mjög skýra og ljóst væri að aðferðarfræði dómsmálaráðherra við skipun dómara hafi spilað þar stærsta hlutverkið. Brot hennar í starfi sé svívirðilegt. „Þá snúa helstu athugasemdirnar að því hvernig dómsmálaráðherra hagaði sínum embættisgjörðum og mér finnst mjög skýrt af dómsorðinu og því sem dómstóllinn segir að aðferðarfræðin sem Sigríður Andersen notaði við skipan dómstóla er undirstaðan.“ „Ástæðan fyrir því að dómstóllinn telur sér unnt að komast að annarri niðurstöðu en Hæstiréttur þegar kemur að því hvort að þessir dómarar séu löglega skipaðir er vegna þess að brot Sigríðar var svo svívirðilegt,“ sagði Þórhildur og bætir við að Sigríður hafi farið á svig við stjórnsýslulög, þvert á ábendingar. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Tölvupóstur ráðuneytisstjóra mjög skýr um að ráðherra hefði átt að fara aðra leið Helga Vala sagði ráðherra hafa vald til þess að breyta þeim skilyrðum sem umsækjendur þurfa að uppfylla en til þess hefði hún þurft að rannsaka umsækjendur upp á nýtt og fara í sjálfstæða rannsókn á þeim þáttum. Það hafi hún ekki gert „Það sést alveg á því sem gerðist að hún tekur út einstakling með meiri dómstólareynslu og setur inn annan með minni.“ Þá sagði Helga Vala að margir hafi ráðlagt dómsmálaráðherra að fara aðra leið en hún fór. Það liggi fyrir tölvupóstur frá ráðuneytisstjóra þar sem kemur mjög skýrt fram að sú leið sem ráðherra fór hafi ekki verið valmöguleiki. „Henni er eindregið ráðlagt frá því að gera þetta svona og það er tölvupóstur frá ráðuneytisstjóranum sem segir beinlínis: „Þú getur farið leið A, B eða C en þú getur allavega ekki farið þessa leið sem þú ætlar að fara“ og það er það sem Mannréttindadómstóllinn bendir á að þar hafi hún sýnt þennan einbeitta vilja að sveigja fram hjá þessum reglum.“ Sigríður hafi gefið lítið fyrir ábendingar þess efnis og meðal annars svarað fyrir þær á opnum fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Við spurðum hana út í þetta á opna fundinum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og þá bara svaraði hún því til að hún væri sérfræðingurinn og að hún þyrfti ekki að fara eftir leiðbeiningum annarra.“ Alþingi fór ekki eftir lögum um dómstóla Þórhildur Sunna sagði niðurstöðu dómsins sýna að vegna þess að Sigríður bar ekki þá fjóra umsækjendur sem urðu fyrir valinu við aðra fimmtán með þeim stöðlum sem hún setti hafi hún gert Alþingi ókleift að uppfylla sínar skyldur. „Vegna þess að hún framkvæmdi ekki þetta mat að þá gerði það Alþingi ókleift að uppfylla sínar skyldur gagnvart vali á dómaraefnum. Þetta er eitthvað sem kemur mjög skýrt fram hjá Mannréttindadómstólnum líka.“ Aðspurð hvers vegna Alþingi hafi ekki farið eftir dómstólalögum um að kjósa ætti um hvert og eitt dómaraefnanna segir Þórhildur að skrifstofa forseta og forseti sjálfur hafi sagt að það væri venjan að afgreiða mætti málið á þennan hátt, hið sama hafi komið fram í minnisblaði frá skrifstofustjóra Alþingis. Hún segir það hafa verið mistök að lögunum hafi ekki verið fylgt og Alþingi hefði átt að vera betur meðvitað um það sem stóð í lögunum. Stjórnarandstaðan hafi þó farið fram á frávísunartillögu. „Stjórnarandstaðan á þessum tíma lagði fram frávísunartillögu til dómsmálaráðherra um að hún fengi málið aftur til sín og hún myndi vinna málið betur. Því var vísað frá með minnsta mögulega meirihluta, 31 gegn 30 þingmönnum,“ sagði Þórhildur og bendir á að Sigríður hafi verið úrslitaatkvæði í því. Helga Vala benti á að dómstólalögin væru sérlög og að mati margra lögfróðra manna og greinilega Mannréttindadómstólsins standi þau skör ofar en þingskapalögin. Hún segir málið ekki hafa fengið rétta meðferð í þinginu. „Þau áttu að greiða atkvæði um hvern og einn og þau gerðu það ekki.“ Engir dómar verða kveðnir upp í Landsrétti í vikunni.Vísir/Vilhelm Réttarkerfið stórkostlega laskað vegna málsins Helga Vala segist hafa miklar áhyggjur af því hvaða áhrif niðurstaðan hafi á dómskerfið. Dómar verða ekki kveðnir upp í Landsrétti í þessari viku eftir niðurstöðu morgunsins og líta dómarar við réttinn svo á að niðurstaðan eigi við um þá alla, ekki aðeins þá sem voru skipaðir þvert á tillögur hæfnisnefndar. „Það er hellingur af málum sem eru undir, það eru fullt af persónulegum hagsmunum,“ sagði Helga Vala og benti á að mörg hver varði fjölskyldur, börn og jafnvel brotamenn. Það sé því ljóst að ansi mörg mál séu í húfi miðað við þá tölfræði sem hún hafi nálgast. „Hver og einn er með 150 mál á þessum 14 mánuðum, dómurinn er fjölskipaður þannig það eru þrír í hverju máli þannig það er einhver skörun,“ sagði Helga Vala en bætti við að málið væru engu að síður mjög alvarlegt. „Við erum með réttarkerfið sem er bara stórkostlega laskað.“ Þá sagði hún mikilvægt að Alþingi myndi bregðast við sem fyrst. „Þurfum að bregðast við á morgun og Sigríður Andersen getur ekki verið í tiltektinni eftir sjálfa sig, það er alveg á hreinu.“
Alþingi Dómstólar Ísland í dag Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57
Sigríður og Alþingi brutu grundvallarreglur réttarríkisins með skipan Landsréttardómara Maður sem leitaði til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt vann í morgun mál sitt gegn íslenska ríkinu. 12. mars 2019 09:03