Upphitun: Hörkuslagur um öll sæti Bragi Þórðarson skrifar 13. mars 2019 06:00 Hinn reynslumikli Kimi Raikkonen keppir fyrir Alfa Romeo. vísir/getty Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta kappakstur tímabilsins höldum við áfram að fjalla um þau lið etja munu kappi í sumar. Ljóst er frá fyrstu prófunum að slagurinn verður mjög harður í ár og verður ómögulegt að spá fyrir um úrslit, sérstaklega í slagnum um neðri sætin.Alfa RomeoÖkumenn: Kimi Raikkonen og Antonio GiovinazziVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 48 Alfa Romeo snýr aftur sem bílasmiður í Formúlu 1 í ár, en ítalski bílaframleiðandinn keypti Sauber liðið í vetur. Rétt eins og Williams hefur liðið skipt út báðum ökuþórum sínum. Það var mikill fengur fyrir liðið að fá reynsluboltann Kimi Raikkonen frá Ferrari í skiptum fyrir Charles Leclerc. Finninn á eftir að geta aðstoðað liðið mikið með þróunina á nýja bílnum og Antonio Giovinazzi getur verið virkilega sáttur með að fá ráð frá 39 ára reynsluboltanum. Alfa Romeo C38 bíllinn var sjötti hraðasti bíllinn í prófunum á Spáni fyrir tímabilið. Það lofar góðu fyrir lið sem ætlar að reyna bæta sig frá síðastliðnu ári er liðið lenti í áttunda sæti bílasmiða.Sergio Perez keyrir á þessum glæsilega bíl.vísir/gettyRacing PointÖkumenn: Sergio Perez og Lance StrollVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 52 Force India liðið fór á hausinn eftir hálft tímabil í fyrra og úr varð Racing Point. Þrátt fyrir að liðið byrjaði einungis að safna stigum eftir belgíska kappaksturinn í fyrra náði það þó sjöunda sæti í keppni bílasmiða. Útlitið er þó ekki jafn gott í ár ef marka má tíma úr prófunum. Racing Point bílarnir enduðu í 14. og 17. sæti í prófununum á Katalóníu brautinni á Spáni. Mexíkóbúinn Sergio Perez heldur sæti sínu í liðinu en nýr liðsfélagi hans er Lance Stroll. Það lá alltaf í loftinu að Stroll fengi hitt sætið þar sem faðir hans keypti liðið síðasta sumar.Carlos Sainz er einn ökuþóra McLaren.vísir/gettyMcLarenÖkumenn: Carlos Sainz og Lando NorrisVél: RenaultStigafjöldi árið 2018: 62 Miklar sviptingar hafa verið á ökuþóramarkaðnum í vetur og er McLaren enn eitt liðið sem mætir til leiks með tvo nýja ökumenn. Liðið fékk Carlos Sainz frá Renault og liðsfélagi hans verður hinn 19 ára Lando Norris. Norris er einn eftirsóttasti ökumaðurinn í Formúlunni í dag og verður virkilega áhugavert að sjá hvort að hann standist undir væntingum. Eitt er víst, að MCL34 bíllinn er hraður. Sainz og Norris settu reglulega hröðustu hringi í prófunum og stefnir því í að McLaren færi sig nær slagnum um fyrsta sætið í ár. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála er formúlan fer í gang. Æfingarnar verða í beinni á föstudaginn, tímatakan á laugardaginn og keppnin sjálf á laugardagskvöldið.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin Formúla Tengdar fréttir Allir sammála um að Ferrari eru hraðastir Í Formúlu 1 nú til dags fá liðin aðeins átta daga til að prófa bíla sýna fyrir hvert tímabil. 5. mars 2019 18:45 Upphitun: Baráttan á botninum Upphitun hafin fyrir Formúlu 1. 12. mars 2019 06:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í fyrsta kappakstur tímabilsins höldum við áfram að fjalla um þau lið etja munu kappi í sumar. Ljóst er frá fyrstu prófunum að slagurinn verður mjög harður í ár og verður ómögulegt að spá fyrir um úrslit, sérstaklega í slagnum um neðri sætin.Alfa RomeoÖkumenn: Kimi Raikkonen og Antonio GiovinazziVél: FerrariStigafjöldi árið 2018: 48 Alfa Romeo snýr aftur sem bílasmiður í Formúlu 1 í ár, en ítalski bílaframleiðandinn keypti Sauber liðið í vetur. Rétt eins og Williams hefur liðið skipt út báðum ökuþórum sínum. Það var mikill fengur fyrir liðið að fá reynsluboltann Kimi Raikkonen frá Ferrari í skiptum fyrir Charles Leclerc. Finninn á eftir að geta aðstoðað liðið mikið með þróunina á nýja bílnum og Antonio Giovinazzi getur verið virkilega sáttur með að fá ráð frá 39 ára reynsluboltanum. Alfa Romeo C38 bíllinn var sjötti hraðasti bíllinn í prófunum á Spáni fyrir tímabilið. Það lofar góðu fyrir lið sem ætlar að reyna bæta sig frá síðastliðnu ári er liðið lenti í áttunda sæti bílasmiða.Sergio Perez keyrir á þessum glæsilega bíl.vísir/gettyRacing PointÖkumenn: Sergio Perez og Lance StrollVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 52 Force India liðið fór á hausinn eftir hálft tímabil í fyrra og úr varð Racing Point. Þrátt fyrir að liðið byrjaði einungis að safna stigum eftir belgíska kappaksturinn í fyrra náði það þó sjöunda sæti í keppni bílasmiða. Útlitið er þó ekki jafn gott í ár ef marka má tíma úr prófunum. Racing Point bílarnir enduðu í 14. og 17. sæti í prófununum á Katalóníu brautinni á Spáni. Mexíkóbúinn Sergio Perez heldur sæti sínu í liðinu en nýr liðsfélagi hans er Lance Stroll. Það lá alltaf í loftinu að Stroll fengi hitt sætið þar sem faðir hans keypti liðið síðasta sumar.Carlos Sainz er einn ökuþóra McLaren.vísir/gettyMcLarenÖkumenn: Carlos Sainz og Lando NorrisVél: RenaultStigafjöldi árið 2018: 62 Miklar sviptingar hafa verið á ökuþóramarkaðnum í vetur og er McLaren enn eitt liðið sem mætir til leiks með tvo nýja ökumenn. Liðið fékk Carlos Sainz frá Renault og liðsfélagi hans verður hinn 19 ára Lando Norris. Norris er einn eftirsóttasti ökumaðurinn í Formúlunni í dag og verður virkilega áhugavert að sjá hvort að hann standist undir væntingum. Eitt er víst, að MCL34 bíllinn er hraður. Sainz og Norris settu reglulega hröðustu hringi í prófunum og stefnir því í að McLaren færi sig nær slagnum um fyrsta sætið í ár. Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála er formúlan fer í gang. Æfingarnar verða í beinni á föstudaginn, tímatakan á laugardaginn og keppnin sjálf á laugardagskvöldið.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: 15. mars 02.55 Æfing 16. mars 05.50 Tímatakan 17. mars 04.50 Keppnin
Formúla Tengdar fréttir Allir sammála um að Ferrari eru hraðastir Í Formúlu 1 nú til dags fá liðin aðeins átta daga til að prófa bíla sýna fyrir hvert tímabil. 5. mars 2019 18:45 Upphitun: Baráttan á botninum Upphitun hafin fyrir Formúlu 1. 12. mars 2019 06:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Allir sammála um að Ferrari eru hraðastir Í Formúlu 1 nú til dags fá liðin aðeins átta daga til að prófa bíla sýna fyrir hvert tímabil. 5. mars 2019 18:45