Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2019 11:53 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Staða Sigríðar Á. Andersen mun ráðast af stuðningi frá samflokksmönnum hennar í Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem hún hefur stuðning frá Sjálfstæðismönnum er staða hennar trygg og allar líkur á að flokkarnir tveir sem mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum mun láta hann um að leysa úr málinu, þó það gæti reynt Vinstri grænum erfitt. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, doktor í stjórnmálafræði, sem segir söguna sína að stjórnmálamenn á Íslandi segi ekki af sér fyrr en í fullan hnefann. Sigríður hefur sagst ekki ætla að segja af sér vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem varðar skipun dómara í Landsrétt og að hún sjái enga ástæðu til þess. Sjálfstæðisflokkurinn myndar ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en Eva Heiða segir að lenskan í íslenskri pólitík sé sú að flokkarnir í ríkisstjórn láti oftast þann flokk sem málið varðar leysa það sjálfur þegar myndast þrýstingur um afsögn. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot Undantekning sé þó þegar Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn árið 2017 þegar kom í ljós að faðir Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, var einn umsagnaraðila dæmds kynferðisbrotamanns þegar umræða um uppreist æru stóð sem hæst. „En fyrir utan það dæmi hafa flokkar í ríkisstjórn látið þann flokk sem er til umræðu um að leysa það sjálfur,“ segir Eva Heiða. Því hefur verið fleygt að Landsréttarmálið muni reynast Vinstri grænum mun erfiðara en Sjálfstæðismönnum, sér í lagi vegna þess að formaður flokksins og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra voru í stjórnarandstöðu þegar það stóð sem hæst og voru afar harðorðar í garð Sigríðar þegar nýbúið var að skipa dómarana fimmtán í réttinn. „Þetta gæti örugglega reynst Vinstri grænum erfiðara að segja ekki neitt heldur en kannski mörgum öðrum flokkum og kannski skapast þrýstingur á forystuna þar. En maður verður að sjá hvort að forystan muni láta undan þeim þrýstingi eða ekki, ég er ekki viss um það,“ segir Eva Heiða. Píratar hafa undirbúið vantrauststillögu á Sigríði ef hún víkur ekki sjálf úr embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mikla verkefni bíða Alþingi að leysa úr þeirri óvissu sem hefur skapast vegna Landsréttarmálsins og það verði ekki gert með Sigríði í stóli dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira