Staða dómsmálaráðherra gæti skýrst í dag Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2019 12:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fagnaði eins árs afmæli sínu í nóvember síðastliðnum með kökuboði í Ráðherrabústaðnum. vísir/vilhelm Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan ríkisstjórnarinnar skýrist væntanlega eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarfund í dag. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherrann bera ábyrgð á stöðunni sem Alþingi og Hæstiréttur hafi síðan blandast inn í og staðan geti varla verið verri. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í gær og staða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra munu að öllum líkindum eiga stjórnmálasviðið í dag. Fréttastofu er kunnugt um að oddvitar stjórnarflokkanna ræddu þessi mál sín á milli í morgun eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom heim af fundi í New York snemma í morgun. Reglulegir þingflokksfundir verða haldnir klukkan eitt í dag. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast að niðurstöðu um hvernig ríkisstjórnin bregst við dómi Mannréttindadómstólsins. Þá vaknar spurning um hvort Vinstri græn og jafnvel Framsóknarflokkurinn telji réttast að Sigríður víki úr embætti og hvort flokkarnir eru þá tilbúnir til að leggja stjórnarsamstarfið að veði ef Sjálfstæðismenn telja Sigríði áfram sætt í embætti. Til að byrja með er þó líklegt að öðrum ráðherra en Sigríði verði falið að fara með viðbrögð við dómi Mannréttindadómstólsins. Reglulegur ríkisstjórnarfundur átti að fara fram í gær en honum var frestað til klukkan fjögur í dag þar sem forsætisráðherra og fleiri voru fjarverandi. Fastlega má reikna með að þessi mál verði fyrirferðarmikil á fundinum, hvort sem ríkisstjórnin kemst að einhverri niðurstöðu eða ekki. Þingflokkur Pírata sendi ósk til annarra þingflokka í gær um meðflutning á vantrausttillögu á Sigríði Andersen. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru sammála um að Sigríður ætti að segja af sér og alveg örugglega ekki sjá um viðbrögð stjórnvalda við dóminum. Í samtali við fréttastofu í gær undirstrikaði Helga Vala að það hafi ekki verið ákvörðun einhverra undirmanna dómsmálaráðherra að leggja fram breyttan lista með 15 dómurum fyrir Alþingi í júní 2017. „Þetta er dómsmálaráðherra sjálfur sem tekur þá ákvörðun að fara algerlega á svig við þessi lög. Það er Alþingi sem er líka undir og ákvörðun sem þar er tekin í samráði við skrifstofustjóra og lagaskrifstofu Alþingis. Það er Hæstiréttur sem tekur ákvörðun um að dómari sem ekki var löglega skipaður skuli samt ekki víkja úr dómi. Þannig að þetta verður eiginlega ekki verra,“ sagði Helga Vala Helgadóttir.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30 Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir óvissuna um Landsrétt mjög alvarlega Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir óvissuna sem skapast hefur um Landsrétt í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því gær mjög alvarlega. 13. mars 2019 11:30
Staða Sigríðar muni ráðast af stuðningi Sjálfstæðismanna en málið sé VG erfitt Segir flokka í ríkisstjórn oftast láta flokk ráðherra um að leysa málið. 13. mars 2019 11:53
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18