Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 17:29 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. Vísir/stöð 2 „Hvað er eiginlega á seyði? Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að fara að draga okkur út úr Mannréttindadómstól Evrópu?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu, sem var skelkuð eftir að hafa setið undir orðræðu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigríðar Á Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, um Mannréttindadómstól Evrópu. Að loknum blaðamannafundi spurði fjármálaráðherra hvort við hefðum framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu og sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni. Helga Vala segir að með orðræðu fráfarandi dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um MDE sé lagður grunnur að því að líkjast löndum sem við viljum allajafna ekki bera okkur saman við. „Erum við komin þangað? Erum við að fylkja okkur í lið með ráðstjórnarríkjunum Ungverjalandi og Póllandi sem hafa sýnt mjög svo geræðislega tilburði að undanförnu. Mér brá. Hvaða rugl er þetta?“ segir Helga Vala sem segir að það sé mjög alvarlegt að grafa undan Mannréttindadómstól Evrópu sem hafi fært okkur ótal réttarbætur og aukið tiltrú á réttarkerfinu. „Eitt er dómsmálaráðherra í vörn sinni en annað þegar formaður flokksins er farinn að bakka þetta upp þá auðvitað hættir manni að standa á sama,“ segir Helga Vala um orðræðu Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, síðdegis í dag að hún hefði miklar áhyggjur af orðfæri Sigríðar og Bjarna. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir „Ég sem formaður laga og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er bara frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri.“ Þórhildur Sunna segir þá að ríkisstjórnin hefði átt að vera betur undirbúin fyrir niðurstöðu MDE í ljósi þess að þetta hafi lengi legið fyrir. Það gangi ekki að ríkisstjórnin viti ekki hvað skuli gera næst. Dómsmálaráðuneytið megi ekki mæta afgangi Helga Vala segir að það sé ekki við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn komi fram við dómsmálaráðuneytið sem einhverja afgangsstærð. Þetta sé gríðarlega mikilvægt ráðuneyti sem megi ekki mæta afgangi. Hún bendir þá á að það sé ekki til neitt stjórnskipunarlega sem heiti að „stíga til hliðar“ tímabundið sem ráðherra. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal sem Heimir Már Pétursson fréttamaður tók við Þórhildi Sunnu skömmu eftir að Sigríður Á. Andersen tilkynnti að hún hyggðist stíga til hliðar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Hvað er eiginlega á seyði? Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að fara að draga okkur út úr Mannréttindadómstól Evrópu?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu, sem var skelkuð eftir að hafa setið undir orðræðu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigríðar Á Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, um Mannréttindadómstól Evrópu. Að loknum blaðamannafundi spurði fjármálaráðherra hvort við hefðum framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu og sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni. Helga Vala segir að með orðræðu fráfarandi dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um MDE sé lagður grunnur að því að líkjast löndum sem við viljum allajafna ekki bera okkur saman við. „Erum við komin þangað? Erum við að fylkja okkur í lið með ráðstjórnarríkjunum Ungverjalandi og Póllandi sem hafa sýnt mjög svo geræðislega tilburði að undanförnu. Mér brá. Hvaða rugl er þetta?“ segir Helga Vala sem segir að það sé mjög alvarlegt að grafa undan Mannréttindadómstól Evrópu sem hafi fært okkur ótal réttarbætur og aukið tiltrú á réttarkerfinu. „Eitt er dómsmálaráðherra í vörn sinni en annað þegar formaður flokksins er farinn að bakka þetta upp þá auðvitað hættir manni að standa á sama,“ segir Helga Vala um orðræðu Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, síðdegis í dag að hún hefði miklar áhyggjur af orðfæri Sigríðar og Bjarna. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir „Ég sem formaður laga og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er bara frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri.“ Þórhildur Sunna segir þá að ríkisstjórnin hefði átt að vera betur undirbúin fyrir niðurstöðu MDE í ljósi þess að þetta hafi lengi legið fyrir. Það gangi ekki að ríkisstjórnin viti ekki hvað skuli gera næst. Dómsmálaráðuneytið megi ekki mæta afgangi Helga Vala segir að það sé ekki við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn komi fram við dómsmálaráðuneytið sem einhverja afgangsstærð. Þetta sé gríðarlega mikilvægt ráðuneyti sem megi ekki mæta afgangi. Hún bendir þá á að það sé ekki til neitt stjórnskipunarlega sem heiti að „stíga til hliðar“ tímabundið sem ráðherra. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal sem Heimir Már Pétursson fréttamaður tók við Þórhildi Sunnu skömmu eftir að Sigríður Á. Andersen tilkynnti að hún hyggðist stíga til hliðar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22