Vill skapa frið með ákvörðun sinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. mars 2019 18:49 Sigríður Á. Andersen sagði í dag af sér embætti sem dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við landsrétt í lok árs 2017. Sigríður vill með afsögn sinni tryggja frið um málaflokkinn og að dómstólarnir verið ekki notaðir í pólitískum tilgangi. „Í því ljósi að þá hef ég ákveðið að stíga til hliðar til þess að skapa vinnufrið næstu vikurnar sem einhverjum spurningum og einhverjum álitaefnum verðir svarað,“ sagði Sigríður á blaðamannafundinum í dag. Með þessum orðum lauk Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra blaðamannafundi sem hún boðaði til með skömmum fyrirvara í dómsmálaráðuneytinu um miðjan dag. Ákvörðunin er tekin eftir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli þar sem íslenska ríkið var sakfellt fyrir óréttláta málsmeðferð manns fyrir Landrétti í kjölfar skipunar Sigríðar í dóminn. „Nú dómurinn finnur mjög að málsmeðferð alþingis sem hæstiréttur hafði svo sem gert líka en þó með vægari hætti. hafði strax í desember með dómum sínum komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið eðlilegra að greiða atkvæði um hvern og einn dómara fyrir sig en ekki í einu lagi,“ sagði Sigríður. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki hafa verið í hættu vegna þessa máls.Vísir/Vilhelm Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður segist með ákvörðun sinni að segja af sér vilja skapa frið um málaflokkinn svo að hægt verði að taka ákvarðanir innan dómsmálaráðuneytisins án þess að persóna hennar kynni að trufla þau störf. Hún vill ekki að dómstólarnir verði notaðir í pólitískum tilgangi og að grafið yrði undir trúverðugleika þeirra, sæti hún áfram. Heldur þú áfram á þingi? „Já, að sjálfsögðu. Ég er ekki að hverfa frá pólitík og hef áfram eftir sem áður skoðanir á því hvernig fyrirkomulagið við skipan dómara á að vera,“ sagði Sigríður.Hrikti í ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa máls? „Ekki vegna þessa máls nei. Ég skil það líka alveg vel að mönnum þyki erfitt þegar menn far aí og úr stjórn og mál halda áfram á milli ríkisstjórna,“ sagði Sagríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Sigríður að hún hefði stuðning ríkisstjórnarinnar og að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti.Var þrýstingur á þig frá formanni flokksins eða frá flokkum um að stíga til hliðar? „Alls ekki, alls ekki og ég hef fullan stuðning míns þingflokks,“ sagði Sigríður.En ríkisstjórnarinnar? „Við höfum nú ekki haft ríkisstjórnarfund en ég geng nú út frá því að ég hafi sem ráðherra stuðning ríkisstjórnarinnar annars væri ríkisstjórnin fallin,“ sagði Sigríður.Þú ræddir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í gær. Hvað fór ykkar á milli? „Ég gef það nú ekki upp. Ég ræði við forsætisráðherra á hverjum tíma og það er eðlilegt að ráðherra geri það og aðrir ráðherra líka þannig að ég gef það nú ekki upp en það var nú bara svona fljótlega eftir að dómurinn hvar kveðinn upp bara til þess að ráða ráðum okkar,“ sagði Sigríður. Sigríður Á. Andersen ræðir við fréttamenn að loknum blaðamannafundi í dagVísir/Stöð 2 Standi þetta hefur það ófyrirséðar afleiðingar Frá farandi dómsmálaráðherra á vona á því að íslenska ríkið muni skjóta niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirréttar í Strassborg. „Standi þetta þá hefur þetta ófyrirséðar afleiðingar um alla Evrópu hvað varðar dómsuppkvaðningu í flestum löndum Evrópu,“ sagði Sigríður.Hver úr Sjálfstæðisflokkum tekur við dómsmálaráðuneytinu? „Nú er það ákvörðun formanns og þingflokksins í heild en ég mun óska eftir því að fjármálaráðherra og formaður flokksins muni gegna fyrir mig fram að ríkisráðsfundi þannig að það verði ekkert hökkt hér á ákvörðunum sem þarf að taka í dómsmálaráðuneytinu strax á morgun,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum á morgun 13. mars 2019 18:08 Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Sigríður Á. Andersen getur tæknilega ekki stigið til hliðar tímabundið. 13. mars 2019 16:05 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sigríður Á. Andersen sagði í dag af sér embætti sem dómsmálaráðherra í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við landsrétt í lok árs 2017. Sigríður vill með afsögn sinni tryggja frið um málaflokkinn og að dómstólarnir verið ekki notaðir í pólitískum tilgangi. „Í því ljósi að þá hef ég ákveðið að stíga til hliðar til þess að skapa vinnufrið næstu vikurnar sem einhverjum spurningum og einhverjum álitaefnum verðir svarað,“ sagði Sigríður á blaðamannafundinum í dag. Með þessum orðum lauk Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra blaðamannafundi sem hún boðaði til með skömmum fyrirvara í dómsmálaráðuneytinu um miðjan dag. Ákvörðunin er tekin eftir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli þar sem íslenska ríkið var sakfellt fyrir óréttláta málsmeðferð manns fyrir Landrétti í kjölfar skipunar Sigríðar í dóminn. „Nú dómurinn finnur mjög að málsmeðferð alþingis sem hæstiréttur hafði svo sem gert líka en þó með vægari hætti. hafði strax í desember með dómum sínum komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið eðlilegra að greiða atkvæði um hvern og einn dómara fyrir sig en ekki í einu lagi,“ sagði Sigríður. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki hafa verið í hættu vegna þessa máls.Vísir/Vilhelm Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður segist með ákvörðun sinni að segja af sér vilja skapa frið um málaflokkinn svo að hægt verði að taka ákvarðanir innan dómsmálaráðuneytisins án þess að persóna hennar kynni að trufla þau störf. Hún vill ekki að dómstólarnir verði notaðir í pólitískum tilgangi og að grafið yrði undir trúverðugleika þeirra, sæti hún áfram. Heldur þú áfram á þingi? „Já, að sjálfsögðu. Ég er ekki að hverfa frá pólitík og hef áfram eftir sem áður skoðanir á því hvernig fyrirkomulagið við skipan dómara á að vera,“ sagði Sigríður.Hrikti í ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa máls? „Ekki vegna þessa máls nei. Ég skil það líka alveg vel að mönnum þyki erfitt þegar menn far aí og úr stjórn og mál halda áfram á milli ríkisstjórna,“ sagði Sagríður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Sigríður að hún hefði stuðning ríkisstjórnarinnar og að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti.Var þrýstingur á þig frá formanni flokksins eða frá flokkum um að stíga til hliðar? „Alls ekki, alls ekki og ég hef fullan stuðning míns þingflokks,“ sagði Sigríður.En ríkisstjórnarinnar? „Við höfum nú ekki haft ríkisstjórnarfund en ég geng nú út frá því að ég hafi sem ráðherra stuðning ríkisstjórnarinnar annars væri ríkisstjórnin fallin,“ sagði Sigríður.Þú ræddir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra í gær. Hvað fór ykkar á milli? „Ég gef það nú ekki upp. Ég ræði við forsætisráðherra á hverjum tíma og það er eðlilegt að ráðherra geri það og aðrir ráðherra líka þannig að ég gef það nú ekki upp en það var nú bara svona fljótlega eftir að dómurinn hvar kveðinn upp bara til þess að ráða ráðum okkar,“ sagði Sigríður. Sigríður Á. Andersen ræðir við fréttamenn að loknum blaðamannafundi í dagVísir/Stöð 2 Standi þetta hefur það ófyrirséðar afleiðingar Frá farandi dómsmálaráðherra á vona á því að íslenska ríkið muni skjóta niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirréttar í Strassborg. „Standi þetta þá hefur þetta ófyrirséðar afleiðingar um alla Evrópu hvað varðar dómsuppkvaðningu í flestum löndum Evrópu,“ sagði Sigríður.Hver úr Sjálfstæðisflokkum tekur við dómsmálaráðuneytinu? „Nú er það ákvörðun formanns og þingflokksins í heild en ég mun óska eftir því að fjármálaráðherra og formaður flokksins muni gegna fyrir mig fram að ríkisráðsfundi þannig að það verði ekkert hökkt hér á ákvörðunum sem þarf að taka í dómsmálaráðuneytinu strax á morgun,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum á morgun 13. mars 2019 18:08 Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Sigríður Á. Andersen getur tæknilega ekki stigið til hliðar tímabundið. 13. mars 2019 16:05 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum á morgun 13. mars 2019 18:08
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13
Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Sigríður Á. Andersen getur tæknilega ekki stigið til hliðar tímabundið. 13. mars 2019 16:05