Minni hagnaður Volkswagen Group Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2019 07:45 Merkin Audi og Porsche skiluðu hvort um sig meiri hagnaði en Volkswagen-merkið sjálft. Í áætlunum Volkswagen Group fyrir síðasta ár var gert ráð fyrir 4-5% hagnaði af veltu, en uppgjör VW Group leiddi í ljós 3,8% hagnað af veltu síðasta árs. Hagnaður af veltu árið áður var 4,2% og féll því um 0,4% á milli ára. Helsta vandamál flestra bílamerkja Volkswagen Group á síðasta ári tengdist nýrri WLTP-mengunarreglugerð þar sem framleiðendurnir þurftu tímabundið að taka margar bílgerðir sínar úr sölu þar sem þær uppfylltu ekki nýju reglugerðina. Sérstaklega hitti reglugerðin illa fyrir bílamerkin Audi og Bentley. Fyrir vikið varð tap af rekstri Bentley upp á 288 milljónir evra en hagnaður var á rekstri Bentley árið áður upp á 55 milljónir evra.WLTP olli erfiðleikum Forsvarsmenn Volkswagen Group segja að nýja WLTP-reglugerðin muni áfram á þessu ári hafa neikvæð áhrif á rekstur samstæðunnar, en þó í mun minna mæli en í fyrra. Heildarhagnaður Volkswagen Group í fyrra nam 13,92 milljörðum evra, eða um 1.900 milljörðum króna. Það voru fyrirtækin Audi og Porsche sem áttu sem fyrr vænan skerf í hagnaðarsköpun VW Group, en Audi skilaði 4,7 milljörðum evra í hagnað og Porsche 4,1 milljarði og því áttu þessi tvö bílamerki 63% af hagnaði Volkswagen Group. Volkswagen-merkið skilaði hins vegar 3,2 milljörðum evra í hagnað og skapaði því minni hagnað en bæði hin miklu minni bílamerki Audi og Porsche. Sem fyrr er stærðin ekki allt! Sala Volkswagen Group minnkaði í Ameríkuálfunum tveimur um 2% í fyrra, ekki síst vegna þess að fyrirtækið dró sig út úr taprekstri á ákveðnum svæðum í Mexíkó og vandamálum í Brasilíu og Argentínu. Salan í Bandaríkjunum jókst hins vegar um 2%.Kína með 39% af sölu VW Group Salan í Kína jókst um 0,5% og þar seldi Volkswagen Group 4,5 milljónir bíla í fyrra og er landið stærsta markaðssvæði samstæðunnar. Salan í Kína er 39% af allri framleiðslu VW Group. Þar sem samdráttur var almennt í bílasölu í Kína í fyrra jók VW Group við markaðshlutdeild sína í landinu og var hún 18,5% í fyrra. Í áætlunum Volkswagen Group fyrir árið í ár er gert ráð fyrir 5% hagnaði af sölu og hann á svo að hækka í 6,5-7,5% á næsta ári. Ein afleiðing þeirrar viðleitni Volkswagen Group að ná fram meiri hagnaði af sölu er fækkun starfsfólks og því má búast við uppsögnum eða samningum um starfslok hjá fyrirtækinu í ár og á næstu árum. Forsvarsmenn Volkswagen Group segja að það rími ágætlega við nýjar áherslur á smíði rafmagnsbíla sem krefjast um 30% færra starfsfólks í samsetningu þar sem þeir eru einfaldari smíði en bílar með brunavélar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Í áætlunum Volkswagen Group fyrir síðasta ár var gert ráð fyrir 4-5% hagnaði af veltu, en uppgjör VW Group leiddi í ljós 3,8% hagnað af veltu síðasta árs. Hagnaður af veltu árið áður var 4,2% og féll því um 0,4% á milli ára. Helsta vandamál flestra bílamerkja Volkswagen Group á síðasta ári tengdist nýrri WLTP-mengunarreglugerð þar sem framleiðendurnir þurftu tímabundið að taka margar bílgerðir sínar úr sölu þar sem þær uppfylltu ekki nýju reglugerðina. Sérstaklega hitti reglugerðin illa fyrir bílamerkin Audi og Bentley. Fyrir vikið varð tap af rekstri Bentley upp á 288 milljónir evra en hagnaður var á rekstri Bentley árið áður upp á 55 milljónir evra.WLTP olli erfiðleikum Forsvarsmenn Volkswagen Group segja að nýja WLTP-reglugerðin muni áfram á þessu ári hafa neikvæð áhrif á rekstur samstæðunnar, en þó í mun minna mæli en í fyrra. Heildarhagnaður Volkswagen Group í fyrra nam 13,92 milljörðum evra, eða um 1.900 milljörðum króna. Það voru fyrirtækin Audi og Porsche sem áttu sem fyrr vænan skerf í hagnaðarsköpun VW Group, en Audi skilaði 4,7 milljörðum evra í hagnað og Porsche 4,1 milljarði og því áttu þessi tvö bílamerki 63% af hagnaði Volkswagen Group. Volkswagen-merkið skilaði hins vegar 3,2 milljörðum evra í hagnað og skapaði því minni hagnað en bæði hin miklu minni bílamerki Audi og Porsche. Sem fyrr er stærðin ekki allt! Sala Volkswagen Group minnkaði í Ameríkuálfunum tveimur um 2% í fyrra, ekki síst vegna þess að fyrirtækið dró sig út úr taprekstri á ákveðnum svæðum í Mexíkó og vandamálum í Brasilíu og Argentínu. Salan í Bandaríkjunum jókst hins vegar um 2%.Kína með 39% af sölu VW Group Salan í Kína jókst um 0,5% og þar seldi Volkswagen Group 4,5 milljónir bíla í fyrra og er landið stærsta markaðssvæði samstæðunnar. Salan í Kína er 39% af allri framleiðslu VW Group. Þar sem samdráttur var almennt í bílasölu í Kína í fyrra jók VW Group við markaðshlutdeild sína í landinu og var hún 18,5% í fyrra. Í áætlunum Volkswagen Group fyrir árið í ár er gert ráð fyrir 5% hagnaði af sölu og hann á svo að hækka í 6,5-7,5% á næsta ári. Ein afleiðing þeirrar viðleitni Volkswagen Group að ná fram meiri hagnaði af sölu er fækkun starfsfólks og því má búast við uppsögnum eða samningum um starfslok hjá fyrirtækinu í ár og á næstu árum. Forsvarsmenn Volkswagen Group segja að það rími ágætlega við nýjar áherslur á smíði rafmagnsbíla sem krefjast um 30% færra starfsfólks í samsetningu þar sem þeir eru einfaldari smíði en bílar með brunavélar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent