Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Birgir Olgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2019 15:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem ræddi við blaðamenn í Alþingishúsinu að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem rætt var um stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði af sér embætti. Bjarni sagði að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða og Þórdís Kolbrún myndi sinna dómsmálaráðuneytinu ásamt störfum sínum sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Spurður hvort að það væri verið að leggja of mikið á herðar Þórdísar sagði Bjarni að svo væri ekki og hún treysti sér fullkomlega í þetta verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Spurður hvort að Sigríður Andersen ætti afturkvæmt í ríkisstjórn svaraði Bjarni að nú væri hún fullgildur þingmaður sem gæti að hans mati starfað í stjórnarráðinu. Hvort að Sigríður yrði ráðherra aftur á kjörtímabilinu sagðist hann ekki geta svarað því að svo stöddu en það væri galopið fyrir það. Bjarni heldur nú til Bessastaða á ríkisráðsfund sem hefst klukkan fjögur en þar tekur við nýr dómsmálaráðherra af Sigríði. Sigríður, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga til hliðar til að skapa vinnufrið eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipan dómara í Landsrétt ólögmæta. Hún sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan stjórnarráðshúsið í dag að hún vissi ekki hvort hún myndi snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem ræddi við blaðamenn í Alþingishúsinu að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem rætt var um stöðuna sem komin er upp eftir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði af sér embætti. Bjarni sagði að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða og Þórdís Kolbrún myndi sinna dómsmálaráðuneytinu ásamt störfum sínum sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Spurður hvort að það væri verið að leggja of mikið á herðar Þórdísar sagði Bjarni að svo væri ekki og hún treysti sér fullkomlega í þetta verkefni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Spurður hvort að Sigríður Andersen ætti afturkvæmt í ríkisstjórn svaraði Bjarni að nú væri hún fullgildur þingmaður sem gæti að hans mati starfað í stjórnarráðinu. Hvort að Sigríður yrði ráðherra aftur á kjörtímabilinu sagðist hann ekki geta svarað því að svo stöddu en það væri galopið fyrir það. Bjarni heldur nú til Bessastaða á ríkisráðsfund sem hefst klukkan fjögur en þar tekur við nýr dómsmálaráðherra af Sigríði. Sigríður, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga til hliðar til að skapa vinnufrið eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi skipan dómara í Landsrétt ólögmæta. Hún sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan stjórnarráðshúsið í dag að hún vissi ekki hvort hún myndi snúa aftur í embætti dómsmálaráðherra.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37 Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12. 14. mars 2019 12:05
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29
Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. 14. mars 2019 13:37
Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili. 14. mars 2019 09:11