„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:36 Sigríður Andersen þegar hún gekk út af Bessastöðum í dag. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07