Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Landsréttur. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. Heimildir herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til dómaranna fjögurra sem niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu tekur til. Því muni aðeins ellefu dómarar starfa við réttinn að sinni. Með vísan til grunnreglu um sjálfstæði dómsvaldsins verða mál sem hefur verið úthlutað til dómara ekki tekin af honum nema að hans frumkvæði. Fjórmenningarnir þurfa því að ákveða hvort þeir segi sig frá þeim málum sem þeir hafa þegar fengið til meðferðar á meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu málsins verði því vísað til yfirdeildar MDE. Forseti Landsréttar úthlutar málum til dómara. Hans hlutverk er að ákveða hvort þeir fái ný mál. Ráðherra eða löggjafinn þarf svo að greiða úr óvissu sem ríkir um stöðu dómaranna fjögurra. Verði óskað eftir endurskoðun yfirdeildar MDE á málinu kemur einnig til greina að setja fjóra nýja dómara við réttinn tímabundið, sem dómstólalög heimila í brýnni nauðsyn. Ráðherra myndi þá setja dómara að fenginni tillögu hæfisnefndar. Auglýsa þyrfti slík embætti ef setja á dómara til lengri tíma en sex mánaða. Meira en ár geti verið til endanlegs dóms frá Strassborg, verði ákveðið að óska eftir endurskoðun. Verði hins vegar ákveðið að una dóminum þarf að gera breytingar á skipun Landsréttar. Ætla verður að löggjafinn þurfi að koma að því verkefni enda verður dómurunum fjórum ekki vísað úr embætti nema með dómi. Örðugt er að sjá á hvaða grundvelli mál gegn þeim yrði. Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja mögulegt að leggja stöður þeirra niður með lögum, setja þær svo í lög á ný og hefja skipunarferli að nýju. Önnur leið væri að kanna vilja dómaranna fjögurra til að semja um starfslok og auglýsa stöður þeirra að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira