Klár vilji ráðherrans að áfrýja Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. mars 2019 06:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýr dómsmálaráðherra, ræðir við fjölmiðla á tröppunum á Bessastöðum fyrir ríkisráðsfund í gær. vísir/vilhelm Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Að mati Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, nýs dómsmálaráðherra, er mikilvægt að áfrýja dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), en líkt og fram hefur komið beið íslenska ríkið lægri hlut í Landsréttarmálinu svokallaða fyrir MDE, þegar Sigríður Á. Andersen skipaði dómara við Landsrétt. Þórdís segir ákvörðun um áfrýjun undir sér komna. „Sú ákvörðun að áfrýja dómnum hefur auðvitað verið til skoðunar síðan dómurinn birtist á miðvikudag. En það er klár vilji minn að við áfrýjum. Þarna undir eru svo miklir hagsmunir að ég tel það nauðsynlegt," segir Þórdís, sem tekur formlega við lyklum að ráðuneyti dómsmála í dag, eftir afsögn Sigríðar. „Þetta er fordæmalaus niðurstaða," segir Þórdís. „Dómurinn er klofinn og að mínu viti kemur fram slík gagnrýni í minnihlutaálitinu að það er eðlilegt að láta á það reyna á æðra dómstigi MDE." Hún segir þó mikilvægt að stigið sé varlega til jarðar til að passa upp á gildi þrígreiningar ríkisvalds. „Málið varðar eina af grunnstoðum samfélagsins, réttarkerfið okkar. Það er lykilatriði að sé stigið varlega til jarðar þegar kemur að því að freista þess að löggjafar- og framkvæmdavaldið skýri stöðu mála hraðar. Huga þarf að því að ekki verði aukið við réttaróvissu og að leyst verði úr málum af yfirvegun," útskýrir Þórdís. Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins, en ákveðið var að fresta öllum dómsmálum út vikuna eftir að dómur barst. Heimildir blaðsins herma að rétturinn muni hefja störf að nýju en málum verði ekki útdeilt til þeirra fjögurra dómara sem niðurstaða MDE tekur til. Enn frekar herma heimildir blaðsins að Þórdís muni eingöngu sinna embætti dómsmálaráðherra þar til Landsréttarmálið er komið í farveg. Eftir þann tíma sé helst litið til tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins til þess að taka við ráðuneytinu, annars vegar ritara flokksins og formanns utanríkismálanefndar, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, og hins vegar þingflokksformannsins Birgis Ármannssonar. Birgir og Áslaug eru menntaðir lögfræðingar og njóta bæði trausts innan flokksins. Áslaug hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið sig vel í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki innan flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira