Umdeilt lögbannsmál gegn Stundinni tekið fyrir í Hæstarétti í dag Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 10:36 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. vísir/ernir Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. Ætla má að málflutningi ljúki nærri 11:30. Málið snýr að umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggir á gögnum úr þrotabúi Glitnis. Blaðið hafði fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Glitnir HoldCo, eignarhaldsfélagið sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina á grundvelli bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og var það sett á þann 13. október 2017, tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar það sama ár. „Stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum“ Lögbannið var afar umdeilt og sagði stjórn Blaðamannafélags Íslands það vera fullkomlega óskiljanlegt. Í ályktun stjórnarinnar var fullyrt að engir hagsmunir væru í húfi sem réttlættu slíkar aðgerðir og væri með þeim verið að leggja hömlur á tjáningarfrelsið í landinu. Slíkt væri sérstaklega alvarlegt í aðdraganda þingkosninga. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum.“Forsíða Stundarinnar eftir að lögbann hafði verið sett á umfjöllun miðilsins úr gögnum Glitnis HoldCo.StundinTvöfaldur sigur Stundarinnar innan dómskerfisins Í kjölfarið höfðaði Glitnir HoldCo staðfestingarmál vegna lögbannsins á síðasta degi málshöfðunarfrestsins og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af þeirri kröfu félagsins að afhenda gögnin og lögbannið dæmt ólögmætt í ljósi þess að umfjöllunin var sögð eiga erindi til almennings í aðdraganda kosninga. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu sagði Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavík Media, niðurstöðuna vera mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu. Lögbannið hélt þó áfram gildi út áfrýjunarfrestinn og ákvað Glitnir HoldCo að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þar var niðurstaða héraðsdóms staðfest og sagði í niðurstöðu dómsins að óskýrt væri hvaða gögn miðlinum bæri að afhenda þar sem ekki lægi fyrir að þau gögn sem félagið færi fram á væru þau sömu og fjölmiðlarnir hefðu undir höndum.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínHæstiréttur tekur málið fyrir Stundin hélt umfjöllun áfram eftir niðurstöðu Landsréttar þrátt fyrir að áfrýjunarfrestur væri ekki liðinn og var Bjarni Benediktsson á næstu forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni „Bannaðar fréttir birtar“. Þar var fjallað um viðskipti hans í aðdraganda hrunsins og sögðu ritstjórar Stundarinnar þá ákvörðun byggja á bæði lögfræðilegum og siðferðilegum grunni og einnig þeirri staðreynd að ekki væri gert ráð fyrir tilvist Landsréttar í lögbannslögum. Í lok nóvember á síðasta ári féllst Hæstiréttur á beiðni Glitnis HoldCo um að málið yrði tekið fyrir, rúmu ári eftir að lögbannið tók gildi. Hæstiréttur leit svo á að lögbannið sjálft væri fallið úr gildi og því væri ekki hægt að krefjast þess að lögbannið yrði staðfest með dómi. Hæstiréttur mun því taka fyrir þá kröfu félagsins um að viðurkennt verði að fjölmiðlum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi og að Stundinni og Reykjavík Media beri að afhenda gögnin. Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald "Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. 26. október 2018 09:59 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Forsíða Stundarinnar svört Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. 20. október 2017 07:58 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Málflutningur í máli Glitnis HoldCo ehf. gegn útgáfufélaginu Stundinni og Reykjavík Media fer nú fram í Hæstarétti og hófst málflutningurinn klukkan níu. Ætla má að málflutningi ljúki nærri 11:30. Málið snýr að umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem byggir á gögnum úr þrotabúi Glitnis. Blaðið hafði fjallað ítarlega um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við Glitni rétt fyrir hrun. Reykjavík Media og breska blaðið The Guardian fjölluðu einnig um viðskipti Bjarna upp úr gögnunum. Glitnir HoldCo, eignarhaldsfélagið sem heldur utan um eignir sem tilheyrðu þrotabúi Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina á grundvelli bankaleyndarákvæði laga um fjármálastofnanir og var það sett á þann 13. október 2017, tveimur vikum fyrir Alþingiskosningarnar það sama ár. „Stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum“ Lögbannið var afar umdeilt og sagði stjórn Blaðamannafélags Íslands það vera fullkomlega óskiljanlegt. Í ályktun stjórnarinnar var fullyrt að engir hagsmunir væru í húfi sem réttlættu slíkar aðgerðir og væri með þeim verið að leggja hömlur á tjáningarfrelsið í landinu. Slíkt væri sérstaklega alvarlegt í aðdraganda þingkosninga. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi,“ sagði í yfirlýsingunni. „Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum.“Forsíða Stundarinnar eftir að lögbann hafði verið sett á umfjöllun miðilsins úr gögnum Glitnis HoldCo.StundinTvöfaldur sigur Stundarinnar innan dómskerfisins Í kjölfarið höfðaði Glitnir HoldCo staðfestingarmál vegna lögbannsins á síðasta degi málshöfðunarfrestsins og var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Stundin og Reykjavík Media voru sýknuð af þeirri kröfu félagsins að afhenda gögnin og lögbannið dæmt ólögmætt í ljósi þess að umfjöllunin var sögð eiga erindi til almennings í aðdraganda kosninga. Eftir að dómur var kveðinn upp í málinu sagði Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavík Media, niðurstöðuna vera mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu. Lögbannið hélt þó áfram gildi út áfrýjunarfrestinn og ákvað Glitnir HoldCo að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar. Þar var niðurstaða héraðsdóms staðfest og sagði í niðurstöðu dómsins að óskýrt væri hvaða gögn miðlinum bæri að afhenda þar sem ekki lægi fyrir að þau gögn sem félagið færi fram á væru þau sömu og fjölmiðlarnir hefðu undir höndum.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínHæstiréttur tekur málið fyrir Stundin hélt umfjöllun áfram eftir niðurstöðu Landsréttar þrátt fyrir að áfrýjunarfrestur væri ekki liðinn og var Bjarni Benediktsson á næstu forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni „Bannaðar fréttir birtar“. Þar var fjallað um viðskipti hans í aðdraganda hrunsins og sögðu ritstjórar Stundarinnar þá ákvörðun byggja á bæði lögfræðilegum og siðferðilegum grunni og einnig þeirri staðreynd að ekki væri gert ráð fyrir tilvist Landsréttar í lögbannslögum. Í lok nóvember á síðasta ári féllst Hæstiréttur á beiðni Glitnis HoldCo um að málið yrði tekið fyrir, rúmu ári eftir að lögbannið tók gildi. Hæstiréttur leit svo á að lögbannið sjálft væri fallið úr gildi og því væri ekki hægt að krefjast þess að lögbannið yrði staðfest með dómi. Hæstiréttur mun því taka fyrir þá kröfu félagsins um að viðurkennt verði að fjölmiðlum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi og að Stundinni og Reykjavík Media beri að afhenda gögnin.
Dómsmál Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald "Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. 26. október 2018 09:59 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Forsíða Stundarinnar svört Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. 20. október 2017 07:58 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald "Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. 26. október 2018 09:59
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42
Forsíða Stundarinnar svört Forsíða Stundarinnar er með óhefðbundnu sniði í dag. 20. október 2017 07:58