Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 10:48 Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar hefur beðið almenning á Írlandi um hjálp við leitina að Jóni sem hefur verið saknað frá því 9. febrúar síðastliðinn. Þetta gerir fjölskyldan með því að senda fréttatilkynningu á írska fjölmiðla í dag. Jón Þröstur sást síðast í hverfinu Whitehall í norður Dyflinni en í fréttatilkynningunni kemur fram að írska björgunarsveitin hefði fínkembt svæðið og því sé afar ólíklegt að Jón sé í Whitehall. Hefur fjölskyldan lagt af stað með „Hefur þú séð bróður minn?“-herferðina til að ná til sem flestra í von um að Jón finnist. Eru Írar hvattir til að prenta út plakat þar sem vakin er athygli á því að Jóns sé saknað. Er fólk beðið um að hengja plakatið upp á vinnustöðum sínum, í bílum, sporvögnum, biðskýlum og á kappleikjum.Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi.Davíð Karl Wium, bróðir Jóns Þrastar, segir í tilkynningunni að fjölskyldan vonist til að sem flestir taki þátt svo myndin af Jóni nái til þeirra sem gætu haft upplýsingar um hvarf hans. Jón Þröstur fór út af hóteli sínu klukkan ellefu að morgni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans frá þeim stað. Taldar eru líkur á að hann hafi sest upp í ökutæki og ferðast eitthvert innan Írlands. Jón yfirgaf hótelið án vegabréfs eða annarra skilríkja og því talið ólíklegt að hann hafi yfirgefið landið en þó ekki útilokað að hann hafi náð að komast til Norður Írlands eða Bretlandseyja án skilríkja. Fjölskylda Jóns hefur verið í Írlandi undanfarnar vikur og hefur ekki í hyggju að yfirgefa landið án hans. „Við gefumst ekki upp. Við erum svo virkilega þakklát fyrir stuðninginn og alla þá hjálp sem við höfum fengið frá írsku þjóðinni og vonum að herferðin um allt land muni skila Jóni heim,“ segir Davíð Karl í tilkynningunni. Jóni er þar lýst sem blíðum og ástríkum fjögurra barna föður og hvarfið sagt afar ólíkt honum. Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar hefur beðið almenning á Írlandi um hjálp við leitina að Jóni sem hefur verið saknað frá því 9. febrúar síðastliðinn. Þetta gerir fjölskyldan með því að senda fréttatilkynningu á írska fjölmiðla í dag. Jón Þröstur sást síðast í hverfinu Whitehall í norður Dyflinni en í fréttatilkynningunni kemur fram að írska björgunarsveitin hefði fínkembt svæðið og því sé afar ólíklegt að Jón sé í Whitehall. Hefur fjölskyldan lagt af stað með „Hefur þú séð bróður minn?“-herferðina til að ná til sem flestra í von um að Jón finnist. Eru Írar hvattir til að prenta út plakat þar sem vakin er athygli á því að Jóns sé saknað. Er fólk beðið um að hengja plakatið upp á vinnustöðum sínum, í bílum, sporvögnum, biðskýlum og á kappleikjum.Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi.Davíð Karl Wium, bróðir Jóns Þrastar, segir í tilkynningunni að fjölskyldan vonist til að sem flestir taki þátt svo myndin af Jóni nái til þeirra sem gætu haft upplýsingar um hvarf hans. Jón Þröstur fór út af hóteli sínu klukkan ellefu að morgni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans frá þeim stað. Taldar eru líkur á að hann hafi sest upp í ökutæki og ferðast eitthvert innan Írlands. Jón yfirgaf hótelið án vegabréfs eða annarra skilríkja og því talið ólíklegt að hann hafi yfirgefið landið en þó ekki útilokað að hann hafi náð að komast til Norður Írlands eða Bretlandseyja án skilríkja. Fjölskylda Jóns hefur verið í Írlandi undanfarnar vikur og hefur ekki í hyggju að yfirgefa landið án hans. „Við gefumst ekki upp. Við erum svo virkilega þakklát fyrir stuðninginn og alla þá hjálp sem við höfum fengið frá írsku þjóðinni og vonum að herferðin um allt land muni skila Jóni heim,“ segir Davíð Karl í tilkynningunni. Jóni er þar lýst sem blíðum og ástríkum fjögurra barna föður og hvarfið sagt afar ólíkt honum.
Leitin að Jóni Þresti Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira