Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 10:48 Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar hefur beðið almenning á Írlandi um hjálp við leitina að Jóni sem hefur verið saknað frá því 9. febrúar síðastliðinn. Þetta gerir fjölskyldan með því að senda fréttatilkynningu á írska fjölmiðla í dag. Jón Þröstur sást síðast í hverfinu Whitehall í norður Dyflinni en í fréttatilkynningunni kemur fram að írska björgunarsveitin hefði fínkembt svæðið og því sé afar ólíklegt að Jón sé í Whitehall. Hefur fjölskyldan lagt af stað með „Hefur þú séð bróður minn?“-herferðina til að ná til sem flestra í von um að Jón finnist. Eru Írar hvattir til að prenta út plakat þar sem vakin er athygli á því að Jóns sé saknað. Er fólk beðið um að hengja plakatið upp á vinnustöðum sínum, í bílum, sporvögnum, biðskýlum og á kappleikjum.Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi.Davíð Karl Wium, bróðir Jóns Þrastar, segir í tilkynningunni að fjölskyldan vonist til að sem flestir taki þátt svo myndin af Jóni nái til þeirra sem gætu haft upplýsingar um hvarf hans. Jón Þröstur fór út af hóteli sínu klukkan ellefu að morgni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans frá þeim stað. Taldar eru líkur á að hann hafi sest upp í ökutæki og ferðast eitthvert innan Írlands. Jón yfirgaf hótelið án vegabréfs eða annarra skilríkja og því talið ólíklegt að hann hafi yfirgefið landið en þó ekki útilokað að hann hafi náð að komast til Norður Írlands eða Bretlandseyja án skilríkja. Fjölskylda Jóns hefur verið í Írlandi undanfarnar vikur og hefur ekki í hyggju að yfirgefa landið án hans. „Við gefumst ekki upp. Við erum svo virkilega þakklát fyrir stuðninginn og alla þá hjálp sem við höfum fengið frá írsku þjóðinni og vonum að herferðin um allt land muni skila Jóni heim,“ segir Davíð Karl í tilkynningunni. Jóni er þar lýst sem blíðum og ástríkum fjögurra barna föður og hvarfið sagt afar ólíkt honum. Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar hefur beðið almenning á Írlandi um hjálp við leitina að Jóni sem hefur verið saknað frá því 9. febrúar síðastliðinn. Þetta gerir fjölskyldan með því að senda fréttatilkynningu á írska fjölmiðla í dag. Jón Þröstur sást síðast í hverfinu Whitehall í norður Dyflinni en í fréttatilkynningunni kemur fram að írska björgunarsveitin hefði fínkembt svæðið og því sé afar ólíklegt að Jón sé í Whitehall. Hefur fjölskyldan lagt af stað með „Hefur þú séð bróður minn?“-herferðina til að ná til sem flestra í von um að Jón finnist. Eru Írar hvattir til að prenta út plakat þar sem vakin er athygli á því að Jóns sé saknað. Er fólk beðið um að hengja plakatið upp á vinnustöðum sínum, í bílum, sporvögnum, biðskýlum og á kappleikjum.Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi.Davíð Karl Wium, bróðir Jóns Þrastar, segir í tilkynningunni að fjölskyldan vonist til að sem flestir taki þátt svo myndin af Jóni nái til þeirra sem gætu haft upplýsingar um hvarf hans. Jón Þröstur fór út af hóteli sínu klukkan ellefu að morgni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans frá þeim stað. Taldar eru líkur á að hann hafi sest upp í ökutæki og ferðast eitthvert innan Írlands. Jón yfirgaf hótelið án vegabréfs eða annarra skilríkja og því talið ólíklegt að hann hafi yfirgefið landið en þó ekki útilokað að hann hafi náð að komast til Norður Írlands eða Bretlandseyja án skilríkja. Fjölskylda Jóns hefur verið í Írlandi undanfarnar vikur og hefur ekki í hyggju að yfirgefa landið án hans. „Við gefumst ekki upp. Við erum svo virkilega þakklát fyrir stuðninginn og alla þá hjálp sem við höfum fengið frá írsku þjóðinni og vonum að herferðin um allt land muni skila Jóni heim,“ segir Davíð Karl í tilkynningunni. Jóni er þar lýst sem blíðum og ástríkum fjögurra barna föður og hvarfið sagt afar ólíkt honum.
Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira