Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. mars 2019 18:53 Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Vísir/vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48