Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. mars 2019 18:53 Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Vísir/vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. Félagsdómur greindi frá niðurstöðu sinni á sjöunda tímanum í kvöld að því er fram kemur í frétt RÚV um málið.Þetta eru fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um. Fyrstu aðgerðirnar áttu að hefjast mánudaginn 18. mars næstkomandi. Í kvöldfréttum RÚV tjáði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sig um rökstuðning niðurstöðunnar: „Rökin eru þau að þetta standist ekki vinnulöggjöfina og þessi beiting verkfallsréttarins og þróun hans standist einfaldlega ekki lög og því séu þessi boðuðu verkföll ólögmæt og komi þar af leiðandi ekki til framkvæmda.“ Aðspurður hvort komið hefði á óvart hve fljótur Félagsdómur var að úrskurða í málinu svarar Halldór því til að hann hafi verið afar viss í sinni sök. „Það tók félagsdóm rétt um þrjár klukkustundir að komast að einróma niðurstöðu. Við vorum auðvitað viss í okkar sök að þessi skrumskæling vinnulöggjafarinnar gæti ekki staðist og við fögnum því úrskurði Félagsdóms í dag.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum hafi verið reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.vísir/vilhelmForsvarsmenn Eflingar lýsa yfir vonbrigðum með úrskurðinn. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að því miður fái félagsmennirnir ekki að nýta verkfallsréttinn til fulls. Boðaðar aðgerðir hefðu verið hófsamar og byggt á stigmögnun í tað fest að til fullra áhrifa hefði komið strax. Forsvarsmenn Eflingar segjast hlíta dómnum og hyggjast læra af honum. „Við erum hvergi af baki dottin og höldum ótrauð áfram með hefðbundin verkföll sem boðuð hafa verið og hefjast næstkomandi föstudag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samtök atvinnulífsins höfðuðu í annað sinn mál gegn Eflingu fyrir Félagsdómi. Halldór Benjamin Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagt að með boðuðum verkföllum og vinnutruflunum hafi Efling reynt á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar.Dómur félagsdóms hefur ekki verið birtur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. 11. mars 2019 19:45
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Mál SA gegn Eflingu þingfest í félagsdómi í gær Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að með örverkföllum sé verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar. Málið var þingfest í gær. 13. mars 2019 13:48