Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 12:15 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fjármálaráðherra hyggst breyta framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherrar fjármála og sveitarstjórnarmála hafa ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. Samkvæmt útreikningi Sambands íslenskra sveitarfélaga þýðir þetta að fjárframlög til sveitarfélaga verða skert um ríflega þrjár milljarða króna á næstu tveimur árum. Framkvæmdastjóri sambandsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndir ríkisins hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Hann benti á að niðurskurðurinn kæmi verst niður á sveitarfélögum á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, heyrði fyrst af tillögum fjármálaráðherra í fjölmiðlum. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, við heyrðum af þessu fyrst í gær í fréttum og það er með ólíkindum að þetta skuli koma þannig í fangið á okkur,“ segir Guðmundur.Forsendubrestur vegna þjónustu við fatlaða Guðmundur nefnir sem dæmi að nú þegar dugi framlög ríkisins ekki öllum sveitarfélögum svo þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga. „Ef við tökum dæmi fyrir sveitarfélög eins og Ísafjarðarbæ þá er um 30 milljóna króna gat að ræða á hverju einasta ári, þar sem framlög ríkisins hafa ekki haldið í við kostnaðinn og þá aðallega launakostnað,“ segir Guðmundur. Hann segir það borðleggjandi að ef framlög ríkis til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði skert séu forsendur brostnar vegna flutnings málaflokksins. Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fjármálaráðherra hyggst breyta framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherrar fjármála og sveitarstjórnarmála hafa ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. Samkvæmt útreikningi Sambands íslenskra sveitarfélaga þýðir þetta að fjárframlög til sveitarfélaga verða skert um ríflega þrjár milljarða króna á næstu tveimur árum. Framkvæmdastjóri sambandsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndir ríkisins hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Hann benti á að niðurskurðurinn kæmi verst niður á sveitarfélögum á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, heyrði fyrst af tillögum fjármálaráðherra í fjölmiðlum. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, við heyrðum af þessu fyrst í gær í fréttum og það er með ólíkindum að þetta skuli koma þannig í fangið á okkur,“ segir Guðmundur.Forsendubrestur vegna þjónustu við fatlaða Guðmundur nefnir sem dæmi að nú þegar dugi framlög ríkisins ekki öllum sveitarfélögum svo þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga. „Ef við tökum dæmi fyrir sveitarfélög eins og Ísafjarðarbæ þá er um 30 milljóna króna gat að ræða á hverju einasta ári, þar sem framlög ríkisins hafa ekki haldið í við kostnaðinn og þá aðallega launakostnað,“ segir Guðmundur. Hann segir það borðleggjandi að ef framlög ríkis til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði skert séu forsendur brostnar vegna flutnings málaflokksins.
Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira