Óaðfinnanlegur dagur hjá Finnanum Bottas Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2019 17:45 Finnski ökuþórinn Valtteri Bottas fagnar sigri sínum í Melbourne um helgina. AP/Rick Rycroft Þegar sviðsljósið var á Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Max Verstappen og Daniel Ricciardo var það finnski ökuþórinn Valtteri Bottas sem reyndist hlutskarpastur í fyrsta kappakstri ársins í Formúlu 1 um helgina þegar hann kom fyrstur í mark í Melbourne, Ástralíu. Í aðdraganda kappakstursins í Ástralíu voru augu flestra á Lewis Hamilton. Breski ökuþórinn á Mercedes-bílnum hefur verið í sérflokki undanfarin ár og eftir fjóra heimsmeistaratitla á undanförnum fimm árum var komið að því að gera atlögu að metum Michaels Schumacher. Hamilton sjálfur reyndi að dreifa athyglinni í aðdraganda kappakstursins og setja pressu á Ferrari sem komu hvað best út úr æfingunum í Barcelona en það var Bottas sem stal sviðsljósinu. Hamilton var langfljótastur á æfingum fyrir helgi og fylgdi því eftir með því að ná ráspól, þeim 84. á ferlinum á laugardaginn, um tíu sekúndubrotum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Bottas. Í kappakstrinum sjálfum var það Bottas sem komst fram fyrir Hamilton strax í upphafi og átti óaðfinnanlegan dag. Bottas kom í mark á 1:25,27 og var með tuttugu sekúndna forskot á liðsfélaga sinn, Hamilton sem þurfti að einbeita sér að því að halda aftur af Max Verstappen í stað þess að eltast við Bottas. Þá fékk Bottas aukastig fyrir fljótasta hringinn í kappakstrinum í tvöföldum sigri Mercedes en Ferrari þurfti að láta fjórða og fimmta sætið duga í fyrsta kappakstri ársins. Bottas, sem náði ekki að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra, var að vonum í skýjunum eftir fyrsta kappakstur ársins. „Það er erfitt að útskýra hvað fór úrskeiðis andlega á síðasta tímabili en það breyttist eitthvað í vetur. Þetta var besta frammistaða mín frá upphafi. Bíllinn var fullkominn og ég naut þess að keyra í dag,“ sagði Bottas í samtali við fjölmiðlamenn eftir kappaksturinn. Næsti kappakstur fer fram í olíuríkinu Barein eftir tvær vikur og fá liðin því nú viku til að fínstilla bílinn og fara yfir hvað fór úrskeiðis í kappakstri helgarinnar. Miðað við fyrsta kappaksturinn skyldi enginn afskrifa að ökuþór frá Mercedes vinni sjötta árið í röð. Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þegar sviðsljósið var á Lewis Hamilton, Sebastian Vettel, Max Verstappen og Daniel Ricciardo var það finnski ökuþórinn Valtteri Bottas sem reyndist hlutskarpastur í fyrsta kappakstri ársins í Formúlu 1 um helgina þegar hann kom fyrstur í mark í Melbourne, Ástralíu. Í aðdraganda kappakstursins í Ástralíu voru augu flestra á Lewis Hamilton. Breski ökuþórinn á Mercedes-bílnum hefur verið í sérflokki undanfarin ár og eftir fjóra heimsmeistaratitla á undanförnum fimm árum var komið að því að gera atlögu að metum Michaels Schumacher. Hamilton sjálfur reyndi að dreifa athyglinni í aðdraganda kappakstursins og setja pressu á Ferrari sem komu hvað best út úr æfingunum í Barcelona en það var Bottas sem stal sviðsljósinu. Hamilton var langfljótastur á æfingum fyrir helgi og fylgdi því eftir með því að ná ráspól, þeim 84. á ferlinum á laugardaginn, um tíu sekúndubrotum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Bottas. Í kappakstrinum sjálfum var það Bottas sem komst fram fyrir Hamilton strax í upphafi og átti óaðfinnanlegan dag. Bottas kom í mark á 1:25,27 og var með tuttugu sekúndna forskot á liðsfélaga sinn, Hamilton sem þurfti að einbeita sér að því að halda aftur af Max Verstappen í stað þess að eltast við Bottas. Þá fékk Bottas aukastig fyrir fljótasta hringinn í kappakstrinum í tvöföldum sigri Mercedes en Ferrari þurfti að láta fjórða og fimmta sætið duga í fyrsta kappakstri ársins. Bottas, sem náði ekki að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra, var að vonum í skýjunum eftir fyrsta kappakstur ársins. „Það er erfitt að útskýra hvað fór úrskeiðis andlega á síðasta tímabili en það breyttist eitthvað í vetur. Þetta var besta frammistaða mín frá upphafi. Bíllinn var fullkominn og ég naut þess að keyra í dag,“ sagði Bottas í samtali við fjölmiðlamenn eftir kappaksturinn. Næsti kappakstur fer fram í olíuríkinu Barein eftir tvær vikur og fá liðin því nú viku til að fínstilla bílinn og fara yfir hvað fór úrskeiðis í kappakstri helgarinnar. Miðað við fyrsta kappaksturinn skyldi enginn afskrifa að ökuþór frá Mercedes vinni sjötta árið í röð.
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira