Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2019 23:04 Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Vísir/vilhelm „Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
„Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55