Hittni Berlínarliðsins var góð í fyrri hálfeik. Þeir leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikhlutann og voru svo 59-43 er liðin gengu til búningsherbergja.
Þrátt fyrir áhlaup gestanna í síðari hálfleik þá náðu heimamenn að verja forystuna fyrir framan níu þúsund áhorfendur í Mercedes-Benz höllinni. Martin átti góða spretti undir lokin og er Berlínarliðið því komið í 1-0 í einvíginu.
EINS ZU NULL IM EUROCUP-HALBFINALE!
102:97-Sieg gegen ein sehr starkes @morabancandorra, das das Spiel fast noch gedreht hätte. @hermannsson15 mit dem coolen And-One zur Entscheidung. Noch ein Sieg zum Finale! #roadtogreatnesspic.twitter.com/GENqE4ZSuN
— ALBA BERLIN (@albaberlin) March 19, 2019
Martin gerði tíu stig en bætti við sjö stoðsendingum og var næst stoðsendingarhæstur í liði Alba. Hann tók einnig eitt frákast.
KR-ingurinn verður í eldlínunni í Andorra á föstudagskvöldið, sama kvöld og íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar í sama landi, en þar getur Alba tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar.