„Bara hin besta kjörsókn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 08:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í vikunni og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm „Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira
„Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira
Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07