Landsréttur staðfesti dóm „útfararstjórans“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2019 17:40 Landsréttur staðfesti dóminn sem féll í héraði. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni, sem héraðsdómur dæmdi í maí til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelld meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri tveggja einkahlutafélaga. Var hann sakfelldur fyrir að skila af sér efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum félaganna tveggja, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður annars vegar, og daglegur stjórnandi annars vegar. Þá kvað dómurinn í héraði á um að Gunnari yrði gert að greiða 13,6 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta sjö mánaða fangelsisvistar. Þar að auki var Gunnari gert að greiða allan sakarkostnað og laun verjanda síns, sem samtals nema um 2,2 milljónum króna. Samkvæmt dómi Landsréttar skal Gunnar einnig greiða áfrýjunarkostnað málsins og frekari málsvarnarlaun, sem samsvarar rúmri 1,7 milljónum til viðbótar.Þekktur „útfararstjóri“ Gunnar er einn tveggja „útfararstjóra“ sem meðal annars var fjallað var um í sjónvarpsþættinum Brestum sem sýndur var á Stöð 2 árið 2015, en það eru menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot, til að eigandinn, sá sem kom því á bjargbrúnina, geti haldið óflekkuðu mannorði. Þá kom fram í dómi héraðsdóms að samkvæmt sakavottorði ákærða hafi hann 14 sinnum áður verið sakfelldur fyrir refsiverðan verknað, þar af þrisvar fyrir kynferðisbrot, og að sakaferill hans teygi sig tæplega tvo og hálfan áratug aftur í tímann, til ársins 1995. Dómsmál Tengdar fréttir Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Margdæmdur fjárglæfra- og kynferðisafbrotamaður keyrði byggingafélag í þrot á tveimur mánuðum. 10. janúar 2019 11:30 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni, sem héraðsdómur dæmdi í maí til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelld meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri tveggja einkahlutafélaga. Var hann sakfelldur fyrir að skila af sér efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum félaganna tveggja, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður annars vegar, og daglegur stjórnandi annars vegar. Þá kvað dómurinn í héraði á um að Gunnari yrði gert að greiða 13,6 milljóna króna sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins eða sæta sjö mánaða fangelsisvistar. Þar að auki var Gunnari gert að greiða allan sakarkostnað og laun verjanda síns, sem samtals nema um 2,2 milljónum króna. Samkvæmt dómi Landsréttar skal Gunnar einnig greiða áfrýjunarkostnað málsins og frekari málsvarnarlaun, sem samsvarar rúmri 1,7 milljónum til viðbótar.Þekktur „útfararstjóri“ Gunnar er einn tveggja „útfararstjóra“ sem meðal annars var fjallað var um í sjónvarpsþættinum Brestum sem sýndur var á Stöð 2 árið 2015, en það eru menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot, til að eigandinn, sá sem kom því á bjargbrúnina, geti haldið óflekkuðu mannorði. Þá kom fram í dómi héraðsdóms að samkvæmt sakavottorði ákærða hafi hann 14 sinnum áður verið sakfelldur fyrir refsiverðan verknað, þar af þrisvar fyrir kynferðisbrot, og að sakaferill hans teygi sig tæplega tvo og hálfan áratug aftur í tímann, til ársins 1995.
Dómsmál Tengdar fréttir Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Margdæmdur fjárglæfra- og kynferðisafbrotamaður keyrði byggingafélag í þrot á tveimur mánuðum. 10. janúar 2019 11:30 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Margdæmdur fjárglæfra- og kynferðisafbrotamaður keyrði byggingafélag í þrot á tveimur mánuðum. 10. janúar 2019 11:30
Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14