Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2019 18:21 Hatari og Friðrik Ómar þykja sigurstranglegir í Söngvakeppninni í ár. Hjólhýsin sjást hér parkeruð við Laugardalshöll í kvöld. Mynd/Samsett Friðrik Ómar var í dag mættur á keppnisstað Söngvakeppninnar með hjólhýsi til að hafa við Laugardalshöll en þeir í Hatari brugðust við með því að mæta með enn stærra hjólhýsi. Spennan magnast vegna Söngvakeppninnar sem fram fer annað kvöld, en þá keppa fimm flytjendur um það hver þeirra fer til Tel Aviv í Ísrael í maí og verður fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni. Þau sem keppa um hylli þjóðarinnar á morgun eru hljómsveitin Hatari, sem flestir meta sem sigurstranglegasta og svo Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Spennu fylgja átök og þeirra sést staður jafnt utan sviðs sem innan. Klemens Nikulásson Hannigan, einn Hataramanna, stendur hér hreykinn við hjólhýsi sveitarinnar.Mynd/AðsendKeppnin annað kvöld verður haldin í Laugardalshöll, sem er auðvitað að upplagi handboltahús fyrst og fremst. Friðrik Ómar gat ekki séð þær aðstæður sem heppilegar fyrir búningsherbergi poppstjörnu, svitastorkið rými frá fornu fari og með klísturklessur á trébekkjum. Hann var því í dag mættur með hjólhýsi sem komið hefur verið fyrir bak við Höllina, hjá starfsmannainnganginum. Þá sem búningsherbergi sitt og afdrep. Samkvæmt heimildum Vísis mun meðlimum Hatara ekki hafa litist allskostar vel á að vera með þeim hætti settir skör lægra en Friðrik Ómar. Þeir gripu því einfaldlega til þess ráðs að fá sér einnig hjólhýsi þar sem þeir geta undirbúið sig, málað og farið í sinn sviðsklæðnað án þess að þurfa að blanda um of geði við aðra keppendur. Hatara-menn vildu sem sagt ekki minni menn vera en Friðrik Ómar og reyndar toppa þeir Dalvíkinginn knáa því þeirra hjólhýsi er talsvert stærra. Meðan hjólhýsi Friðriks Ómars er fimm metrar á lengd telur hjólhýsi Hatara níu metra. Af þessu má ráða að verulegur hiti sé að færast í leikinn og þurfa menn nú að troðast hver um annan þveran í rýminu sem er við starfsmannainnganginn bak við Laugardalshöllina.Hjólhýsi Hatara og Friðriks Ómars í rigningunni fyrir utan Laugardalshöll í kvöld.Vísir/VésteinnHjólhúsi Hataramanna er skreytt fánum sveitarinnar.Vísir/Vésteinn Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Friðrik Ómar var í dag mættur á keppnisstað Söngvakeppninnar með hjólhýsi til að hafa við Laugardalshöll en þeir í Hatari brugðust við með því að mæta með enn stærra hjólhýsi. Spennan magnast vegna Söngvakeppninnar sem fram fer annað kvöld, en þá keppa fimm flytjendur um það hver þeirra fer til Tel Aviv í Ísrael í maí og verður fulltrúi Íslands í Eurovision-söngvakeppninni. Þau sem keppa um hylli þjóðarinnar á morgun eru hljómsveitin Hatari, sem flestir meta sem sigurstranglegasta og svo Friðrik Ómar, Kristína Skoubo, Hera Björk og Thara Mobee. Spennu fylgja átök og þeirra sést staður jafnt utan sviðs sem innan. Klemens Nikulásson Hannigan, einn Hataramanna, stendur hér hreykinn við hjólhýsi sveitarinnar.Mynd/AðsendKeppnin annað kvöld verður haldin í Laugardalshöll, sem er auðvitað að upplagi handboltahús fyrst og fremst. Friðrik Ómar gat ekki séð þær aðstæður sem heppilegar fyrir búningsherbergi poppstjörnu, svitastorkið rými frá fornu fari og með klísturklessur á trébekkjum. Hann var því í dag mættur með hjólhýsi sem komið hefur verið fyrir bak við Höllina, hjá starfsmannainnganginum. Þá sem búningsherbergi sitt og afdrep. Samkvæmt heimildum Vísis mun meðlimum Hatara ekki hafa litist allskostar vel á að vera með þeim hætti settir skör lægra en Friðrik Ómar. Þeir gripu því einfaldlega til þess ráðs að fá sér einnig hjólhýsi þar sem þeir geta undirbúið sig, málað og farið í sinn sviðsklæðnað án þess að þurfa að blanda um of geði við aðra keppendur. Hatara-menn vildu sem sagt ekki minni menn vera en Friðrik Ómar og reyndar toppa þeir Dalvíkinginn knáa því þeirra hjólhýsi er talsvert stærra. Meðan hjólhýsi Friðriks Ómars er fimm metrar á lengd telur hjólhýsi Hatara níu metra. Af þessu má ráða að verulegur hiti sé að færast í leikinn og þurfa menn nú að troðast hver um annan þveran í rýminu sem er við starfsmannainnganginn bak við Laugardalshöllina.Hjólhýsi Hatara og Friðriks Ómars í rigningunni fyrir utan Laugardalshöll í kvöld.Vísir/VésteinnHjólhúsi Hataramanna er skreytt fánum sveitarinnar.Vísir/Vésteinn
Eurovision Tengdar fréttir Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
Skólakrakkar í atriði Hatara: „Engin öskur, engir gaddar og engar ólar“ Skólastjórinn segir atriðið mótvægi við yfirlýstan hatursboðskap teknósveitarinnar. 27. febrúar 2019 16:25
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Gjörningur Hatara lagðist misvel í fólk og vinkona þeirra gagnrýnir þá harðlega Hatari átti Söngvakeppnisumræðuna um liðna helgi. 25. febrúar 2019 11:00