Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Sylvía Hall skrifar 3. mars 2019 14:27 Hatari mun keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. Ásta Sif Árnadóttir Hatari bar sigur úr býtum í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær og verður lag þeirra, Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Tel Aviv í maí næstkomandi. Íslendingar voru þó ekki þeir einu sem fylgdust með úrslitakvöldinu enda eru dyggustu aðdáendur Eurovision þekktir fyrir að fylgjast náið með undankeppnum þátttökuþjóðanna í aðdraganda keppninnar. Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. Margir hrósa Íslandi fyrir hugrakkt lagaval og sumir gerast svo kræfir að spá okkur sigri í lokakeppninni.Guð elskar íslenskt andkapítalískt BDSM teknó-öskur Á spjallsíðunni Reddit má finna þráð þar sem sigur Hatara í undankeppninni er til umræðu. Þar virðast flestir vera himinlifandi með lagaval íslensku þjóðarinnar og fagna því að sjá Hatara stíga á svið í Tel Aviv. „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru,“ skrifar einn og annar svarar því að hann hlakki til að sjá sveitina fara í útrás til Bandaríkjanna. Notandinn Orionito segist samgleðjast hljómsveitinni innilega og segir hljómsveitarmeðlimi hafa einhverja áru yfir þeim, það sama eigi við um dansara sveitarinnar þrátt fyrir að þær segi ekki orð í atriðinu. „Guð er til,“ segir einn notandi alsæll með sigurinn og annar grínast með að honum líki þá íslenskar andkapítalískar BDSM teknó-öskurhljómsveitir. Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/Rúv„Í alvöru Ísland? Ætlið þið að senda þetta?“ Skoðanir þeirra Eurovision aðdáenda sem hafa fjallað um sigurinn á YouTube-síðum sínum eru þó á ýmsa vegu. Til að mynda er YouTube-bloggarinn Alvin Sebetero frá Filippseyjum vægast sagt undrandi yfir lagavali þjóðarinnar. „Þetta er pynting,“ sagði Sebetero á meðan hann horfði á upptöku af flutningi Hatara frá fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Hann þraukaði þó í gegnum myndbandið en sagðist ekki vera viss um að hann gæti staðið upp og klappað ef hann sjálfur væri í salnum. „Verum bara hreinskilin hérna, aðeins agnarsmár hluti heimsbyggðarinnar myndi hala þessu lagi niður og hlusta á það,“ sagði Sebetero á meðan hann lagði mikla áherslu á hve lítill sá hluti væri. „Þetta voru verstu þrjár mínútur allra tíma.“ YouTube-bloggarinn Pocini er þó á allt öðru máli. Hann er himinlifandi með framlag Hatara og segir lagið vera augljóst uppáhald sitt í keppninni í ár. „Þetta lag er kynlíf,“ sagði Pocini eftir að hafa horft á lagið í annað skiptið. Pocini segir Hatara fylla skarð Maruv sem „kynþokkafulla“ framlagið í keppninni í ár en líkt og Vísir greindi frá á dögunum var Maruv vísað úr keppni eftir að hafa neitað að skrifa undir samning Úkraínska ríkissjónvarpsins eftir sigurinn. Í samningnum mátti meðal annars finna ákvæði sem Maruv taldi vera ritskoðun.Sjá einnig: Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Hann sagði lagavalið vera það djarfasta sem hann hafi séð frá því að Lordi tók þátt í keppninni árið 2006. Þá hrósaði hann tónlistarmyndbandinu við lagið í hástert og sagði það vera bestu framleiðslu sem hann hafði séð í Eurovision keppninni frá upphafi. Pocini var hann afar hrifinn af Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara sveitarinnar, og bað hann um að hringja í sig. „Ég vil hitta þig, öskrandi söngvari Hatara. Ég vil hitta þig.“ YouTube-bloggari á síðunni Chev‘s Choice segir Íslendinga hafa tekið rétta ákvörðun þegar þeir völdu lag Hatara í gærkvöldi. Hann segir ekkert annað lag hafa komið til greina ef Íslendingar ætluðu sér að komast áfram í úrslitakvöld keppninnar. „Einhverjir gætu sagt að þetta yrði ekki uppáhalds lag dómnefndarinnar, og það er örugglega rétt, en það eru dómarar sem kunna meta atriði sem fara út fyrir kassann.“ Hann sagði það vera mikilvægt að lagið hefði boðskap en væri ekki bara tóm vitleysa. Þó hann sjálfur myndi ekki hlusta á lagið væri eitthvað við það sem fangaði hann. Þá hrósaði hann einnig myndbandinu og sagði lagið vera óvænt en viðeigandi framlag frá Íslandi. „Ég held að Ísland hafi fundið eitthvað sérstakt hérna sem þarf að komast áfram og á skilið að enda í efstu tíu sætunum.“ Eurovision Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Hatari vann Söngvakeppnina Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 2. mars 2019 22:15 Lærðu textann við sigurlagið Fyrir þá sem ætla að koma sér í gírinn fyrir keppnina í maí er tilvalið að læra textann við framlag Íslands í ár. 3. mars 2019 10:34 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Hatari bar sigur úr býtum í Söngvakeppni Sjónvarpsins í gær og verður lag þeirra, Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Tel Aviv í maí næstkomandi. Íslendingar voru þó ekki þeir einu sem fylgdust með úrslitakvöldinu enda eru dyggustu aðdáendur Eurovision þekktir fyrir að fylgjast náið með undankeppnum þátttökuþjóðanna í aðdraganda keppninnar. Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. Margir hrósa Íslandi fyrir hugrakkt lagaval og sumir gerast svo kræfir að spá okkur sigri í lokakeppninni.Guð elskar íslenskt andkapítalískt BDSM teknó-öskur Á spjallsíðunni Reddit má finna þráð þar sem sigur Hatara í undankeppninni er til umræðu. Þar virðast flestir vera himinlifandi með lagaval íslensku þjóðarinnar og fagna því að sjá Hatara stíga á svið í Tel Aviv. „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru,“ skrifar einn og annar svarar því að hann hlakki til að sjá sveitina fara í útrás til Bandaríkjanna. Notandinn Orionito segist samgleðjast hljómsveitinni innilega og segir hljómsveitarmeðlimi hafa einhverja áru yfir þeim, það sama eigi við um dansara sveitarinnar þrátt fyrir að þær segi ekki orð í atriðinu. „Guð er til,“ segir einn notandi alsæll með sigurinn og annar grínast með að honum líki þá íslenskar andkapítalískar BDSM teknó-öskurhljómsveitir. Atriðið þykir nokkuð sérkennilegt.Mynd/Rúv„Í alvöru Ísland? Ætlið þið að senda þetta?“ Skoðanir þeirra Eurovision aðdáenda sem hafa fjallað um sigurinn á YouTube-síðum sínum eru þó á ýmsa vegu. Til að mynda er YouTube-bloggarinn Alvin Sebetero frá Filippseyjum vægast sagt undrandi yfir lagavali þjóðarinnar. „Þetta er pynting,“ sagði Sebetero á meðan hann horfði á upptöku af flutningi Hatara frá fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Hann þraukaði þó í gegnum myndbandið en sagðist ekki vera viss um að hann gæti staðið upp og klappað ef hann sjálfur væri í salnum. „Verum bara hreinskilin hérna, aðeins agnarsmár hluti heimsbyggðarinnar myndi hala þessu lagi niður og hlusta á það,“ sagði Sebetero á meðan hann lagði mikla áherslu á hve lítill sá hluti væri. „Þetta voru verstu þrjár mínútur allra tíma.“ YouTube-bloggarinn Pocini er þó á allt öðru máli. Hann er himinlifandi með framlag Hatara og segir lagið vera augljóst uppáhald sitt í keppninni í ár. „Þetta lag er kynlíf,“ sagði Pocini eftir að hafa horft á lagið í annað skiptið. Pocini segir Hatara fylla skarð Maruv sem „kynþokkafulla“ framlagið í keppninni í ár en líkt og Vísir greindi frá á dögunum var Maruv vísað úr keppni eftir að hafa neitað að skrifa undir samning Úkraínska ríkissjónvarpsins eftir sigurinn. Í samningnum mátti meðal annars finna ákvæði sem Maruv taldi vera ritskoðun.Sjá einnig: Spörkuðu líklegum sigurvegara í Eurovision úr keppni Hann sagði lagavalið vera það djarfasta sem hann hafi séð frá því að Lordi tók þátt í keppninni árið 2006. Þá hrósaði hann tónlistarmyndbandinu við lagið í hástert og sagði það vera bestu framleiðslu sem hann hafði séð í Eurovision keppninni frá upphafi. Pocini var hann afar hrifinn af Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara sveitarinnar, og bað hann um að hringja í sig. „Ég vil hitta þig, öskrandi söngvari Hatara. Ég vil hitta þig.“ YouTube-bloggari á síðunni Chev‘s Choice segir Íslendinga hafa tekið rétta ákvörðun þegar þeir völdu lag Hatara í gærkvöldi. Hann segir ekkert annað lag hafa komið til greina ef Íslendingar ætluðu sér að komast áfram í úrslitakvöld keppninnar. „Einhverjir gætu sagt að þetta yrði ekki uppáhalds lag dómnefndarinnar, og það er örugglega rétt, en það eru dómarar sem kunna meta atriði sem fara út fyrir kassann.“ Hann sagði það vera mikilvægt að lagið hefði boðskap en væri ekki bara tóm vitleysa. Þó hann sjálfur myndi ekki hlusta á lagið væri eitthvað við það sem fangaði hann. Þá hrósaði hann einnig myndbandinu og sagði lagið vera óvænt en viðeigandi framlag frá Íslandi. „Ég held að Ísland hafi fundið eitthvað sérstakt hérna sem þarf að komast áfram og á skilið að enda í efstu tíu sætunum.“
Eurovision Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00 Hatari vann Söngvakeppnina Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 2. mars 2019 22:15 Lærðu textann við sigurlagið Fyrir þá sem ætla að koma sér í gírinn fyrir keppnina í maí er tilvalið að læra textann við framlag Íslands í ár. 3. mars 2019 10:34 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15
Þetta höfðu landsmenn að segja um frammistöðu keppenda í Söngvakeppninni Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 2. mars 2019 21:00
Hatari vann Söngvakeppnina Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí. 2. mars 2019 22:15
Lærðu textann við sigurlagið Fyrir þá sem ætla að koma sér í gírinn fyrir keppnina í maí er tilvalið að læra textann við framlag Íslands í ár. 3. mars 2019 10:34