Þorbjörg nýr formaður Samtakanna '78 Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 19:19 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, nýr formaður Samtakanna '78. Samtökin '78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði, er nýr formaður Samtakanna 78 en aðalfundur samtakanna fór fram í dag. Þorbjörg tekur við embættinu af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2016. „Samtökin ‘78 eru ein allra mikilvægustu félagasamtök á Íslandi. Á fjörutíu ára sögu félagsins hafa lífsgæði og réttindi hinsegin fólks tekið algjörum stakkaskiptum. Þökk sé þrotlausri baráttu búum við nú við lífsgæði sem voru nánast óhugsandi þegar Samtökin ‘78 voru stofnuð,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni eftir að hún tók við embættinu. Þorbjörg var ein í framboði til formanns og var því sjálfkjörin, auk hennar voru kosin í stjórn Marion Lerner, Rósanna Andrésdóttir og Sigurður Júlíus Guðmundsson, en fyrir eru í stjórn þeir Unnsteinn Jóhannsson og Rúnar Þórir Ingólfsson sem voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Tíu einstaklingar voru kosin í trúnaðarráð, þau eru: Agnes Jónasdóttir, Anna Eir Guðfinnudóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir, Einar Þór Jónsson, Elísabet Rakel Sigurðardóttir, Erlingur Sigvaldason, Nicholas Pfosi, Sigtýr Ægir Kárason og Særós Rannveig Björnsdóttir.Þorbjörg (v) auk fráfarandi formanni samtakanna, Maríu Helgu GuðmundsdótturSamtökin '78Í ræðu sinni sagði Þorbjörg að þó að lagaleg staða hinsegin fólks sé ekki fullkomin sé almenningsálitið með hinsegin fólki í liði, „Það er ekki eftirsóknarvert að vera fordómafullur gagnvart hinsegin fólki í íslensku samfélagi nútímans. Þetta þýðir ekki að Ísland sé einhver hinsegin útópía; að við höfum náð fullkominni hinsegin fullkomnun og lifum í besta heimi allra heima. Því ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki á Íslandi er staðreynd.“ Á aðalfundinum var auk kosninga í embætti farið yfir fjárhagsáætlun samtakanna og aðgerðaráætlun gegn ofbeldi var kynnt en nánar verður unnið að henni á næstu vikum. Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, doktorsnemi í íslenskri málfræði, er nýr formaður Samtakanna 78 en aðalfundur samtakanna fór fram í dag. Þorbjörg tekur við embættinu af Maríu Helgu Guðmundsdóttur sem hefur verið formaður samtakanna síðan árið 2016. „Samtökin ‘78 eru ein allra mikilvægustu félagasamtök á Íslandi. Á fjörutíu ára sögu félagsins hafa lífsgæði og réttindi hinsegin fólks tekið algjörum stakkaskiptum. Þökk sé þrotlausri baráttu búum við nú við lífsgæði sem voru nánast óhugsandi þegar Samtökin ‘78 voru stofnuð,“ sagði Þorbjörg í ræðu sinni eftir að hún tók við embættinu. Þorbjörg var ein í framboði til formanns og var því sjálfkjörin, auk hennar voru kosin í stjórn Marion Lerner, Rósanna Andrésdóttir og Sigurður Júlíus Guðmundsson, en fyrir eru í stjórn þeir Unnsteinn Jóhannsson og Rúnar Þórir Ingólfsson sem voru kjörnir til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Tíu einstaklingar voru kosin í trúnaðarráð, þau eru: Agnes Jónasdóttir, Anna Eir Guðfinnudóttir, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Edda Sigurðardóttir, Einar Þór Jónsson, Elísabet Rakel Sigurðardóttir, Erlingur Sigvaldason, Nicholas Pfosi, Sigtýr Ægir Kárason og Særós Rannveig Björnsdóttir.Þorbjörg (v) auk fráfarandi formanni samtakanna, Maríu Helgu GuðmundsdótturSamtökin '78Í ræðu sinni sagði Þorbjörg að þó að lagaleg staða hinsegin fólks sé ekki fullkomin sé almenningsálitið með hinsegin fólki í liði, „Það er ekki eftirsóknarvert að vera fordómafullur gagnvart hinsegin fólki í íslensku samfélagi nútímans. Þetta þýðir ekki að Ísland sé einhver hinsegin útópía; að við höfum náð fullkominni hinsegin fullkomnun og lifum í besta heimi allra heima. Því ofbeldi og mismunun gegn hinsegin fólki á Íslandi er staðreynd.“ Á aðalfundinum var auk kosninga í embætti farið yfir fjárhagsáætlun samtakanna og aðgerðaráætlun gegn ofbeldi var kynnt en nánar verður unnið að henni á næstu vikum.
Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira