Leggja til að Stjórnstöð skimunar taki yfir starf Leitarstöðvar Krabbmeinsfélagsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2019 15:44 Thor Aspelund, formaður Skimunarráðs, Alma D. Möller, landlæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar tillögurnar voru kynntar í dag. vísir/baldur Landlæknir og skimunarráð leggja til að skimanir fyrir krabbameinum verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt sem og rekstur Krabbameinsskrár.Tillögur landlæknis og skimunarráðs voru kynntar í dag en um er að ræða tillögur að breyttu skipulagi, stjórnun, staðsetningu og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum. Skimunarráð er ráðgefandi fyrir embætti landlæknis og var skipað í apríl á liðnu ári í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að með tillögunum sé verið að „færa skipulag skimana nær því skipulagi sem mælt er með í leiðbeiningum Evrópusambandsins um skimanir.“ Stjórnstöð skimana mun hafa víðtækt hlutverk sem mun meðal annars felast í því að skipuleggja og semja um framkvæmd skimana sem og um innkallanir og upplýsingagjöf til þeirra sem eru boðaðir í skimanir. „Miðað er við að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu. Horft er til þess að heilsugæslan fái þar hlutverk í ljósi nálægðar við notendur heilbrigðisþjónustunnar og þekkingarinnar á almennum forvörnum. Að mati landlæknis og skimunarráðs er þetta til þess fallið að styrkja skipulag, utanumhald og eftirlit skimana. Enn fremur er lagt til að sett verði löggjöf um skimanir til að setja verkefninu skýrari farveg, skapa því stöðugleika og tryggja öryggi þátttakenda, gæðaeftirlit og fjármögnun,“ segir á vef stjórnarráðsins þar sem nálgast má nánari upplýsingar um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Landlæknir og skimunarráð leggja til að skimanir fyrir krabbameinum verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu og að komið verði á fót sérstakri Stjórnstöð skimunar sem tæki yfir það starf sem Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt sem og rekstur Krabbameinsskrár.Tillögur landlæknis og skimunarráðs voru kynntar í dag en um er að ræða tillögur að breyttu skipulagi, stjórnun, staðsetningu og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum. Skimunarráð er ráðgefandi fyrir embætti landlæknis og var skipað í apríl á liðnu ári í samræmi við tillögu ráðgjafarhóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að með tillögunum sé verið að „færa skipulag skimana nær því skipulagi sem mælt er með í leiðbeiningum Evrópusambandsins um skimanir.“ Stjórnstöð skimana mun hafa víðtækt hlutverk sem mun meðal annars felast í því að skipuleggja og semja um framkvæmd skimana sem og um innkallanir og upplýsingagjöf til þeirra sem eru boðaðir í skimanir. „Miðað er við að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heilbrigðisþjónustu. Horft er til þess að heilsugæslan fái þar hlutverk í ljósi nálægðar við notendur heilbrigðisþjónustunnar og þekkingarinnar á almennum forvörnum. Að mati landlæknis og skimunarráðs er þetta til þess fallið að styrkja skipulag, utanumhald og eftirlit skimana. Enn fremur er lagt til að sett verði löggjöf um skimanir til að setja verkefninu skýrari farveg, skapa því stöðugleika og tryggja öryggi þátttakenda, gæðaeftirlit og fjármögnun,“ segir á vef stjórnarráðsins þar sem nálgast má nánari upplýsingar um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira