Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2019 21:00 Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig. Skóla - og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. Þetta séu góð fyrstu skref en jafnvel þurfi að gera meira. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám vinni þau að lágmarki 50 prósent starfshlutfall. Nemendur fá þá greitt samkvæmt kjarasamningi. Einnig geta nemendurnir sótt um námsstyrk sem nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi. Árlegur kostnaður ríkisins mun nema um 200-250 milljónum króna og segir Lilja að búið sé að gera ráð fyrir því. „Ég er sannfærð um það að það muni fjölga kennurum í kjölfarið. Það er mjög brýnt vegna þess að öflugt menntakerfi er forsenda allra framfara á Íslandi. Menntakerfið er borið upp af kennurum sem leggja grunninn af öllum öðrum störfum á Íslandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar 1800 leikskólakennara Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar. Aðeins 28% stöðugilda í leikskólum er mönnuð leikskólakennurum og vantar í um 1800 stöður. Nýnemum í grunnnámi fækkaði um 40% á tíu árum. Haldist þetta óbreytt sýna spár að kennaraskortur verði um 50 prósent eftir rúm tíu ár. Ragnar Þór segir að það stefni í mjög alvarlegt ástanda vegna kennaraskorts. „Stórsókn í menntamálum er bara löngu tímabær og það er löngu tímabært að skapa þjóðarsátt um mikilvægi menntakerfisins og grípa til aðgerðar. Og er það algjörlega rétt hjá menntamálaráðherra að þar skipti öllu máli að kennarastarfinu sé bjargað,“ segir hann. Heldur þú að þetta muni bera einhvern árangur? „Ég vona það en eins og kom skýrt fram að breytingin sem þarf er það stór og það mikil að það er ekki víst að þessar aðgerðir einar og sér dugi til og þá verður bara meira að koma til,“ segir hann og bendir á að við höfum ekki efni á að taka þetta ástand og vandamál ekki alvarlega. Staðan sé orðin þannig.
Skóla - og menntamál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira