Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2019 16:15 Skjáskot úr myndbandi Bieber sem sýnir umrædda klettasnös árið 2015. Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. Önnur myndin er úr tónlistarmyndbandi poppstjörnunnar Justin Bieber sem birt var á Youtube í nóvember 2015. Hin myndin, sem tekin var í janúar 2018, sýnir skilti við snösina þar sem tilkynnt er um lokun svæðisins. Ekki verður annað sagt en munurinn á því hvernig svæðið var fyrir Bieber og svo eftir hann sé sláandi eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan. Fjaðrárgljúfur er einmitt lokað fyrir umferð þessa dagana sem og hluti af Skógaheiði við Skógafoss þar sem veruleg hætta er á skemmdum sökum tíðarfars og mikillar umferðar um svæðin. Um þessar mundir er nefnilega einn viðkvæmasti tími ársins þegar kemur að umferð gesta um íslenska náttúru eða eins og segir í færslu Umhverfisstofnunnar: „Snjóalög og frost hopa fyrir leysingum og þarf ferðafólk að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að umferð þess skilji eftir sig ummerki í náttúrunni. Hér má sjá tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur, teknar með rúmlega 2 ára millibili. Sú fyrri er úr myndbandi poppstörnunnar Justin Bieber við lagið I´ll Show You, í september 2015. Sú síðari, sem sýnir nýlegt skilti við snösina, er tekin í janúar 2018. Eins og sjá má hefur reglum ekki verið fylgt til hins ítrasta - töluvert hefur verið gengið út fyrir merkta gönguslóða og framhjá skiltinu. Með samanburði á myndunum tveimur sést einnig mikill munur á ástandi gróðurþekjunnar á snösinni. „Þetta eru hreinar gróðurskemmdar sökum ágangs á viðkvæmu svæði,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Sumir gestir virða því miður reglur svæðisins að vettugi. Það eru fjölmargar snasir í sama ástandi við gljúfrið í dag.““ Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Skaftárhreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You, sem allt var tekið upp hér á landi, hefur vakið mikla athygli síðan að það birtist á netinu í gær. 3. nóvember 2015 13:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. Önnur myndin er úr tónlistarmyndbandi poppstjörnunnar Justin Bieber sem birt var á Youtube í nóvember 2015. Hin myndin, sem tekin var í janúar 2018, sýnir skilti við snösina þar sem tilkynnt er um lokun svæðisins. Ekki verður annað sagt en munurinn á því hvernig svæðið var fyrir Bieber og svo eftir hann sé sláandi eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan. Fjaðrárgljúfur er einmitt lokað fyrir umferð þessa dagana sem og hluti af Skógaheiði við Skógafoss þar sem veruleg hætta er á skemmdum sökum tíðarfars og mikillar umferðar um svæðin. Um þessar mundir er nefnilega einn viðkvæmasti tími ársins þegar kemur að umferð gesta um íslenska náttúru eða eins og segir í færslu Umhverfisstofnunnar: „Snjóalög og frost hopa fyrir leysingum og þarf ferðafólk að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að umferð þess skilji eftir sig ummerki í náttúrunni. Hér má sjá tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur, teknar með rúmlega 2 ára millibili. Sú fyrri er úr myndbandi poppstörnunnar Justin Bieber við lagið I´ll Show You, í september 2015. Sú síðari, sem sýnir nýlegt skilti við snösina, er tekin í janúar 2018. Eins og sjá má hefur reglum ekki verið fylgt til hins ítrasta - töluvert hefur verið gengið út fyrir merkta gönguslóða og framhjá skiltinu. Með samanburði á myndunum tveimur sést einnig mikill munur á ástandi gróðurþekjunnar á snösinni. „Þetta eru hreinar gróðurskemmdar sökum ágangs á viðkvæmu svæði,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Sumir gestir virða því miður reglur svæðisins að vettugi. Það eru fjölmargar snasir í sama ástandi við gljúfrið í dag.““
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Skaftárhreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You, sem allt var tekið upp hér á landi, hefur vakið mikla athygli síðan að það birtist á netinu í gær. 3. nóvember 2015 13:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You, sem allt var tekið upp hér á landi, hefur vakið mikla athygli síðan að það birtist á netinu í gær. 3. nóvember 2015 13:45
Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15