Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2019 18:25 Bjarkey og Rósa Björk vilja að nöfn vændiskaupenda verði birt í dómum. Vísir/Vilhelm/Stefán Tveir af þingmönnum Vinstri grænna vilja að vændiskaupendur verði nafngreindir hér á landi ríkir nafnleynd í dómum sem varða einstaklinga sem hafa gerst sekir um kaup á vændi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrr í dag að henni hefði ekki staðið á sama þegar hún horfði á fréttaskýringu Kveiks um vændi hér á landi. Þar var talað um að framboð á vændi hér á landi sé yfirdrifið og það sé jafn auðvelt að kaupa vændi eins og að panta mat. „Varla viljum við hafa samfélagið með þessum hætti, að það sé bara eins og að kaupa pítsu að panta vændi,“ sagði Bjarkey. Hún segir sænsku leiðina hafa verið tekna upp hér á landi árið 2009 þannig að sala á vændi er lögleg en kaupin ólögleg. Þar að auki er vændi skilgreint sem ofbeldi í lögunum. „Refsingar við vændi eru þó allt of vægar hér á landi að mínu mati og enn ríkir nafnleynd í slíkum dómum ólíkt því sem tíðkast hjá frændum okkar í Svíþjóð þar sem vændiskaupendur eru nafngreindir. Maður skyldi ætla að nafngreining myndi hafa áhrif á þá sem velta fyrir sér þessum fyrirlitlegu viðskiptum og það finnst mér að við eigum að taka upp,“ sagði Bjarkey. Að mati hennar er aðgerða þörf til að minnka eftirspurn eftir vændi á Íslandi.Bjarkey Olsen lét þessa skoðun sína í ljós á þingi í dag.Vísir/vilhelm„Þó að til séu þeir einstaklingar sem skilgreina sig sem hamingjusömu hóruna eru fleiri sem glíma við alvarlegar afleiðingar þess að hafa starfað við vændi. Þá getur reynst gríðarlega erfitt fyrir fólk að losna úr vændi og málaflokkurinn er flókinn viðureignar fyrir lögreglu eins og endurspeglast m.a. í þeim stóra hópi þolenda vændis sem hafa leitað sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð,“ sagði Bjarkey. Hún sagði að mögulega ætti ekkert af þessu að koma þingmönnum á óvart. „Ef litið er til þess að einn staðurinn sem var til umfjöllunar í gærkvöldi er steinsnar frá Alþingi og Héraðsdómi Reykjavíkur, rétt hinum megin við Austurvöll. Göngum við mörg hver daglega þar fram hjá á leið okkar til og frá vinnu, sjáum hvað þar fer fram. Vændi er kynferðisofbeldi og það á að afgreiða það í dómskerfinu sem slíkt. Og til að það sé sagt þá skulum við aldrei tala öðruvísi en þannig að ábyrgðin liggur hjá þeim sem kaupa vændi. Ábyrgðin liggur þar og þar á hún að vera,“ sagði Bjarkey. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir þetta sjónarmið en hún sagði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að birta ætti nöfn vændiskaupenda og hækka sektir. „Hert viðurlög við því að kaupa aðgang að líkama annarrar manneskju. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég er meira en til í það.“ Alþingi Dómsmál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Tveir af þingmönnum Vinstri grænna vilja að vændiskaupendur verði nafngreindir hér á landi ríkir nafnleynd í dómum sem varða einstaklinga sem hafa gerst sekir um kaup á vændi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrr í dag að henni hefði ekki staðið á sama þegar hún horfði á fréttaskýringu Kveiks um vændi hér á landi. Þar var talað um að framboð á vændi hér á landi sé yfirdrifið og það sé jafn auðvelt að kaupa vændi eins og að panta mat. „Varla viljum við hafa samfélagið með þessum hætti, að það sé bara eins og að kaupa pítsu að panta vændi,“ sagði Bjarkey. Hún segir sænsku leiðina hafa verið tekna upp hér á landi árið 2009 þannig að sala á vændi er lögleg en kaupin ólögleg. Þar að auki er vændi skilgreint sem ofbeldi í lögunum. „Refsingar við vændi eru þó allt of vægar hér á landi að mínu mati og enn ríkir nafnleynd í slíkum dómum ólíkt því sem tíðkast hjá frændum okkar í Svíþjóð þar sem vændiskaupendur eru nafngreindir. Maður skyldi ætla að nafngreining myndi hafa áhrif á þá sem velta fyrir sér þessum fyrirlitlegu viðskiptum og það finnst mér að við eigum að taka upp,“ sagði Bjarkey. Að mati hennar er aðgerða þörf til að minnka eftirspurn eftir vændi á Íslandi.Bjarkey Olsen lét þessa skoðun sína í ljós á þingi í dag.Vísir/vilhelm„Þó að til séu þeir einstaklingar sem skilgreina sig sem hamingjusömu hóruna eru fleiri sem glíma við alvarlegar afleiðingar þess að hafa starfað við vændi. Þá getur reynst gríðarlega erfitt fyrir fólk að losna úr vændi og málaflokkurinn er flókinn viðureignar fyrir lögreglu eins og endurspeglast m.a. í þeim stóra hópi þolenda vændis sem hafa leitað sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð,“ sagði Bjarkey. Hún sagði að mögulega ætti ekkert af þessu að koma þingmönnum á óvart. „Ef litið er til þess að einn staðurinn sem var til umfjöllunar í gærkvöldi er steinsnar frá Alþingi og Héraðsdómi Reykjavíkur, rétt hinum megin við Austurvöll. Göngum við mörg hver daglega þar fram hjá á leið okkar til og frá vinnu, sjáum hvað þar fer fram. Vændi er kynferðisofbeldi og það á að afgreiða það í dómskerfinu sem slíkt. Og til að það sé sagt þá skulum við aldrei tala öðruvísi en þannig að ábyrgðin liggur hjá þeim sem kaupa vændi. Ábyrgðin liggur þar og þar á hún að vera,“ sagði Bjarkey. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tekur undir þetta sjónarmið en hún sagði á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að birta ætti nöfn vændiskaupenda og hækka sektir. „Hert viðurlög við því að kaupa aðgang að líkama annarrar manneskju. Til þess þarf pólitískan vilja. Ég er meira en til í það.“
Alþingi Dómsmál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira